Ekki gleyma að lifa Sigríður Jónsdóttir skrifar 16. september 2014 11:00 Lína og herra Níels. "Verkefnið er veigamikið, í raun að bera heila sýningu á herðum sér og tekst Ágústu Evu það prýðilega þó að hún eigi enn eftir að finna rétta taktinn. “Mynd: Grímur Bjarnason Leiklist: Lína langsokkur Astrid Lindgren Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir Aðalleikarar: Ágústa Eva Erlendsdóttir, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Sigurður Þór Óskarsson, Maríanna Clara Lúthersdóttir, Örn Árnason o.fl. Þýðandi: Þórarinn Eldjárn Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir Frumsýnt í Borgarleikhúsinu 13. september Lína Langsokkur er Íslendingum afar kær og ætíð mikið tilhlökkunarefni að sjá hana sviðsetta. Áratug eftir að Ilmur Kristjánsdóttir lék rauðhærða orkuboltann tekur Ágústa Eva við keflinu í Borgarleikhúsinu. Verkefnið er veigamikið, í raun að bera heila sýningu á herðum sér og tekst Ágústu Evu það prýðilega þó að hún eigi enn eftir að finna rétta taktinn. Stundum virtist Lína vera of upptekin af sínum eigin uppátækjum, fettum og brettum frekar en því sem var að gerast í kringum hana. Aftur á móti er leikhópurinn sterkur og nýtur Ágústa Eva góðs af því. Hesturinn (Magnús Guðmundsson) og hinn ómótstæðilegi Herra Níels (Gríma Valsdóttir) eru kostuleg sem kumpánar Línu. Kristín Þóra og Sigurður Þór eru líka virkilega smellin sem kurteisu systkinin Anna og Tommi. En það er aftur á móti Maríanna Clara sem hreinlega stelur senunni. Hún er frábær sem hin aðþrengda frú Prússólín sem þráir að koma Línu á „góða og ábyggilega uppeldisstofnun“. Maríanna Clara gæðir þessa grámyglulegu konu slíku lífi að stundum er hrein unun að fylgjast með henni. Leikmynd Ilmar Stefánsdóttur er hugmyndarík og litskrúðug líkt og búningar Maríu Ólafsdóttur. Lítil hljómsveit sem er á sviðinu nær allan tímann sér um að spila tónlistina en einnig um sviðshljóðin sem heppnuðust einkar vel og voru skemmtileg viðbót. Hópsenurnar eru nær undantekningarlaust grípandi. Ágústa Skúladóttir hefur næmt auga fyrir smáatriðum og skapar heim þar sem nær allir þorpsbúar haga sér svo vel að þeir gleyma að lifa en það kemur í hlut Línu að hrista upp í þeim. Fyrsta kökuboð Línu er gott dæmi um slíka vinnu. Lítið atriði en svakalega vel útfært. Ágústa leggur áherslu á lifandi sviðshreyfingar þar sem atriðin fljóta saman áreynslulaust. Þetta tekst að mestu og sum atriðin, til dæmis innkoma skólabarnanna inn í kennslustofuna, eru virkilega vel gerð. En stundum vantaði aðeins betri uppbyggingu og spennu. Langsokkur skipstjóri röltir hinn rólegasti inn á svið þegar hann á innistæðu fyrir miklu stærri kynningu. Hið sama má segja um lokaatriðið þegar Lína verður að ákveða hvort hún ætli að vera eftir á Sjónarhóli eða sigla um höfin sjö með pabba sínum. Hlutverkið smellpassar Erni og þó hann fái ekki að skína nægilega skært fer hann á kostum í besta söngatriði sýningarinnar, „Hæ hó!“.Niðurstaða: Eins og endranær svíkur Lína Langsokkur engan. Bráðskemmtileg sýning þar sem aukaleikararnir skína. Gagnrýni Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Leiklist: Lína langsokkur Astrid Lindgren Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir Aðalleikarar: Ágústa Eva Erlendsdóttir, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Sigurður Þór Óskarsson, Maríanna Clara Lúthersdóttir, Örn Árnason o.fl. Þýðandi: Þórarinn Eldjárn Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir Frumsýnt í Borgarleikhúsinu 13. september Lína Langsokkur er Íslendingum afar kær og ætíð mikið tilhlökkunarefni að sjá hana sviðsetta. Áratug eftir að Ilmur Kristjánsdóttir lék rauðhærða orkuboltann tekur Ágústa Eva við keflinu í Borgarleikhúsinu. Verkefnið er veigamikið, í raun að bera heila sýningu á herðum sér og tekst Ágústu Evu það prýðilega þó að hún eigi enn eftir að finna rétta taktinn. Stundum virtist Lína vera of upptekin af sínum eigin uppátækjum, fettum og brettum frekar en því sem var að gerast í kringum hana. Aftur á móti er leikhópurinn sterkur og nýtur Ágústa Eva góðs af því. Hesturinn (Magnús Guðmundsson) og hinn ómótstæðilegi Herra Níels (Gríma Valsdóttir) eru kostuleg sem kumpánar Línu. Kristín Þóra og Sigurður Þór eru líka virkilega smellin sem kurteisu systkinin Anna og Tommi. En það er aftur á móti Maríanna Clara sem hreinlega stelur senunni. Hún er frábær sem hin aðþrengda frú Prússólín sem þráir að koma Línu á „góða og ábyggilega uppeldisstofnun“. Maríanna Clara gæðir þessa grámyglulegu konu slíku lífi að stundum er hrein unun að fylgjast með henni. Leikmynd Ilmar Stefánsdóttur er hugmyndarík og litskrúðug líkt og búningar Maríu Ólafsdóttur. Lítil hljómsveit sem er á sviðinu nær allan tímann sér um að spila tónlistina en einnig um sviðshljóðin sem heppnuðust einkar vel og voru skemmtileg viðbót. Hópsenurnar eru nær undantekningarlaust grípandi. Ágústa Skúladóttir hefur næmt auga fyrir smáatriðum og skapar heim þar sem nær allir þorpsbúar haga sér svo vel að þeir gleyma að lifa en það kemur í hlut Línu að hrista upp í þeim. Fyrsta kökuboð Línu er gott dæmi um slíka vinnu. Lítið atriði en svakalega vel útfært. Ágústa leggur áherslu á lifandi sviðshreyfingar þar sem atriðin fljóta saman áreynslulaust. Þetta tekst að mestu og sum atriðin, til dæmis innkoma skólabarnanna inn í kennslustofuna, eru virkilega vel gerð. En stundum vantaði aðeins betri uppbyggingu og spennu. Langsokkur skipstjóri röltir hinn rólegasti inn á svið þegar hann á innistæðu fyrir miklu stærri kynningu. Hið sama má segja um lokaatriðið þegar Lína verður að ákveða hvort hún ætli að vera eftir á Sjónarhóli eða sigla um höfin sjö með pabba sínum. Hlutverkið smellpassar Erni og þó hann fái ekki að skína nægilega skært fer hann á kostum í besta söngatriði sýningarinnar, „Hæ hó!“.Niðurstaða: Eins og endranær svíkur Lína Langsokkur engan. Bráðskemmtileg sýning þar sem aukaleikararnir skína.
Gagnrýni Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira