Ekkert kynlíf fyrir tónleikana Gunnar Leó Pálsson skrifar 18. september 2014 09:30 Friðrik Ómar vill að sitt fólk verði úthvílt fyrir tónleikamaraþonið sem fram fer í Hofi á laugardag. mynd/ Gunnlaugur Rögnvaldsson „Þau þurfa að nýta alla sína orku og úthald, þess vegna er það brottrekstrarsök að stunda kynlíf fyrir tónleika, sérstaklega fyrir svona törn eins og þetta verður um helgina,“ segir Friðrik Ómar Hjörleifsson, en hann stendur fyrir þrennum Bat out of hell heiðurstónleikum í Hofi á Akureyri á laugardaginn. Hann segist ekki hafa tekið þrenna tónleika samdægurs síðan hann hélt afmælistónleika sína árið 2011. Hann hefur þó undirbúið maraþonið vel og verður vel hugsað um tónlistarmennina á milli tónleika. „Við verðum með þrjá nuddara sem ætla losa um streituna hjá listamönnunum og svo verðum við einnig með kokk sem ætlar að elda hollan mat ofan í okkur,“ útskýrir Friðrik Ómar. Fyrstu tónleikarnir hefjast klukkan 17.00 og þeir síðustu klukkan 23.00. „Listamennirnir munu standa í tónlistarflutningi í um það bil átta klukkustundir með tæknirennsli og þess háttar, þannig að þetta verður maraþon,“ bætir Friðrik Ómar við léttur í lundu. Eftir þessa þrennu tónleika munu um fimm þúsund manns hafa séð þá. „Við vorum líka á Fiskidaginn á Dalvík, þannig að þetta eru um 35.000 manns ef við tökum Fiskidaginn með.“ Bat out of hell-tónleikarnir verða svo aftur í Eldborgarsalnum þann 7. febrúar. „Við erum ótrúlega ánægð með þessar frábæru viðtökur sem tónleikarnir hafa fengið.“ Miðasala á tónleikana í Hofi er á midi.is. Tónlist Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Þau þurfa að nýta alla sína orku og úthald, þess vegna er það brottrekstrarsök að stunda kynlíf fyrir tónleika, sérstaklega fyrir svona törn eins og þetta verður um helgina,“ segir Friðrik Ómar Hjörleifsson, en hann stendur fyrir þrennum Bat out of hell heiðurstónleikum í Hofi á Akureyri á laugardaginn. Hann segist ekki hafa tekið þrenna tónleika samdægurs síðan hann hélt afmælistónleika sína árið 2011. Hann hefur þó undirbúið maraþonið vel og verður vel hugsað um tónlistarmennina á milli tónleika. „Við verðum með þrjá nuddara sem ætla losa um streituna hjá listamönnunum og svo verðum við einnig með kokk sem ætlar að elda hollan mat ofan í okkur,“ útskýrir Friðrik Ómar. Fyrstu tónleikarnir hefjast klukkan 17.00 og þeir síðustu klukkan 23.00. „Listamennirnir munu standa í tónlistarflutningi í um það bil átta klukkustundir með tæknirennsli og þess háttar, þannig að þetta verður maraþon,“ bætir Friðrik Ómar við léttur í lundu. Eftir þessa þrennu tónleika munu um fimm þúsund manns hafa séð þá. „Við vorum líka á Fiskidaginn á Dalvík, þannig að þetta eru um 35.000 manns ef við tökum Fiskidaginn með.“ Bat out of hell-tónleikarnir verða svo aftur í Eldborgarsalnum þann 7. febrúar. „Við erum ótrúlega ánægð með þessar frábæru viðtökur sem tónleikarnir hafa fengið.“ Miðasala á tónleikana í Hofi er á midi.is.
Tónlist Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira