Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 19. september 2014 14:00 Það er erfitt að fá nægt magn af D-vítamíni úr fæðunni einni saman. Vísir/Getty Mikilvægi D-vítamíns er vel þekkt. Það var fyrst á fjórða áratug síðustu aldar að tengsl milli D-vítamínskorts og beinkramar urðu ljós. Beinkröm veldur því að bein og tennur mýkjast. Jafnvel þó að einstaklingur fái nægt kalk úr fæðunni gerir D-vítamínskortur það að verkum að magn kalks og fosfats í blóðinu er ekki í jafnvægi. Afleiðingar þess geta verið þær að magn steinefna í beinvef minnkar, beinstyrkur minnkar og aukin hætta er á beinbrotum. Einkenni beinkramar eru meðal annars beygðir fætur, beinverkir, tannskemmdir, tíð beinbrot og aflögun á höfuðkúpunni. Vegna þess að beinkröm er tiltölulega fátíð í þróuðum löndum væri auðvelt að ætla að D-vítamínskortur heyrði fortíðinni til. Sú er hins vegar ekki raunin. Nýjar rannsóknir hafa leitt í ljós önnur og lúmskari einkenni D-vítamínskorts. Marga sjúkdóma, sem við fyrstu sýn virðast lítið eiga skylt við nokkuð svo augljóst sem beinkröm, má rekja til D-vítamínskorts. Hvað er D-vítamín? D-vítamín er fituleysanlegt vítamín sem líkami okkar fær á tvo vegu, með D-vítamínríkri fæðu eða fæðubótarefnum og með sólarljósi. Hugtakið D-vítamín nær yfir margar gerðir af vítamíninu. Tvær megingerðir þess eru D2 sem við fáum úr fæðu og D3 sem húðin framleiðir þegar hún kemst í tæri við sólarljós. Megintilgangur D-vítamíns í líkamanum er að stýra magni kalks í blóðinu.Sólskinsvítamínið? Það er frekar erfitt að fá nægilegt D-vítamín eingöngu úr fæðu. Mest af vítamíninu er að finna í feitum fiski, á borð við túnfisk, makríl og lax. Einnig má finna mikið af D-vítamíni í sumum sveppategundum. Jafnvel þó að húðin framleiði hluta af því D-vítamíni sem við þurfum, dugar sólarljós heldur ekki alltaf til þess að uppfylla daglega D-vítamínþörf okkar. Þættir eins og úr hvaða átt sólin skín, árstími, ský, mengunarstig og notkun sólarvarnar geta dregið úr náttúrulegri framleiðslu húðarinnar á D-vítamíni.Einkenni D-vítamínskorts Sumir sem þjáist af D-vítamínskorti finna ekki fyrir neinum einkennum. Aðrir finna fyrir einkennum eins og svefntruflunum, vöðvakrömpum, almennri þreytu, sársauka í liðum, sársauka eða máttleysi í vöðvum, eiga erfitt með að einbeita sér, höfuðverkjum, hægðatregðu eða niðurgangi og þvagfæratruflunum. Hér að neðan eru níu aðrir alvarlegir sjúkdómar sem geta tengst D-vítamínskorti: 1. Astmi 1.200 IU af D-vítamíni daglega geta dregið úr tíðni astmakasta og dregið úr alvarleika þeirra. 2. Þunglyndi D-vítamínskortur hefur verið tengdur við þunglyndi og aðra geðræna kvilla. Sýnt hefur verið fram á að ef kona fær nægt D-vítamín á meðgöngu dregur úr líkum á því að barnið þrói með sér geðræna kvilla á lífsleiðinni. 3. Hjartveiki Hjartasjúkdómar eru algengari í fólki með D-vítamínskort. 4. Hár blóðþrýstingur Hár blóðþrýstingur hefur verið tengdur við skort á kalki, magnesíum, kalíum og D-vítamíni. 5. Liðagigt Rannsóknir hafa sýnt fram á að D-vítamín getur sefað sársaukann og stirðleikann sem tengdur er gigtarsjúkdómum. 6. MS (Multiple Sclerosis) Rannsóknir hafa sýnt að búseta skiptir máli þegar kemur að líkum þess að fá MS. Því minna sólarljós sem þú færð, því líklegri ertu til að fá sjúkdóminn. Þetta gefur til kynna sterka tengingu á milli MS og D-vítamíns. 7. Krabbamein Margar tegundir krabbameins hafa verið tengdar við D-vítamínskort, til dæmis brjóstakrabbamein, blöðruhálskrabbamein og ristilkrabbamein. 8. Tannholdssjúkdómar Tannholdsbólgur og aðrir tannholdssjúkdómar geta verið sársaukafullir, valdið blæðingu úr tannholdi og tennur geta losnað. D-vítamín hjálpar til að við að jafna út bakteríuflóruna í munninum. 9. Sykursýki Í grein frá Worlds Healthiest Foods er ójafnvægi í blóðsykri flokkað sem einkenni D-vítamínskorts. Heilsa Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Mikilvægi D-vítamíns er vel þekkt. Það var fyrst á fjórða áratug síðustu aldar að tengsl milli D-vítamínskorts og beinkramar urðu ljós. Beinkröm veldur því að bein og tennur mýkjast. Jafnvel þó að einstaklingur fái nægt kalk úr fæðunni gerir D-vítamínskortur það að verkum að magn kalks og fosfats í blóðinu er ekki í jafnvægi. Afleiðingar þess geta verið þær að magn steinefna í beinvef minnkar, beinstyrkur minnkar og aukin hætta er á beinbrotum. Einkenni beinkramar eru meðal annars beygðir fætur, beinverkir, tannskemmdir, tíð beinbrot og aflögun á höfuðkúpunni. Vegna þess að beinkröm er tiltölulega fátíð í þróuðum löndum væri auðvelt að ætla að D-vítamínskortur heyrði fortíðinni til. Sú er hins vegar ekki raunin. Nýjar rannsóknir hafa leitt í ljós önnur og lúmskari einkenni D-vítamínskorts. Marga sjúkdóma, sem við fyrstu sýn virðast lítið eiga skylt við nokkuð svo augljóst sem beinkröm, má rekja til D-vítamínskorts. Hvað er D-vítamín? D-vítamín er fituleysanlegt vítamín sem líkami okkar fær á tvo vegu, með D-vítamínríkri fæðu eða fæðubótarefnum og með sólarljósi. Hugtakið D-vítamín nær yfir margar gerðir af vítamíninu. Tvær megingerðir þess eru D2 sem við fáum úr fæðu og D3 sem húðin framleiðir þegar hún kemst í tæri við sólarljós. Megintilgangur D-vítamíns í líkamanum er að stýra magni kalks í blóðinu.Sólskinsvítamínið? Það er frekar erfitt að fá nægilegt D-vítamín eingöngu úr fæðu. Mest af vítamíninu er að finna í feitum fiski, á borð við túnfisk, makríl og lax. Einnig má finna mikið af D-vítamíni í sumum sveppategundum. Jafnvel þó að húðin framleiði hluta af því D-vítamíni sem við þurfum, dugar sólarljós heldur ekki alltaf til þess að uppfylla daglega D-vítamínþörf okkar. Þættir eins og úr hvaða átt sólin skín, árstími, ský, mengunarstig og notkun sólarvarnar geta dregið úr náttúrulegri framleiðslu húðarinnar á D-vítamíni.Einkenni D-vítamínskorts Sumir sem þjáist af D-vítamínskorti finna ekki fyrir neinum einkennum. Aðrir finna fyrir einkennum eins og svefntruflunum, vöðvakrömpum, almennri þreytu, sársauka í liðum, sársauka eða máttleysi í vöðvum, eiga erfitt með að einbeita sér, höfuðverkjum, hægðatregðu eða niðurgangi og þvagfæratruflunum. Hér að neðan eru níu aðrir alvarlegir sjúkdómar sem geta tengst D-vítamínskorti: 1. Astmi 1.200 IU af D-vítamíni daglega geta dregið úr tíðni astmakasta og dregið úr alvarleika þeirra. 2. Þunglyndi D-vítamínskortur hefur verið tengdur við þunglyndi og aðra geðræna kvilla. Sýnt hefur verið fram á að ef kona fær nægt D-vítamín á meðgöngu dregur úr líkum á því að barnið þrói með sér geðræna kvilla á lífsleiðinni. 3. Hjartveiki Hjartasjúkdómar eru algengari í fólki með D-vítamínskort. 4. Hár blóðþrýstingur Hár blóðþrýstingur hefur verið tengdur við skort á kalki, magnesíum, kalíum og D-vítamíni. 5. Liðagigt Rannsóknir hafa sýnt fram á að D-vítamín getur sefað sársaukann og stirðleikann sem tengdur er gigtarsjúkdómum. 6. MS (Multiple Sclerosis) Rannsóknir hafa sýnt að búseta skiptir máli þegar kemur að líkum þess að fá MS. Því minna sólarljós sem þú færð, því líklegri ertu til að fá sjúkdóminn. Þetta gefur til kynna sterka tengingu á milli MS og D-vítamíns. 7. Krabbamein Margar tegundir krabbameins hafa verið tengdar við D-vítamínskort, til dæmis brjóstakrabbamein, blöðruhálskrabbamein og ristilkrabbamein. 8. Tannholdssjúkdómar Tannholdsbólgur og aðrir tannholdssjúkdómar geta verið sársaukafullir, valdið blæðingu úr tannholdi og tennur geta losnað. D-vítamín hjálpar til að við að jafna út bakteríuflóruna í munninum. 9. Sykursýki Í grein frá Worlds Healthiest Foods er ójafnvægi í blóðsykri flokkað sem einkenni D-vítamínskorts.
Heilsa Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira