Raggi Bjarna er ekki að hætta áttræður Ásgeir Erlendsson skrifar 22. september 2014 10:49 „Það var kona sem sagðist muna eftir mér í afmæli árið 1947. Þá var ég að spila á trommur þannig að ég byrjaði ferilinn 13 ára,“ segir Ragnar Bjarnason, en hann fagnar áttræðisafmæli sínu í dag. Ragnar ætlar að syngja á meðan heilsan leyfir enda líður honum best í kringum tónlist.„Ég held að Raggi sé einn mesti gleðigjafi sem þjóðin hefur eignast,“ segir Magnús Ólafsson.Tónlistarhæfileikana fékk hann í vöggugjöf því foreldrar hans voru hljómlistarfólkið Bjarni Böðvarsson og Lára Magnúsdóttir. Tvítugur var Raggi búinn að syngja inn á sína fyrstu plötu og skömmu síðar lék hann með KK sextettinum, Hljómsveit Svavars Gests og var í rúm tuttugu ár með sína eigin sveit, Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar, á Hótel Sögu. Eitt mesta ævintýrið á ferlinum segir Raggi hafa verið stofnun Sumargleðinnar sem ferðaðist um landið að sumri í fimmtán ár. „Það var bara allt brjálað í kringum þetta. Söngur, gleði og grín.“ Árið 1960 kom út lagið Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig sem landsmenn þekkja flestir. Til að byrja með varð Raggi að syngja það á hálftímafresti til að fá frið á böllum.„Hann er léttur og skemmtilegur. Mátulega kærulaus en samt algjör fagmaður,“ segir Jón Ólafsson um Ragga Bjarna.„Það eru 54 ár síðan ég söng þetta inn í Kaupmannahöfn. Ég vissi alltaf að þetta yrði vinsælt.“ Ragnar hélt upp á afmælið um helgina með tvennum tónleikum í Eldborgarsal Hörpu en um næstu helgi ferðast hann til Akureyrar þar sem tónleikarnir verða settir upp í Hofi. Að auki kom út sextíu laga safnplata með hans helstu perlum. Platan heitir einfaldlega, Raggi Bjarna 80 ára. Eitt lagið sker sig úr af lögunum sextíu á disknum en það er lagið Barn sem Ragnar samdi sjálfur.„Það eru ekki margir sem þekkja týpuna. Hún er allt frá því að vera þessi kæruleysislegi og lífsglaði lífskúnstner og í það að vera mjög vandaður listamaður, þvert ofan í það sem hann lætur upp,“ segir Ómar Ragnarsson um Ragnar.„Svavar Gests kom og sagði Raggi, þú verður að semja lag. Ég sagði við hann, ertu vitlaus maður ég hef aldrei samið lag. Það passar, sagði Svavar. „Þú ert alveg mátulega vitlaus til að gera það"." Aðspurður segist Ragnar ekki tilbúinn til að hætta í tónlist. „Þetta er nú sú spurning sem er búin að vera gutla í kringum mig í rúm 20 ár. Ég svara henni ekki neitt. Ég get ekki sagt það. Ég spurði konuna hvort ég ætti ekki að hætta eftir áttræðisafmælið. Hún sagði, ertu vitlaus maður, þú verður brjálaður. Hún veit hvernig mér líður best og það er í tónlistinni. Ég er ekki tilbúinn ennþá.“ Nánar verður rætt við Ragnar Bjarnason í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld klukkan 18.55 í opinni dagskrá. Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
„Það var kona sem sagðist muna eftir mér í afmæli árið 1947. Þá var ég að spila á trommur þannig að ég byrjaði ferilinn 13 ára,“ segir Ragnar Bjarnason, en hann fagnar áttræðisafmæli sínu í dag. Ragnar ætlar að syngja á meðan heilsan leyfir enda líður honum best í kringum tónlist.„Ég held að Raggi sé einn mesti gleðigjafi sem þjóðin hefur eignast,“ segir Magnús Ólafsson.Tónlistarhæfileikana fékk hann í vöggugjöf því foreldrar hans voru hljómlistarfólkið Bjarni Böðvarsson og Lára Magnúsdóttir. Tvítugur var Raggi búinn að syngja inn á sína fyrstu plötu og skömmu síðar lék hann með KK sextettinum, Hljómsveit Svavars Gests og var í rúm tuttugu ár með sína eigin sveit, Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar, á Hótel Sögu. Eitt mesta ævintýrið á ferlinum segir Raggi hafa verið stofnun Sumargleðinnar sem ferðaðist um landið að sumri í fimmtán ár. „Það var bara allt brjálað í kringum þetta. Söngur, gleði og grín.“ Árið 1960 kom út lagið Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig sem landsmenn þekkja flestir. Til að byrja með varð Raggi að syngja það á hálftímafresti til að fá frið á böllum.„Hann er léttur og skemmtilegur. Mátulega kærulaus en samt algjör fagmaður,“ segir Jón Ólafsson um Ragga Bjarna.„Það eru 54 ár síðan ég söng þetta inn í Kaupmannahöfn. Ég vissi alltaf að þetta yrði vinsælt.“ Ragnar hélt upp á afmælið um helgina með tvennum tónleikum í Eldborgarsal Hörpu en um næstu helgi ferðast hann til Akureyrar þar sem tónleikarnir verða settir upp í Hofi. Að auki kom út sextíu laga safnplata með hans helstu perlum. Platan heitir einfaldlega, Raggi Bjarna 80 ára. Eitt lagið sker sig úr af lögunum sextíu á disknum en það er lagið Barn sem Ragnar samdi sjálfur.„Það eru ekki margir sem þekkja týpuna. Hún er allt frá því að vera þessi kæruleysislegi og lífsglaði lífskúnstner og í það að vera mjög vandaður listamaður, þvert ofan í það sem hann lætur upp,“ segir Ómar Ragnarsson um Ragnar.„Svavar Gests kom og sagði Raggi, þú verður að semja lag. Ég sagði við hann, ertu vitlaus maður ég hef aldrei samið lag. Það passar, sagði Svavar. „Þú ert alveg mátulega vitlaus til að gera það"." Aðspurður segist Ragnar ekki tilbúinn til að hætta í tónlist. „Þetta er nú sú spurning sem er búin að vera gutla í kringum mig í rúm 20 ár. Ég svara henni ekki neitt. Ég get ekki sagt það. Ég spurði konuna hvort ég ætti ekki að hætta eftir áttræðisafmælið. Hún sagði, ertu vitlaus maður, þú verður brjálaður. Hún veit hvernig mér líður best og það er í tónlistinni. Ég er ekki tilbúinn ennþá.“ Nánar verður rætt við Ragnar Bjarnason í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld klukkan 18.55 í opinni dagskrá.
Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira