Vinsælasti tannlæknaneminn í Búlgaríu Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 22. september 2014 09:30 Vígaleg í læknagallanum. Fyrirsætan og tannlæknaneminn Anna Þóra finnur sig svo sannarlega í tannlæknanáminu. Vísir/Einkasafn „Ég elska námið mitt,“ segir Anna Þóra Alfreðsdóttir, nemi í tannlækningum og fyrirsæta. „Ég veit að ég er á hárréttri hillu í lífinu. Svo er þetta líka fjölbreytt og gefandi starf,“ segir Anna. Hún segir módelstörfin og tannlæknanámið fara ágætlega saman en þó hún láti námið ganga fyrir þá situr hún fyrir þegar hún getur. „Það er líka svo skemmtilegt, ég hef alltaf haft ánægju af því að vinna á setti. Það er einnig fjölbreytt og maður kynnist góðu og skemmtilegu fólki í þessum bransa“ segir Anna, en margir muna eftir henni sem stelpunni sem lék í myndbandinu hjá bresku sveitinni Hurts. Hún og aðalsöngvari sveitarinnar, Theo, halda enn góðu sambandi. „Já, við dóum næstum því við tökur á fyrra myndbandinu þegar stór alda kom yfir okkur, hnéskelin mín hoppaði úr stað og brotnaði og eina ástæðan fyrir að ég sogaðist ekki út með straumnum var því hann ríghélt í höndina á mér. Þetta var sem betur fer síðasta skotið og ég man, í hálfgerðri móðu, eftir þegar verið var að bera mig í sjúkrabílinn að hafa verið mjög harðorð við leikstjórann um að það væri eins gott fyrir hann að nota þetta skot því annars yrði ég brjáluð,“ segir Anna og hlær. „Upp frá þessu urðum við góðir vinir og hann kemur oft til Íslands.“ Það kom Önnu skemmtilega á óvart um daginn að finna Facebook-síðu tileinkaða henni, stofnaða af hópi búlgarskra stúlkna. „Það eru einhver hundrað manns búin að líka við síðuna, mér finnst þetta mjög fyndið og við vinirnir höfum flissað mikið yfir þessu.“ Tengdar fréttir Öfunduð af því að vera nálægt söngvara Hurts Anna Þóra Alfreðsdóttir, fyrirsæta hjá Eskimo, leikur í nýju myndbandi hinnar vinsælu hljómsveitar Hurts. Anna Þóra flaug til London á föstudag og dvaldi í borginni þar til í gær. Þetta er í annað sinn sem Anna Þóra leikur í myndbandi Hurts en hún fór einnig með aðalhlutverkið í myndbandi lagsins Stay ásamt söngvaranum Theo Hutchcraft. 22. nóvember 2010 16:00 Ástin er bara í myndböndunum Anna Þóra Alfreðsdóttir, fyrirsæta hjá Eskimo, lék nýverið í tónlistarmyndbandi við nýtt jólalag hinnar vinsælu hljómsveitar Hurts. Þetta er í annað sinn sem Anna Þóra leikur í myndbandi með hljómsveitinni en í bæði skiptin leikur hún stúlkuna sem söngvari hljómsveitarinnar, Theo Hutchcraft, er hugfanginn af. 6. desember 2010 10:00 Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Fleiri fréttir Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Sjá meira
„Ég elska námið mitt,“ segir Anna Þóra Alfreðsdóttir, nemi í tannlækningum og fyrirsæta. „Ég veit að ég er á hárréttri hillu í lífinu. Svo er þetta líka fjölbreytt og gefandi starf,“ segir Anna. Hún segir módelstörfin og tannlæknanámið fara ágætlega saman en þó hún láti námið ganga fyrir þá situr hún fyrir þegar hún getur. „Það er líka svo skemmtilegt, ég hef alltaf haft ánægju af því að vinna á setti. Það er einnig fjölbreytt og maður kynnist góðu og skemmtilegu fólki í þessum bransa“ segir Anna, en margir muna eftir henni sem stelpunni sem lék í myndbandinu hjá bresku sveitinni Hurts. Hún og aðalsöngvari sveitarinnar, Theo, halda enn góðu sambandi. „Já, við dóum næstum því við tökur á fyrra myndbandinu þegar stór alda kom yfir okkur, hnéskelin mín hoppaði úr stað og brotnaði og eina ástæðan fyrir að ég sogaðist ekki út með straumnum var því hann ríghélt í höndina á mér. Þetta var sem betur fer síðasta skotið og ég man, í hálfgerðri móðu, eftir þegar verið var að bera mig í sjúkrabílinn að hafa verið mjög harðorð við leikstjórann um að það væri eins gott fyrir hann að nota þetta skot því annars yrði ég brjáluð,“ segir Anna og hlær. „Upp frá þessu urðum við góðir vinir og hann kemur oft til Íslands.“ Það kom Önnu skemmtilega á óvart um daginn að finna Facebook-síðu tileinkaða henni, stofnaða af hópi búlgarskra stúlkna. „Það eru einhver hundrað manns búin að líka við síðuna, mér finnst þetta mjög fyndið og við vinirnir höfum flissað mikið yfir þessu.“
Tengdar fréttir Öfunduð af því að vera nálægt söngvara Hurts Anna Þóra Alfreðsdóttir, fyrirsæta hjá Eskimo, leikur í nýju myndbandi hinnar vinsælu hljómsveitar Hurts. Anna Þóra flaug til London á föstudag og dvaldi í borginni þar til í gær. Þetta er í annað sinn sem Anna Þóra leikur í myndbandi Hurts en hún fór einnig með aðalhlutverkið í myndbandi lagsins Stay ásamt söngvaranum Theo Hutchcraft. 22. nóvember 2010 16:00 Ástin er bara í myndböndunum Anna Þóra Alfreðsdóttir, fyrirsæta hjá Eskimo, lék nýverið í tónlistarmyndbandi við nýtt jólalag hinnar vinsælu hljómsveitar Hurts. Þetta er í annað sinn sem Anna Þóra leikur í myndbandi með hljómsveitinni en í bæði skiptin leikur hún stúlkuna sem söngvari hljómsveitarinnar, Theo Hutchcraft, er hugfanginn af. 6. desember 2010 10:00 Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Fleiri fréttir Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Sjá meira
Öfunduð af því að vera nálægt söngvara Hurts Anna Þóra Alfreðsdóttir, fyrirsæta hjá Eskimo, leikur í nýju myndbandi hinnar vinsælu hljómsveitar Hurts. Anna Þóra flaug til London á föstudag og dvaldi í borginni þar til í gær. Þetta er í annað sinn sem Anna Þóra leikur í myndbandi Hurts en hún fór einnig með aðalhlutverkið í myndbandi lagsins Stay ásamt söngvaranum Theo Hutchcraft. 22. nóvember 2010 16:00
Ástin er bara í myndböndunum Anna Þóra Alfreðsdóttir, fyrirsæta hjá Eskimo, lék nýverið í tónlistarmyndbandi við nýtt jólalag hinnar vinsælu hljómsveitar Hurts. Þetta er í annað sinn sem Anna Þóra leikur í myndbandi með hljómsveitinni en í bæði skiptin leikur hún stúlkuna sem söngvari hljómsveitarinnar, Theo Hutchcraft, er hugfanginn af. 6. desember 2010 10:00