Titrandi smáblóm sem deyr Frosti Logason skrifar 25. september 2014 07:00 Myndir þú vilja að íslensk króna yrði lögð niður og nothæfur gjaldmiðill tekinn upp? Hefðir þú áhuga á að sjá launataxta flestra starfsstétta hækka þannig að vinnandi fólk gæti loksins lifað mannsæmandi lífi? Telur þú nauðsynlegt að elli- og örorkulífeyrir nægi til að framfleyta aldraðri móður þinni eða föður? Viltu þú kannski líka að verðtrygging lána verði aflögð og að fólki verði gert mögulegt að hefja sína eigin útgerð þannig að það geti byggt upp fyrirtæki í sjávarútvegi með dugnaði sínum? Mundi styttri vinnuvika, fyrir hærri laun, þar sem fæstir þyrftu að vinna yfirvinnu vera eitthvað sem heillar þig? Er meiri tími fyrir fjölskyldu og frístundir eitthvað sem skiptir þig máli? Þarft þú endilega að fá námslán á þannig kjörum að þér endist ævin til þess að greiða þau til baka eins og gerist í nágrannalöndum okkar? Að hluti námslána yrði styrkur og lánshlutinn bæri lága óverðtryggða vexti sem væru frádráttabærir frá skatti? Getur þú ekki sætt þig við það eignamyndun í fasteigninni þinni sé engin þrátt fyrir það að þú borgir eins og hamstur sem hamast í hjóli en kemst aldrei neitt áfram? Viltu virkilega sjá afborganir af lánunum þínum lækka við hverja afborgun eins og gerist alls staðar í kringum okkur þó slíkum munaði sé ekki til að dreifa hér? Getur þú ekki sætt þig við að kaup á húsnæði sé áhættufjárfesting sem mjög líklega muni keyra þig í gjaldþrot eða fjörutíu ára skuldafangelsi þar sem þú nærð með herkjum að borga áttfalt verð miðað við sambærilega fasteign í nágrannalöndunum? Nú eru einhverjir bjartsýnishottintottar sem segja að við gætum fengið þetta allt ef við bara sameinuðum Ísland Noregi á ný og stöðvuðum þannig þá sóun og óhagkvæmni sem fylgir alltof smáu efnahagssvæði, veikri mynt og stóru ríkisvaldi. Ég segi nei takk. Ég vil frekar lifa í skuldafangelsi og bjóða börnum mínum að lepja dauðann úr skel. Ég fórna ekki sjálfstæði mínu og þjóðsöngnum um smáblómið titrandi. Sagði enginn, aldrei. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ævar Rafn Hafþórsson Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson Skoðun Börnum fórnað fyrir bætt kjör Guðný Hrafnkelsdóttir Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun
Myndir þú vilja að íslensk króna yrði lögð niður og nothæfur gjaldmiðill tekinn upp? Hefðir þú áhuga á að sjá launataxta flestra starfsstétta hækka þannig að vinnandi fólk gæti loksins lifað mannsæmandi lífi? Telur þú nauðsynlegt að elli- og örorkulífeyrir nægi til að framfleyta aldraðri móður þinni eða föður? Viltu þú kannski líka að verðtrygging lána verði aflögð og að fólki verði gert mögulegt að hefja sína eigin útgerð þannig að það geti byggt upp fyrirtæki í sjávarútvegi með dugnaði sínum? Mundi styttri vinnuvika, fyrir hærri laun, þar sem fæstir þyrftu að vinna yfirvinnu vera eitthvað sem heillar þig? Er meiri tími fyrir fjölskyldu og frístundir eitthvað sem skiptir þig máli? Þarft þú endilega að fá námslán á þannig kjörum að þér endist ævin til þess að greiða þau til baka eins og gerist í nágrannalöndum okkar? Að hluti námslána yrði styrkur og lánshlutinn bæri lága óverðtryggða vexti sem væru frádráttabærir frá skatti? Getur þú ekki sætt þig við það eignamyndun í fasteigninni þinni sé engin þrátt fyrir það að þú borgir eins og hamstur sem hamast í hjóli en kemst aldrei neitt áfram? Viltu virkilega sjá afborganir af lánunum þínum lækka við hverja afborgun eins og gerist alls staðar í kringum okkur þó slíkum munaði sé ekki til að dreifa hér? Getur þú ekki sætt þig við að kaup á húsnæði sé áhættufjárfesting sem mjög líklega muni keyra þig í gjaldþrot eða fjörutíu ára skuldafangelsi þar sem þú nærð með herkjum að borga áttfalt verð miðað við sambærilega fasteign í nágrannalöndunum? Nú eru einhverjir bjartsýnishottintottar sem segja að við gætum fengið þetta allt ef við bara sameinuðum Ísland Noregi á ný og stöðvuðum þannig þá sóun og óhagkvæmni sem fylgir alltof smáu efnahagssvæði, veikri mynt og stóru ríkisvaldi. Ég segi nei takk. Ég vil frekar lifa í skuldafangelsi og bjóða börnum mínum að lepja dauðann úr skel. Ég fórna ekki sjálfstæði mínu og þjóðsöngnum um smáblómið titrandi. Sagði enginn, aldrei.
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun