Kjúklingavængir í sunnudagskaffinu 27. september 2014 12:00 Róbert Örn Óskarsson Róbert stendur á milli stanganna í marki FH í stórleiknum gegn Val á sunnudaginn. Valli Það sem ber hæst þessa helgina hjá Róberti Erni Óskarssyni, markverði FH, er stórleikur Hafnarfjarðarliðsins gegn Val á sunnudag. Hann hvetur fólk til að tryggja sér miða í forsölu „þar sem miðarnir eiga víst bara eftir að hækka og hækka.“Á hvers konar bíómyndir horfir þú? Ég er eins og Billy Walsh. Ég horfi á allar bíómyndir.Með hverjum? Öllum. Nema óvinum mínum auðvitað.Uppáhaldsmyndin? Godfather I og II.Ætlarðu að fara á einhverja mynd á RIFF? Ég ætla að reyna að ná sem flestum. Ég verð hins vegar að sjá Light Fly, Fly High eftir Hofseth og Østigaard. Ég er mikill áhugamaður um hnefaleika.Hefurðu farið einn í bíó? Nei. Er of meðvitaður um sjálfan mig.Hver er óskamorgunmaturinn um helgar? Auðvelt. Amerískar pönnukökur og beikon.Hver er yfirleitt helgarmorgunmaturinn? Kaffi.Sefur þú út um helgar? Ég er á æfingum klukkan hálf ellefu á laugardögum þannig að ég sef ekki lengi þá. En ég bæti mér það alltaf upp á sunnudögum.Vakir þú fram eftir? Já.Færðu þér eitthvað í gogginn á kvöldin? Að sjálfsögðu. Nachos og eitthvað svaðalegt dip. Uuusss!Ertu með nammidag? Hvaða nammi færðu þér? Engan sérstakan nammidag. Það er hræðileg hugmynd. Ég er nautnaseggur.Hvað er í sunnudagskaffinu? Ég er meiri matmaður en sælkeri eins og allir mennirnir í fjölskyldunni. Þannig að kjúklingavængir eru mjög líklegir.Hvað er annars að frétta? Það er helst að frétta að epíkin Grafir og bein eftir Anton Inga Sigurðsson verður frumsýnd 31. okt. nk. Mynd sem á eftir að vinna hug og hjörtu gagnrýnenda og raska svefni hörðustu manna. Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Það sem ber hæst þessa helgina hjá Róberti Erni Óskarssyni, markverði FH, er stórleikur Hafnarfjarðarliðsins gegn Val á sunnudag. Hann hvetur fólk til að tryggja sér miða í forsölu „þar sem miðarnir eiga víst bara eftir að hækka og hækka.“Á hvers konar bíómyndir horfir þú? Ég er eins og Billy Walsh. Ég horfi á allar bíómyndir.Með hverjum? Öllum. Nema óvinum mínum auðvitað.Uppáhaldsmyndin? Godfather I og II.Ætlarðu að fara á einhverja mynd á RIFF? Ég ætla að reyna að ná sem flestum. Ég verð hins vegar að sjá Light Fly, Fly High eftir Hofseth og Østigaard. Ég er mikill áhugamaður um hnefaleika.Hefurðu farið einn í bíó? Nei. Er of meðvitaður um sjálfan mig.Hver er óskamorgunmaturinn um helgar? Auðvelt. Amerískar pönnukökur og beikon.Hver er yfirleitt helgarmorgunmaturinn? Kaffi.Sefur þú út um helgar? Ég er á æfingum klukkan hálf ellefu á laugardögum þannig að ég sef ekki lengi þá. En ég bæti mér það alltaf upp á sunnudögum.Vakir þú fram eftir? Já.Færðu þér eitthvað í gogginn á kvöldin? Að sjálfsögðu. Nachos og eitthvað svaðalegt dip. Uuusss!Ertu með nammidag? Hvaða nammi færðu þér? Engan sérstakan nammidag. Það er hræðileg hugmynd. Ég er nautnaseggur.Hvað er í sunnudagskaffinu? Ég er meiri matmaður en sælkeri eins og allir mennirnir í fjölskyldunni. Þannig að kjúklingavængir eru mjög líklegir.Hvað er annars að frétta? Það er helst að frétta að epíkin Grafir og bein eftir Anton Inga Sigurðsson verður frumsýnd 31. okt. nk. Mynd sem á eftir að vinna hug og hjörtu gagnrýnenda og raska svefni hörðustu manna.
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira