Hert Herra Björnsson af heilli heimsstyrjöld Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 30. september 2014 11:15 "Guðrún hefur lengi verið ein okkar allra besta leikkona og ekki kæmi mér á óvart að þetta verkefni hafi verið valið að teknu tilliti til hennar.“ Mynd: Eddi Leiklist: Konan við 1000° Þjóðleikhúsið Höfundur: Hallgrímur Helgason Leikarar: Baldur Trausti Hreinsson, Edda Arnljótsdóttir, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Elma Stefanía Ágústsdóttir, Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Pálmi Gestsson, Snorri Engilbertsson Leikstjórn: Una Þorleifsdóttir Tónlist: Tryggvi M. Baldvinsson Hljóðmynd: Einar Sv. Tryggvason, Kristinn Gauti Einarsson, Tryggvi M. Baldvinsson Leikmynd: Eva Signý Berger Búningar: Agnieszka Baranowska Lýsing: Magnús Arnar Sigurðarson Leikgerð: Hallgrímur Helgason, Símon Birgisson, Una Þorleifsdóttir Una Þorleifsdóttir stimplar sig rækilega inn sem leikstjóri með sýningunni Konan við 1000°; mögnuð sýning, leikhús með stóru L-i og þar leggst allt á eitt. Best að byrja bara á því að benda leikhúsunnendum á að láta þessa sýningu ekki fram hjá sér fara. Verkið byggir á samnefndri skáldsögu Hallgríms Helgasonar, mikilli bók þar sem sögusviðið er Ísland og svo Evrópa á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Og til dagsins í dag. Ég hafði áhyggjur af því að erfitt gæti reynst að gera hinum breiða vettvangi skil á Litla sviði Þjóðleikhússins en ég hef aldrei séð það svið nýtt eins vel og hugvitsamlega og nú. Leikmyndin er snjöll, rýmið gernýtt á tveimur hæðum og lýsingin gerir sitt til að ramma af mismunandi senur – stað og stund. Tónlistin og hljóðmynd gera svo sitt til að auka á áhrifin… í raun þarf ekki að þylja upp þá þætti sem renna saman í eina heild: Þjóðleikhúsið býr yfir sérdeilis frábæru sviðslistafólki og virðist ekki á flæðiskeri statt.Kjaftfor og grjóthörð Ekki er veikur hlekkur í leikarahópnum en þar fara fremstar meðal jafningja þær Guðrún Gísladóttir og Elma Stefanía Ágústsdóttir. Þær fara með hlutverk aðalpersónunnar, og fara báðar á kostum. Guðrún hefur lengi verið ein okkar allra besta leikkona og ekki kæmi mér á óvart að þetta verkefni hafi verið valið að teknu tilliti til hennar. Hún er sem teiknuð í hlutverkið: Kjaftfor og grjóthörð íslensk kerling sem sannarlega hefur lifað tímana tvenna. Á móti henni leikur svo Elma Stefanía, hún er Herra þegar litið er til fortíðar og gefur Guðrúnu ekkert eftir. Sem segir heldur betur sína sögu. Hún fór með sitt af furðanlega miklu áreynsluleysi sé tekið tillit til þess hversu ung leikkona Elma er. Ástæðulaust er að tiltaka einhverja fleiri sérstaklega úr leikhópnum, allir fara vel með sitt; sannkallað stórskotalið.Bókin flækist fyrir En, svo maður tempri sig aðeins í lofrullunni og reyni að rýna til gagns: Eitt einkenni íslensks leikhúss eru sýningar sem byggja á leikgerðum sem unnar eru upp úr skáldverkum. Ein fyrsta sýning Þjóðleikhússins um miðja síðustu öld var leikgerð upp úr Íslandsklukku Halldórs Laxness. Hér er ekkert rými til að steypa sér í þá umræðu en það liggur fyrir að skáldsögur eru misjafnlega vel til þess fallnar að vinna upp úr þeim leikrit. Og, eins og Barthes segir; höfundur hefur ekkert meira um verk sín að segja og hver annar lesandi. Það er ekkert endilega gefið að besti maðurinn til að vinna leikgerð upp úr Konunni við 1000° sé Hallgrímur Helgason. Þetta er besta bók Hallgríms, og það flæktist hreinlega fyrir mér sem áhorfanda að hafa lesið bókina. Förunautur minn á sýninguna hafði hins vegar ekki lesið bókina og heillaðist meira af sýningunni en ég. Hún var reyndar algerlega heilluð. Líkast til af þessum ástæðum; hún var ekki stöðugt að bera þetta saman. Og auðvitað má segja að leiksýningin eigi að standa eða falla sem sjálfstætt verk en það er óhjákvæmilegt að líta til bókarinnar þegar svona er í pottinn búið.Jafnvægið ekki nægjanlega gott Bókin er löng og mikil og vitaskuld þarf að velja og hafna. Í leikgerðinni eru einkum dregnir fram drungalegri þættir verksins og voðalegir sem þá eiga að hafa hert Herru Björnsson og gert hana að þessari fremur snakillu manneskju sem hún er. Og þar er baksviðið hvorki meira né minna en heil heimsstyrjöld. Þetta er á kostnað kómískari þátta bókarinnar, þeir verða út undan; stórkostlegar lýsingar á heimóttarskap Íslendinga sem hagnast á stríðinu alveg óvart. Vissulega er rík kómík í hryssingslegum tilsvörum og afstöðu Herru, og þar nýtur stíll höfundar sín til hins ítrasta, og tragíkómískur þáttur Magnúsar sonar Herru er þakklátur en mér persónulega finnst vanta meira af slíku til að jafnvægi ríki; þetta er svo mikilvæg forsenda æðruleysis aðalpersónunnar. Eins og Beckett segir þá er húmorinn hálmstrá mannskepnunnar í tilgangslausum heimi en absúrdismi Becketts og fleiri höfunda spratt einmitt upp í kjölfar þeirrar geggjunar sem heimsstyrjöldin var. Sú persóna sem gengið hefur í gegnum aðrar eins hörmungar og Herra, og þar er ekki eitt heldur allt, ætti samkvæmt því að vera flak frekar en sá herti steinbítur sem hún er. En, þessi yfirsjón hlýtur að skrifast á dramtúrgíuna. Niðurstaða: Sýningin er sigur fyrir Unu leikstjóra, sviðslistamenn Þjóðleikhússins og leikkonurnar Guðrúnu og Elmu. Of áköf dramatúrgía skekkir hins vegar það að myndin af Herru sé heil. Gagnrýni Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Leiklist: Konan við 1000° Þjóðleikhúsið Höfundur: Hallgrímur Helgason Leikarar: Baldur Trausti Hreinsson, Edda Arnljótsdóttir, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Elma Stefanía Ágústsdóttir, Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Pálmi Gestsson, Snorri Engilbertsson Leikstjórn: Una Þorleifsdóttir Tónlist: Tryggvi M. Baldvinsson Hljóðmynd: Einar Sv. Tryggvason, Kristinn Gauti Einarsson, Tryggvi M. Baldvinsson Leikmynd: Eva Signý Berger Búningar: Agnieszka Baranowska Lýsing: Magnús Arnar Sigurðarson Leikgerð: Hallgrímur Helgason, Símon Birgisson, Una Þorleifsdóttir Una Þorleifsdóttir stimplar sig rækilega inn sem leikstjóri með sýningunni Konan við 1000°; mögnuð sýning, leikhús með stóru L-i og þar leggst allt á eitt. Best að byrja bara á því að benda leikhúsunnendum á að láta þessa sýningu ekki fram hjá sér fara. Verkið byggir á samnefndri skáldsögu Hallgríms Helgasonar, mikilli bók þar sem sögusviðið er Ísland og svo Evrópa á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Og til dagsins í dag. Ég hafði áhyggjur af því að erfitt gæti reynst að gera hinum breiða vettvangi skil á Litla sviði Þjóðleikhússins en ég hef aldrei séð það svið nýtt eins vel og hugvitsamlega og nú. Leikmyndin er snjöll, rýmið gernýtt á tveimur hæðum og lýsingin gerir sitt til að ramma af mismunandi senur – stað og stund. Tónlistin og hljóðmynd gera svo sitt til að auka á áhrifin… í raun þarf ekki að þylja upp þá þætti sem renna saman í eina heild: Þjóðleikhúsið býr yfir sérdeilis frábæru sviðslistafólki og virðist ekki á flæðiskeri statt.Kjaftfor og grjóthörð Ekki er veikur hlekkur í leikarahópnum en þar fara fremstar meðal jafningja þær Guðrún Gísladóttir og Elma Stefanía Ágústsdóttir. Þær fara með hlutverk aðalpersónunnar, og fara báðar á kostum. Guðrún hefur lengi verið ein okkar allra besta leikkona og ekki kæmi mér á óvart að þetta verkefni hafi verið valið að teknu tilliti til hennar. Hún er sem teiknuð í hlutverkið: Kjaftfor og grjóthörð íslensk kerling sem sannarlega hefur lifað tímana tvenna. Á móti henni leikur svo Elma Stefanía, hún er Herra þegar litið er til fortíðar og gefur Guðrúnu ekkert eftir. Sem segir heldur betur sína sögu. Hún fór með sitt af furðanlega miklu áreynsluleysi sé tekið tillit til þess hversu ung leikkona Elma er. Ástæðulaust er að tiltaka einhverja fleiri sérstaklega úr leikhópnum, allir fara vel með sitt; sannkallað stórskotalið.Bókin flækist fyrir En, svo maður tempri sig aðeins í lofrullunni og reyni að rýna til gagns: Eitt einkenni íslensks leikhúss eru sýningar sem byggja á leikgerðum sem unnar eru upp úr skáldverkum. Ein fyrsta sýning Þjóðleikhússins um miðja síðustu öld var leikgerð upp úr Íslandsklukku Halldórs Laxness. Hér er ekkert rými til að steypa sér í þá umræðu en það liggur fyrir að skáldsögur eru misjafnlega vel til þess fallnar að vinna upp úr þeim leikrit. Og, eins og Barthes segir; höfundur hefur ekkert meira um verk sín að segja og hver annar lesandi. Það er ekkert endilega gefið að besti maðurinn til að vinna leikgerð upp úr Konunni við 1000° sé Hallgrímur Helgason. Þetta er besta bók Hallgríms, og það flæktist hreinlega fyrir mér sem áhorfanda að hafa lesið bókina. Förunautur minn á sýninguna hafði hins vegar ekki lesið bókina og heillaðist meira af sýningunni en ég. Hún var reyndar algerlega heilluð. Líkast til af þessum ástæðum; hún var ekki stöðugt að bera þetta saman. Og auðvitað má segja að leiksýningin eigi að standa eða falla sem sjálfstætt verk en það er óhjákvæmilegt að líta til bókarinnar þegar svona er í pottinn búið.Jafnvægið ekki nægjanlega gott Bókin er löng og mikil og vitaskuld þarf að velja og hafna. Í leikgerðinni eru einkum dregnir fram drungalegri þættir verksins og voðalegir sem þá eiga að hafa hert Herru Björnsson og gert hana að þessari fremur snakillu manneskju sem hún er. Og þar er baksviðið hvorki meira né minna en heil heimsstyrjöld. Þetta er á kostnað kómískari þátta bókarinnar, þeir verða út undan; stórkostlegar lýsingar á heimóttarskap Íslendinga sem hagnast á stríðinu alveg óvart. Vissulega er rík kómík í hryssingslegum tilsvörum og afstöðu Herru, og þar nýtur stíll höfundar sín til hins ítrasta, og tragíkómískur þáttur Magnúsar sonar Herru er þakklátur en mér persónulega finnst vanta meira af slíku til að jafnvægi ríki; þetta er svo mikilvæg forsenda æðruleysis aðalpersónunnar. Eins og Beckett segir þá er húmorinn hálmstrá mannskepnunnar í tilgangslausum heimi en absúrdismi Becketts og fleiri höfunda spratt einmitt upp í kjölfar þeirrar geggjunar sem heimsstyrjöldin var. Sú persóna sem gengið hefur í gegnum aðrar eins hörmungar og Herra, og þar er ekki eitt heldur allt, ætti samkvæmt því að vera flak frekar en sá herti steinbítur sem hún er. En, þessi yfirsjón hlýtur að skrifast á dramtúrgíuna. Niðurstaða: Sýningin er sigur fyrir Unu leikstjóra, sviðslistamenn Þjóðleikhússins og leikkonurnar Guðrúnu og Elmu. Of áköf dramatúrgía skekkir hins vegar það að myndin af Herru sé heil.
Gagnrýni Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira