Er ég ógeðsleg? Sigga Dögg skrifar 4. október 2014 10:00 Mynd/getty Hæhæ. Ég vil fyrst og fremst þakka þér, skrif þín hafa hjálpað mér verulega. Ég er nefnilega búin að vera með strák í hálft ár, elska hann og allt í lagi með það. Ég var alltaf mjög spéhrædd og fannst líkami minn og kynfæri ekkert falleg eða hvað sem það á að vera … Núna veit ég að það eru engir tveir eins, og ég er núna aðeins sáttari með líkama minn. Á smá erfitt út af því að ég veit að hann var með grennri stelpu en held nú að hann hugsi ekki um það þar sem hann verður bara pirraður ef ég tala um hversu feit ég er … En eitt hefur alltaf verið erfitt hjá mér, ég og kærastinn minn stundum gott kynlíf en ég veit ekki af hverju en ég get ekki leyft honum að fara niður á mig … eins og það sé eitthvað verra en að ég fari niður á hann sem mér finnst ekkert mál og bara gaman.. Ég hugsa bara alltaf t.d.: „Hvað ef það er vont bragð?“ „Rakaði ég mig ekki nógu vel?“ „Örugglega ógeðsleg sjón“ ... er ég ein um þetta? Kv. Ein forvitin Sæl mín kæra og bestu þakkir fyrir hólið. Samkvæmt reynslu minni af ungu fólki, sérstaklega konum, þá ert þú fjarri því sú eina sem hugsar svona. Því er einmitt svo mikilvægt að opna umræðuna um píkuna og fjölbreytileika hennar því svona hugsanir bitna á kynlífinu. Það er erfitt að ætla njóta sín í kynlífi ef maður er með neikvæðar hugsanir og glímir við óöryggi. Kynlíf snýst einmitt um að slappa af, vera með í stað og stund og njóta. Það er samt ágætt að þú vitir að það langar ekki alla til að þiggja munnmök né gefa þau. Þau geta hins vegar verið ánægjulegt form kynlífs ef viðkomandi getur slakað á og notið þess. Það sem við hugsum í höfðinu talar niður til kynfæranna og því er mikilvægt að vera með jákvæða sjálfsmynd og hugsa fallega til píkunnar þegar þú stundar kynlíf. Gætir þú sagt kærastanum þínum frá þessu óöryggi svo hann gæti róað þig og hrósað þér? Ég efast um að honum þyki þetta ógeðsleg sjón, heldur einmitt frekar æsandi. Bragð er misjafnt og getur verið háð því hvar þú ert á tíðahringnum. Sumum þykir betra að vera nýbúin að baða sig fyrir munnmök en þú þarft ekki að sápa né skola píkuna sérstaklega. Þá standa hárin ekki vegi fyrir örvun því engin er loðin á sjálfri píkunni heldur vaxa hárin í kringum hana svo ekki ætti það að trufla munnmök. Þetta getur því verið spurning um að skoða píkuna og sættast við hana. Það mun skila sér í betra sambandi við þinn eigin líkama og við ástina þína. Kærar kveðjur, Sigga Dögg Heilsa Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Hæhæ. Ég vil fyrst og fremst þakka þér, skrif þín hafa hjálpað mér verulega. Ég er nefnilega búin að vera með strák í hálft ár, elska hann og allt í lagi með það. Ég var alltaf mjög spéhrædd og fannst líkami minn og kynfæri ekkert falleg eða hvað sem það á að vera … Núna veit ég að það eru engir tveir eins, og ég er núna aðeins sáttari með líkama minn. Á smá erfitt út af því að ég veit að hann var með grennri stelpu en held nú að hann hugsi ekki um það þar sem hann verður bara pirraður ef ég tala um hversu feit ég er … En eitt hefur alltaf verið erfitt hjá mér, ég og kærastinn minn stundum gott kynlíf en ég veit ekki af hverju en ég get ekki leyft honum að fara niður á mig … eins og það sé eitthvað verra en að ég fari niður á hann sem mér finnst ekkert mál og bara gaman.. Ég hugsa bara alltaf t.d.: „Hvað ef það er vont bragð?“ „Rakaði ég mig ekki nógu vel?“ „Örugglega ógeðsleg sjón“ ... er ég ein um þetta? Kv. Ein forvitin Sæl mín kæra og bestu þakkir fyrir hólið. Samkvæmt reynslu minni af ungu fólki, sérstaklega konum, þá ert þú fjarri því sú eina sem hugsar svona. Því er einmitt svo mikilvægt að opna umræðuna um píkuna og fjölbreytileika hennar því svona hugsanir bitna á kynlífinu. Það er erfitt að ætla njóta sín í kynlífi ef maður er með neikvæðar hugsanir og glímir við óöryggi. Kynlíf snýst einmitt um að slappa af, vera með í stað og stund og njóta. Það er samt ágætt að þú vitir að það langar ekki alla til að þiggja munnmök né gefa þau. Þau geta hins vegar verið ánægjulegt form kynlífs ef viðkomandi getur slakað á og notið þess. Það sem við hugsum í höfðinu talar niður til kynfæranna og því er mikilvægt að vera með jákvæða sjálfsmynd og hugsa fallega til píkunnar þegar þú stundar kynlíf. Gætir þú sagt kærastanum þínum frá þessu óöryggi svo hann gæti róað þig og hrósað þér? Ég efast um að honum þyki þetta ógeðsleg sjón, heldur einmitt frekar æsandi. Bragð er misjafnt og getur verið háð því hvar þú ert á tíðahringnum. Sumum þykir betra að vera nýbúin að baða sig fyrir munnmök en þú þarft ekki að sápa né skola píkuna sérstaklega. Þá standa hárin ekki vegi fyrir örvun því engin er loðin á sjálfri píkunni heldur vaxa hárin í kringum hana svo ekki ætti það að trufla munnmök. Þetta getur því verið spurning um að skoða píkuna og sættast við hana. Það mun skila sér í betra sambandi við þinn eigin líkama og við ástina þína. Kærar kveðjur, Sigga Dögg
Heilsa Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira