Évgení Kissin er algjör rokkstjarna Jónas Sen skrifar 4. október 2014 11:30 Évgéní Kissin. „Tæknin var óaðfinnanleg, hröðustu tónahlaup voru glitrandi og flott. Kissin hristi þau fram úr erminni.“ Mynd: Sheila Rock Tónlist: Sinfóníuhljómsveit Íslands Einleikari Évgení Kissin Stjórnandi Vladimir Ashkenazy Verk eftir Brahms og Rakmaninoff tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 2. október Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið byrjuðu ekkert sérstaklega vel. Vladimir Ashkenazy stjórnaði og á dagskránni var þriðja sinfónía Brahms. Þetta var endurtekning frá kvöldinu áður. Kannski voru hljóðfæraleikararnir bara þreyttir. Spilamennskan var óttalega daufleg og það voru nokkrar hroðalegar feilnótur í fyrsta kaflanum. Sem betur fer lagaðist tæknilega hliðin eftir því sem á leið. En túlkunin varð samt aldrei þannig að tónlistin gripi mann, sem var synd því þessi sinfónía eftir Brahms er hrífandi fögur. Flatneskjan skipti þó engu máli, því einleikarinn í hinu verkinu var allt annað en slappur. Það var einn fremsti píanóleikari heims, Évgení Kissin. Hann var í aðalhlutverkinu í öðrum píanókonsert Rakmaninoffs. Tæknin var óaðfinnanleg, hröðustu tónahlaup voru glitrandi og flott. Kissin hristi þau fram úr erminni. Svo var túlkunin sjálf afar sannfærandi. Myrk stemningin sem einkennir þessa tónlist Rakmaninoffs skilaði sér fullkomlega. Allar sönglínurnar voru unaðslega fallega mótaðar. Hljómsveitin spilaði líka prýðilega hér. Heildarhljómurinn var safaríkur og munúðarfullur. Hann var akkúrat eins og Rakmaninoff á að hljóma. Einkennandi fyrir spilamennsku Kissins var hve mikið hann notaði allan líkamann. Hljómurinn í píanóinu var ótrúlega breiður, en samt sterkur. Krafturinn kom frá þyngd alls efri hluta líkamans, það var engin óþarfa vöðvaspenna. Þetta gerði tóninn svo mjúkan og eðlilegan. Rakmaninoff þjáðist af minnimáttarkennd á tímabili, hann var eiginlega hættur að semja eftir slæma útreið sem fyrsta sinfónía hans hlaut. En geðlæknir tók hann í tíma og dáleiddi hann. Það virkaði, afraksturinn var þessi vinsæli píanókonsert sem Rakmaninoff tileinkaði geðlækninum í þakklætisskyni. Óhætt er að segja að konsertinn sé dáleiðandi – hann er svo fagur. Þegar Kissin var búinn að spila æptu tónleikagestir af hrifningu og stukku á fætur. Ég man ekki eftir öðrum eins fagnaðarlátum á nokkrum klassískum tónleikum sem ég hef farið á. Vinsælir rokktónlistarmenn kalla vissulega fram svona viðbrögð, en ekki fólk úr klassíska geiranum. Kissin lék tvö aukalög, etýðu opus 39 nr. 5 eftir Rakmaninoff og vals í As-dúr eftir Brahms. Etýðan eftir Rakmaninoff var stórbrotin og glæsileg, valsinn var heillandi í einfaldleika sínum. Ég verð að segja að þrátt fyrir sinfóníuna eftir Brahms voru tónleikarnir stórkostleg upplifun, þeir voru með þeim bestu sem ég hef farið á þetta árið. Jónas SenNiðurstaða: Þriðja sinfónía Brahms var slöpp, en einleikur Évgenís Kissin í öðrum píanókonsert Rakmaninoffs bætti það upp og vel það. Hann ætti að fá sjö stjörnur í það minnsta. Gagnrýni Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tónlist: Sinfóníuhljómsveit Íslands Einleikari Évgení Kissin Stjórnandi Vladimir Ashkenazy Verk eftir Brahms og Rakmaninoff tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 2. október Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið byrjuðu ekkert sérstaklega vel. Vladimir Ashkenazy stjórnaði og á dagskránni var þriðja sinfónía Brahms. Þetta var endurtekning frá kvöldinu áður. Kannski voru hljóðfæraleikararnir bara þreyttir. Spilamennskan var óttalega daufleg og það voru nokkrar hroðalegar feilnótur í fyrsta kaflanum. Sem betur fer lagaðist tæknilega hliðin eftir því sem á leið. En túlkunin varð samt aldrei þannig að tónlistin gripi mann, sem var synd því þessi sinfónía eftir Brahms er hrífandi fögur. Flatneskjan skipti þó engu máli, því einleikarinn í hinu verkinu var allt annað en slappur. Það var einn fremsti píanóleikari heims, Évgení Kissin. Hann var í aðalhlutverkinu í öðrum píanókonsert Rakmaninoffs. Tæknin var óaðfinnanleg, hröðustu tónahlaup voru glitrandi og flott. Kissin hristi þau fram úr erminni. Svo var túlkunin sjálf afar sannfærandi. Myrk stemningin sem einkennir þessa tónlist Rakmaninoffs skilaði sér fullkomlega. Allar sönglínurnar voru unaðslega fallega mótaðar. Hljómsveitin spilaði líka prýðilega hér. Heildarhljómurinn var safaríkur og munúðarfullur. Hann var akkúrat eins og Rakmaninoff á að hljóma. Einkennandi fyrir spilamennsku Kissins var hve mikið hann notaði allan líkamann. Hljómurinn í píanóinu var ótrúlega breiður, en samt sterkur. Krafturinn kom frá þyngd alls efri hluta líkamans, það var engin óþarfa vöðvaspenna. Þetta gerði tóninn svo mjúkan og eðlilegan. Rakmaninoff þjáðist af minnimáttarkennd á tímabili, hann var eiginlega hættur að semja eftir slæma útreið sem fyrsta sinfónía hans hlaut. En geðlæknir tók hann í tíma og dáleiddi hann. Það virkaði, afraksturinn var þessi vinsæli píanókonsert sem Rakmaninoff tileinkaði geðlækninum í þakklætisskyni. Óhætt er að segja að konsertinn sé dáleiðandi – hann er svo fagur. Þegar Kissin var búinn að spila æptu tónleikagestir af hrifningu og stukku á fætur. Ég man ekki eftir öðrum eins fagnaðarlátum á nokkrum klassískum tónleikum sem ég hef farið á. Vinsælir rokktónlistarmenn kalla vissulega fram svona viðbrögð, en ekki fólk úr klassíska geiranum. Kissin lék tvö aukalög, etýðu opus 39 nr. 5 eftir Rakmaninoff og vals í As-dúr eftir Brahms. Etýðan eftir Rakmaninoff var stórbrotin og glæsileg, valsinn var heillandi í einfaldleika sínum. Ég verð að segja að þrátt fyrir sinfóníuna eftir Brahms voru tónleikarnir stórkostleg upplifun, þeir voru með þeim bestu sem ég hef farið á þetta árið. Jónas SenNiðurstaða: Þriðja sinfónía Brahms var slöpp, en einleikur Évgenís Kissin í öðrum píanókonsert Rakmaninoffs bætti það upp og vel það. Hann ætti að fá sjö stjörnur í það minnsta.
Gagnrýni Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira