„Bændur stundu, stór er syndin…“ Jón Yngvi Jóhannsson skrifar 4. október 2014 10:00 Náðarstund Bækur: Náðarstund Hannah Kent Þýðing: Jón St. Kristjánsson JPV-útgáfa Sagan af síðustu aftöku Íslandssögunnar, þegar Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigurðsson voru tekin af lífi fyrir tvö morð í Vatnsdalshólum veturinn 1830, hefur orðið uppspretta frásagna og listaverka af ýmsu tagi. Margir af flinkustu sagnaþáttahöfundum íslenskra bókmennta á 19. og 20. öld skrifuðu sögu morðingjanna og fórnarlamba þeirra, gerð hefur verið kvikmynd eftir sögu Agnesar og ekki má gleyma mögnuðu rokklagi Bubba Morthens sem er líklega helsta ástæða þess að margir yngri Íslendingar þekkja söguna. Nú síðast hafa fræðimenn lagst yfir gögn málsins að nýju og dregið fram nýjar hliðar þess, hliðar sem eru ekki að öllu leyti í samræmi við þær sögur sem fólk þekkir af morðunum á Illugastöðum, aðdraganda þeirra og eftirmálum. Náðarstund, ný skáldsaga eftir Hönnuh Kent, kom út áður en þessar upplýsingar komu fram og sagan sem þar er sögð er að flestu eða öllu leyti í samræmi við eldri frásagnir. Kent er ástralskur rithöfundur sem dvaldi sem skiptinemi á Sauðárkróki á unglingsárum og heillaðist af sögu Agnesar. Náðarstund er fyrsta skáldsaga hennar og hefur farið sigurför um heiminn. Hún er nú komin út í íslenskri þýðingu Jóns St. Kristjánssonar. Þýðing Jóns er mjög góð, hún þræðir einstigið milli nútímamáls og málfars sögutímans vel, bæði í orðfæri persónanna, frásögninni sjálfri og þeim skjölum og bréfum sem koma við sögu. Ramminn um söguna er dvöl Agnesar á bænum Kornsá, þar sem hún dvelur í varðhaldi síðustu mánuðina fyrir aftöku, hjá hreppstjóranum Jóni, konu hans og tveimur dætrum. Heimilisfólk er tortryggið í garð Agnesar í fyrstu en bregst ólíkt við veru hennar þegar á líður, þetta á ekki síst við um dæturnar tvær en á milli Agnesar og eiginkonunnar, Margrétar, myndast samband sem nálgast vináttu. Önnur aðalpersóna sögunnar er aðstoðarpresturinn Þorvarður Jónsson sem kallaður er Tóti. Hann er ungur, nýskriðinn úr skóla þegar Agnes óskar eftir því að hann verði sálusorgari hennar þann tíma sem hún er í varðhaldi að Kornsá. Stór hluti frásagnarinnar felst í samtölum Agnesar og Tóta þar sem hún rekur atburðina á Illugastöðum. Lýsingar sögunnar á ævi Agnesar, æsku, veru hennar í ýmsum vistum og lífi hennar með Natani og Sigríði á Illugastöðum eru oft magnaðar og samtöl þeirra séra Þorvarðar í þröngri baðstofunni þar sem aðrir heimilismenn hljóta að heyra til þeirra eru eftirminnileg. Það er á hinn bóginn stundum erfitt fyrir lesandann að gera greinarmun á þessum samtölum og innri eintölum Agnesar, hún rifjar líka upp ævi sína fyrir sjálfri sér. Þarna birtist helsti galli sögunnar, aðrar persónur en Agnes verða veikar og tengsl þeirra við hana eru ekki gerð upp. Séra Tóti er fremur litlítil persóna og hverfur úr sögunni lengi vel og systurnar á Kornsá sömuleiðis. Agnes sjálf er á hinn bóginn eftirminnileg persóna í meðförum Hönnuh Kent og lýsing hennar ber söguna uppi. Þótt samúðin með henni í sögunni sé augljós er ekki dregin fjöður yfir það að hún er sek, sagan er vel skrifuð og mynd hennar af samtíma Agnesar, hörmulegum aðstæðum og nöturlegum örlögum er eftirminnileg.Niðurstaða: Vönduð söguleg skáldsaga um eitt frægasta morðmál Íslandssögunnar, lýsing aðalpersónunnar ber söguna uppi. Gagnrýni Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur: Náðarstund Hannah Kent Þýðing: Jón St. Kristjánsson JPV-útgáfa Sagan af síðustu aftöku Íslandssögunnar, þegar Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigurðsson voru tekin af lífi fyrir tvö morð í Vatnsdalshólum veturinn 1830, hefur orðið uppspretta frásagna og listaverka af ýmsu tagi. Margir af flinkustu sagnaþáttahöfundum íslenskra bókmennta á 19. og 20. öld skrifuðu sögu morðingjanna og fórnarlamba þeirra, gerð hefur verið kvikmynd eftir sögu Agnesar og ekki má gleyma mögnuðu rokklagi Bubba Morthens sem er líklega helsta ástæða þess að margir yngri Íslendingar þekkja söguna. Nú síðast hafa fræðimenn lagst yfir gögn málsins að nýju og dregið fram nýjar hliðar þess, hliðar sem eru ekki að öllu leyti í samræmi við þær sögur sem fólk þekkir af morðunum á Illugastöðum, aðdraganda þeirra og eftirmálum. Náðarstund, ný skáldsaga eftir Hönnuh Kent, kom út áður en þessar upplýsingar komu fram og sagan sem þar er sögð er að flestu eða öllu leyti í samræmi við eldri frásagnir. Kent er ástralskur rithöfundur sem dvaldi sem skiptinemi á Sauðárkróki á unglingsárum og heillaðist af sögu Agnesar. Náðarstund er fyrsta skáldsaga hennar og hefur farið sigurför um heiminn. Hún er nú komin út í íslenskri þýðingu Jóns St. Kristjánssonar. Þýðing Jóns er mjög góð, hún þræðir einstigið milli nútímamáls og málfars sögutímans vel, bæði í orðfæri persónanna, frásögninni sjálfri og þeim skjölum og bréfum sem koma við sögu. Ramminn um söguna er dvöl Agnesar á bænum Kornsá, þar sem hún dvelur í varðhaldi síðustu mánuðina fyrir aftöku, hjá hreppstjóranum Jóni, konu hans og tveimur dætrum. Heimilisfólk er tortryggið í garð Agnesar í fyrstu en bregst ólíkt við veru hennar þegar á líður, þetta á ekki síst við um dæturnar tvær en á milli Agnesar og eiginkonunnar, Margrétar, myndast samband sem nálgast vináttu. Önnur aðalpersóna sögunnar er aðstoðarpresturinn Þorvarður Jónsson sem kallaður er Tóti. Hann er ungur, nýskriðinn úr skóla þegar Agnes óskar eftir því að hann verði sálusorgari hennar þann tíma sem hún er í varðhaldi að Kornsá. Stór hluti frásagnarinnar felst í samtölum Agnesar og Tóta þar sem hún rekur atburðina á Illugastöðum. Lýsingar sögunnar á ævi Agnesar, æsku, veru hennar í ýmsum vistum og lífi hennar með Natani og Sigríði á Illugastöðum eru oft magnaðar og samtöl þeirra séra Þorvarðar í þröngri baðstofunni þar sem aðrir heimilismenn hljóta að heyra til þeirra eru eftirminnileg. Það er á hinn bóginn stundum erfitt fyrir lesandann að gera greinarmun á þessum samtölum og innri eintölum Agnesar, hún rifjar líka upp ævi sína fyrir sjálfri sér. Þarna birtist helsti galli sögunnar, aðrar persónur en Agnes verða veikar og tengsl þeirra við hana eru ekki gerð upp. Séra Tóti er fremur litlítil persóna og hverfur úr sögunni lengi vel og systurnar á Kornsá sömuleiðis. Agnes sjálf er á hinn bóginn eftirminnileg persóna í meðförum Hönnuh Kent og lýsing hennar ber söguna uppi. Þótt samúðin með henni í sögunni sé augljós er ekki dregin fjöður yfir það að hún er sek, sagan er vel skrifuð og mynd hennar af samtíma Agnesar, hörmulegum aðstæðum og nöturlegum örlögum er eftirminnileg.Niðurstaða: Vönduð söguleg skáldsaga um eitt frægasta morðmál Íslandssögunnar, lýsing aðalpersónunnar ber söguna uppi.
Gagnrýni Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira