Sýnir brot úr nýju myndinni í Bíó Paradís í kvöld Þórður Ingi Jónsson skrifar 10. október 2014 13:30 Pílagrímsferð - Fox kemur á hverju ári vegna friðarverðlaunanna. „Þetta er eins og pílagrímsferð fyrir mig,“ segir bandaríski leikstjórinn Josh Fox sem staddur er hér á landi með fríðu föruneyti Yoko Ono, sem kveikti á friðarsúlunni í gær. „Ég kem aftur á hverju ári af því að þetta er stórkostleg leið til að fagna friði.“ Josh hlaut friðarverðlaunin árið 2010 fyrir heimildarmynd sína Gasland, sem fjallar um neikvæð áhrif olíuborana á samfélög í Bandaríkjunum og var tilnefnd til Óskarsverðlauna. Fox vinnur nú að annarri heimildarmynd sem fjallar um loftslagsbreytingar. Leikstjórinn mun sýna brot úr myndinni sinni í Bíói Paradís í kvöld en hún er ennþá í vinnslu. Eftir sýninguna verða umræður. „Loftslagsbreytingar eru eitthvað sem við erum að upplifa alls staðar í heiminum – meiri sjávarhæð, meiri veðurhamfarir, súrnun sjávar og eyðilegging umhverfisins sem við stólum á. Á Íslandi er ótrúleg hefð fyrir friði og endurnýjanlegri orku þannig að það er frábær staður til að sýna verkið í vinnslu.“ Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, segir 97% loftslagsvísindamanna sammála um að loftslagsbreytingar séu líklega af manna völdum en samt er þetta mikið deilumál í heimalandi Josh, Bandaríkjunum. „Það er olíu- og gasiðnaðurinn sem hefur verið að búa til og dreifa röngum upplýsingum um þetta áratugum saman. Það líkist tóbaksiðnaðinum á þann hátt, að tóbaksfyrirtæki neituðu áratugum saman að sígarettur yllu heilsuvandamálum. Það sem er virkilega illt er að þessi fyrirtæki vita að sígarettur valda heilsuvandamálum líkt og olíu- og gasfyrirtæki vita að þau valda loftslagsbreytingum. Strategía þeirra er að skapa efa í huga fólks.“ „Það er efinn sem lamar menn. Ef þú ert ekki viss þá læturðu ekki til skarar skríða. Við, sem teljum okkur siðmenntuð, erum viss, niðurstöðurnar eru mjög skýrar og allir vita sannleikann. En olíu- og gasiðnaðurinn reynir að villa um fyrir fólki þar sem menn vilja halda í völd sín,“ segir Josh. „Þetta er mikið hættuástand sem við erum stödd í.“ Josh segir að heimildarmyndir hans séu hvatning til aðgerða. „Gasland og Gasland 2 fengu fólk til að leggjast í aðgerðir og nú eru að rísa upp hreyfingar gegn vökvabroti (e. fracking) víðs vegar um heiminn. Ég vona að nýja myndin mín geti bæði hvatt fólk til aðgerða en einnig skemmt þeim, þetta er ekki svartsýn mynd. Þetta er þunglyndislegt umræðuefni en myndin er full af von af því að hún fjallar um fólk í krísu og sýnir hvernig okkar bestu eiginleikar geta birst þegar þannig stendur á.“ Óskarinn Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira
„Þetta er eins og pílagrímsferð fyrir mig,“ segir bandaríski leikstjórinn Josh Fox sem staddur er hér á landi með fríðu föruneyti Yoko Ono, sem kveikti á friðarsúlunni í gær. „Ég kem aftur á hverju ári af því að þetta er stórkostleg leið til að fagna friði.“ Josh hlaut friðarverðlaunin árið 2010 fyrir heimildarmynd sína Gasland, sem fjallar um neikvæð áhrif olíuborana á samfélög í Bandaríkjunum og var tilnefnd til Óskarsverðlauna. Fox vinnur nú að annarri heimildarmynd sem fjallar um loftslagsbreytingar. Leikstjórinn mun sýna brot úr myndinni sinni í Bíói Paradís í kvöld en hún er ennþá í vinnslu. Eftir sýninguna verða umræður. „Loftslagsbreytingar eru eitthvað sem við erum að upplifa alls staðar í heiminum – meiri sjávarhæð, meiri veðurhamfarir, súrnun sjávar og eyðilegging umhverfisins sem við stólum á. Á Íslandi er ótrúleg hefð fyrir friði og endurnýjanlegri orku þannig að það er frábær staður til að sýna verkið í vinnslu.“ Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, segir 97% loftslagsvísindamanna sammála um að loftslagsbreytingar séu líklega af manna völdum en samt er þetta mikið deilumál í heimalandi Josh, Bandaríkjunum. „Það er olíu- og gasiðnaðurinn sem hefur verið að búa til og dreifa röngum upplýsingum um þetta áratugum saman. Það líkist tóbaksiðnaðinum á þann hátt, að tóbaksfyrirtæki neituðu áratugum saman að sígarettur yllu heilsuvandamálum. Það sem er virkilega illt er að þessi fyrirtæki vita að sígarettur valda heilsuvandamálum líkt og olíu- og gasfyrirtæki vita að þau valda loftslagsbreytingum. Strategía þeirra er að skapa efa í huga fólks.“ „Það er efinn sem lamar menn. Ef þú ert ekki viss þá læturðu ekki til skarar skríða. Við, sem teljum okkur siðmenntuð, erum viss, niðurstöðurnar eru mjög skýrar og allir vita sannleikann. En olíu- og gasiðnaðurinn reynir að villa um fyrir fólki þar sem menn vilja halda í völd sín,“ segir Josh. „Þetta er mikið hættuástand sem við erum stödd í.“ Josh segir að heimildarmyndir hans séu hvatning til aðgerða. „Gasland og Gasland 2 fengu fólk til að leggjast í aðgerðir og nú eru að rísa upp hreyfingar gegn vökvabroti (e. fracking) víðs vegar um heiminn. Ég vona að nýja myndin mín geti bæði hvatt fólk til aðgerða en einnig skemmt þeim, þetta er ekki svartsýn mynd. Þetta er þunglyndislegt umræðuefni en myndin er full af von af því að hún fjallar um fólk í krísu og sýnir hvernig okkar bestu eiginleikar geta birst þegar þannig stendur á.“
Óskarinn Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira