Láttu matinn vera meðalið og meðalið vera matinn Rikka skrifar 10. október 2014 14:00 Sólveig Eiríksdóttir ásamt dóttur sinni Hildi Ársælsdóttur. Vísir/Pjetur Það er aldrei lognmolla í kringum orkuboltann Sollu Eiríks en hún og Hildur dóttir hennar stofnuðu fallegt og girnilegt matarblogg á dögunum. Við mæðgurnar höfum báðar brennandi áhuga á matargerð, umhverfisvernd og lífrænni matjurtarækt. „Samverustundum okkar snarfjölgaði fyrir nokkrum árum þegar barnabörnin komu til sögunnar og gafst þá tími til að sinna þessu sameiginlegu áhugamálum. Í kjölfarið ákváðum við að deila afrakstrinum með ykkur sem hafið svipuð áhugamál“ segir Solla. Mæðgurnar hafa frá unga aldri haft mikinn áhuga á listum og hafa báðar lagt stund á listnám, Solla lærði myndlist, textíl og hannyrðir en Hildur lagði tónlistina fyrir sig. Matarblogg mæðgnanna endurspeglar þessa listhneigð þeirra en það er skreytt fögrum ljósmyndum og fróðlegum frásögnum. Solla er einnig hluti af sjónvarpsteymi Heilsugengisins en ásamt henni eru í hópnum Valgerður Matthíasdóttir sjónvarpskona og Þorbjörg Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og næringarþerapisti. Þátturinn hóf göngu sína á Stöð 2 síðastliðinn fimmtudag en í honum fá áhorfendur að heyra og sjá magnaðar reynslusögur fólks sem veikist og fær oft ekki bót meina sinna hjá læknum með hefðbundinni lyfjameðferð. Þessir einstaklingar taka þá málin í sínar hendur og breyta um lífsstíl og mataræði og ná þannig ótrúlegum bata. Solla kennir áhorfendum að búa til dýrindis heilsurétti sem hægt er að nota sem lækningu við ýmsum kvillum sem hafa verið til umræðu í þættinum og Þorbjörg gefur heilsuráð og hugmyndir um vítamín, bætiefni og mat sem gera okkur gott og hjálpa til við að halda góðri heilsu og í sumum tilfellum til að ná betri heilsu. „Láttu matinn verða meðalið þitt og meðalið vera matinn, var setning sem Hippókrates, faðir læknisfræðinnar, sagði fyrir meira en tvö þúsund árum. Þetta er flott setning og er öllum hollt að vera minntur á þennan gamla fallega boðskap en við í Heilsugenginu endurspeglum einmitt þetta í þáttaröðinni,“ segir Solla. Heilsa Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Það er aldrei lognmolla í kringum orkuboltann Sollu Eiríks en hún og Hildur dóttir hennar stofnuðu fallegt og girnilegt matarblogg á dögunum. Við mæðgurnar höfum báðar brennandi áhuga á matargerð, umhverfisvernd og lífrænni matjurtarækt. „Samverustundum okkar snarfjölgaði fyrir nokkrum árum þegar barnabörnin komu til sögunnar og gafst þá tími til að sinna þessu sameiginlegu áhugamálum. Í kjölfarið ákváðum við að deila afrakstrinum með ykkur sem hafið svipuð áhugamál“ segir Solla. Mæðgurnar hafa frá unga aldri haft mikinn áhuga á listum og hafa báðar lagt stund á listnám, Solla lærði myndlist, textíl og hannyrðir en Hildur lagði tónlistina fyrir sig. Matarblogg mæðgnanna endurspeglar þessa listhneigð þeirra en það er skreytt fögrum ljósmyndum og fróðlegum frásögnum. Solla er einnig hluti af sjónvarpsteymi Heilsugengisins en ásamt henni eru í hópnum Valgerður Matthíasdóttir sjónvarpskona og Þorbjörg Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og næringarþerapisti. Þátturinn hóf göngu sína á Stöð 2 síðastliðinn fimmtudag en í honum fá áhorfendur að heyra og sjá magnaðar reynslusögur fólks sem veikist og fær oft ekki bót meina sinna hjá læknum með hefðbundinni lyfjameðferð. Þessir einstaklingar taka þá málin í sínar hendur og breyta um lífsstíl og mataræði og ná þannig ótrúlegum bata. Solla kennir áhorfendum að búa til dýrindis heilsurétti sem hægt er að nota sem lækningu við ýmsum kvillum sem hafa verið til umræðu í þættinum og Þorbjörg gefur heilsuráð og hugmyndir um vítamín, bætiefni og mat sem gera okkur gott og hjálpa til við að halda góðri heilsu og í sumum tilfellum til að ná betri heilsu. „Láttu matinn verða meðalið þitt og meðalið vera matinn, var setning sem Hippókrates, faðir læknisfræðinnar, sagði fyrir meira en tvö þúsund árum. Þetta er flott setning og er öllum hollt að vera minntur á þennan gamla fallega boðskap en við í Heilsugenginu endurspeglum einmitt þetta í þáttaröðinni,“ segir Solla.
Heilsa Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira