Lífið

Sau­tján ár síðan fyrsti Fóst­bræðra þátturinn fór í loftið

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Þorsteinn Guðmundsson, Sigurjón Kjartansson,Jón Gnarr og Benedikt Erlingsson.
Þorsteinn Guðmundsson, Sigurjón Kjartansson,Jón Gnarr og Benedikt Erlingsson.

Fyrsti þáttur af grínþáttunum Fóstbræðrum fór í loftið á þessum degi árið 1997 en þátturinn varð upphaflega til á Stöð 3 og síðan sýndur á Stöð 2.

Upphaflegir meðlimir gríngengisins á bak við Fóstbræður voru Jón Gnarr, Sigurjón Kjartansson, Helga Braga Jónsdóttir, Hilmir Snær Guðnason og Benedikt Erlingsson. Hilmir Snær var aðeins Fóstbróðir í eina seríu en Þorsteinn Guðmundsson kom í hans stað. Í þriðju seríu bættist Gunnar Jónsson síðan í hópinn.

Það má með sanni segja að Fóstbræður hafi slegið í gegn á sínum tíma og gera enn. Búið er að horfa á atriði úr þáttunum mörg þúsund sinnum á YouTube og eru þættirnir reglulega endursýndir á sjónvarpsrásum 365. 

Margir ódauðlegir karakterar urðu til í þáttunum, til dæmis Júlli, Gyða Sól og Helgi, persónulegi trúbadorinn, og má enn heyra fólk á förnum vegi vitna í þættina og reglulega deila notendur samfélagsmiðlanna atriðum úr Fóstbræðrum á síðum sínum.

Þættirnir slógu ekki aðeins í gegn hjá áhorfendum heldur hrifsuðu einnig til sín verðlaun. Þátturinn var valinn leikið sjónvarpsefni ársins árið 1999 á Edduverðlaunahátíðinni og árið eftir var hann valinn skemmtiþáttur ársins.

Þá hlaut Jón Gnarr verðlaun sem leikari ársins í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína í þáttunum árið 2001 en það ár var Ragnar Bragason einnig tilnefndur sem leikstjóri ársins fyrir Fóstbræður.

Fyrsta atriðið í Fóstbræðraþáttunum er að margra mati það besta.

Spliff, donk og gengja er eitthvað sem ætti að vera til á hverju heimili.

Benedikt og Hilmir Snær fóru á kostum í þessu atriði.

Þetta atriði með Benedikt Erlingssyni og Jóni Gnarr er óborganlegt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.