Krakkarnir hræddust ekki krimmann Freyr Bjarnason skrifar 16. október 2014 09:15 Leo Sankovic leikur glæpamann í framhaldsmyndinni Borgríki 2: Blóð hraustra manna, sem verður frumsýnd á morgun. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég er enginn leikari. Þeir völdu mig bara út af útlitinu,“ segir Leo Sankovic. Hann endurtekur hlutverk sitt sem glæpamaðurinn Stanko í spennumyndinni Borgíki 2: Blóð hraustra manna, sem verður frumsýnd á morgun. Meðan á tökum stóð starfaði Leo á frístundaheimili í Reykjavík og var því innan um sex til níu ára krakka. Aðspurður segir hann krakkana ekkert hafa verið hrædda við sig, þrátt fyrir að hann hafi á sama tíma verið að leika blóðþyrstan krimma. „Ég er ekki eins og karakterinn í myndinni. Ég er bara venjulegur strákur. Ég og krakkarnir náðum vel saman og við spiluðum oft fótbolta. Þeir þekktu mig líka áður en myndin kom út,“ segir hann. Leo er í aukahlutverki í Borgríki 2 en kemur meira við sögu núna en í fyrri myndinni sem kom út 2011. Hann segist hafa skemmt sér vel við tökurnar. „Það var líka gaman að vera í kringum þekkta leikara eins og Ingvar E. [Sigurðsson] sem gerðu mér auðvelt fyrir. Það var eitt atriði sem ég náði aldrei og þá kom Darri Ingólfsson til mín og sagði við mig eitt orð og ég fattaði strax hvað hann var að meina,“ segir Leo. Hann fékk einnig góða hjálp frá frænda sínum, Zlatko Krikic, sem leikur krimmann Sergej í báðum Borgríkismyndunum. Leo hreppti einmitt hlutverkið í fyrri myndinni þegar hann var í kaffi á bifvélaverkstæði frænda síns. „Ég þekkti Óla [Ólaf Jóhannesson leikstjóra] smá og hann mætti á verkstæðið og sagði við Zlatko: „Ég vil fá hann út af útlitinu“,“ segir hann og hlær. Leo er af serbnesku bergi brotinn en flutti frá gömlu Júgóslavíu árið 1991 þegar hann var ellefu ára. Fyrst til Kýpur en svo til Íslands árið 1998. „Stríðið var ekki almennilega byrjað þegar ég flutti frá Belgrad en það var smá spenna í gangi,“ segir hann. „Ég var alltaf í fótboltanum en sá samt hvernig krakkar vildu verða harðir krimmar. Serbar eru búnir að gera margar kvikmyndir um stríðið og ég hef horft á margar þeirra og gat notað þær sem innblástur þegar ég var að leika Stanko.“Ætlar að þjálfa fótboltalið í Noregi Faðir Leos er knattspyrnuþjálfarinn Zeljko Sankovic sem hefur þjálfað fjölmörg lið á Íslandi, þar á meðal Grindavík, ÍBV og Val. Leo ætlar sjálfur að verða þjálfari eins og pabbi og er þegar kominn með UEFA B-gráðu. Hann stefnir á UEFA A-gráðu eftir tvö ár og ætlar á næstunni að flytja til Noregs, þar sem móðir hans og fleiri úr fjölskyldu hans búa. Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Sjá meira
„Ég er enginn leikari. Þeir völdu mig bara út af útlitinu,“ segir Leo Sankovic. Hann endurtekur hlutverk sitt sem glæpamaðurinn Stanko í spennumyndinni Borgíki 2: Blóð hraustra manna, sem verður frumsýnd á morgun. Meðan á tökum stóð starfaði Leo á frístundaheimili í Reykjavík og var því innan um sex til níu ára krakka. Aðspurður segir hann krakkana ekkert hafa verið hrædda við sig, þrátt fyrir að hann hafi á sama tíma verið að leika blóðþyrstan krimma. „Ég er ekki eins og karakterinn í myndinni. Ég er bara venjulegur strákur. Ég og krakkarnir náðum vel saman og við spiluðum oft fótbolta. Þeir þekktu mig líka áður en myndin kom út,“ segir hann. Leo er í aukahlutverki í Borgríki 2 en kemur meira við sögu núna en í fyrri myndinni sem kom út 2011. Hann segist hafa skemmt sér vel við tökurnar. „Það var líka gaman að vera í kringum þekkta leikara eins og Ingvar E. [Sigurðsson] sem gerðu mér auðvelt fyrir. Það var eitt atriði sem ég náði aldrei og þá kom Darri Ingólfsson til mín og sagði við mig eitt orð og ég fattaði strax hvað hann var að meina,“ segir Leo. Hann fékk einnig góða hjálp frá frænda sínum, Zlatko Krikic, sem leikur krimmann Sergej í báðum Borgríkismyndunum. Leo hreppti einmitt hlutverkið í fyrri myndinni þegar hann var í kaffi á bifvélaverkstæði frænda síns. „Ég þekkti Óla [Ólaf Jóhannesson leikstjóra] smá og hann mætti á verkstæðið og sagði við Zlatko: „Ég vil fá hann út af útlitinu“,“ segir hann og hlær. Leo er af serbnesku bergi brotinn en flutti frá gömlu Júgóslavíu árið 1991 þegar hann var ellefu ára. Fyrst til Kýpur en svo til Íslands árið 1998. „Stríðið var ekki almennilega byrjað þegar ég flutti frá Belgrad en það var smá spenna í gangi,“ segir hann. „Ég var alltaf í fótboltanum en sá samt hvernig krakkar vildu verða harðir krimmar. Serbar eru búnir að gera margar kvikmyndir um stríðið og ég hef horft á margar þeirra og gat notað þær sem innblástur þegar ég var að leika Stanko.“Ætlar að þjálfa fótboltalið í Noregi Faðir Leos er knattspyrnuþjálfarinn Zeljko Sankovic sem hefur þjálfað fjölmörg lið á Íslandi, þar á meðal Grindavík, ÍBV og Val. Leo ætlar sjálfur að verða þjálfari eins og pabbi og er þegar kominn með UEFA B-gráðu. Hann stefnir á UEFA A-gráðu eftir tvö ár og ætlar á næstunni að flytja til Noregs, þar sem móðir hans og fleiri úr fjölskyldu hans búa.
Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Sjá meira