Lífsviðtalið: Fær ótal hugmyndir á hverjum degi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. október 2014 10:19 Rakel Garðarsdóttir framkvæmir þær hugmyndir sem henni detta í hug og skiptir þá engu hvers eðlis hugmyndin er. vísir/valli Það eru lítil mörk á milli einkalífs og vinnu hjá Rakel enda starfar hún með Birni Hlyni eiginmanni sínum, Gísla Erni bróður sínum, Nínu Dögg mágkonu sinni og framleiðir allt í teymi við vinkonu sína Ágústu M. Ólafsdóttur. Þessa dagana er hún að vinna að sinni fyrstu kvikmynd, Blóðbergi, sem Björn Hlynur skrifaði og leikstýrir, en myndin er byggð á leikritinu Dubbeldusch sem Vesturport setti upp við miklar vinsældir. Myndin verður frumsýnd á Stöð 2 í mars og þar á eftir í kvikmyndahúsum. „Ég er svo heppin að vinna með mínu nánasta fólki. Við erum búin að ferðast út um allan heim saman með leiksýningar og það eru mikil forréttindi. Við erum alltaf saman; í vinnunni og svo í barnaafmælum og jólaboðum og þar er hugmyndum velt upp og pælt í skemmtilegum verkefnum.“Á brúðkaupsdaginn.Frelsi og tími eru dýrmæt Rakel er afar framkvæmdaglöð og með marga bolta á lofti í einu. Henni finnst best að vera sinn eigin herra og vinna frekar fyrir sjálfa sig en aðra. „Ég er að gera það sem mig langar til. Það er nefnilega svolítið langt síðan ég gerði mér grein fyrir að lífið er stutt og hverfult. Á meðan ég er hérna og hef heilsu og er hress þá langar mig bara að einblína á og stefna að því að gera það sem mig langar að gera. Ég vil að vinna mín hafi einhvern tilgang og eitthvað sitji eftir þegar yfir lýkur. Frelsi og tíminn er það dýrmætasta sem maður á og er ekki eitthvað sem maður getur keypt. Það er mikilvægara en peningar, að geta haft góðan tíma með fjölskyldunni en ekki verið háður stimpilklukku og vera að gera einhvern forstjóra úti í bæ ríkan með því að púla fyrir hann. Það hentar mér alls ekki.“ Ásamt því að vera að framleiða Blóðberg vinnur Rakel þessa dagana að heimildarmynd sinni um nunnurnar í Karmelklaustri og undirbýr kvikmynd um Vigdísi Finnbogadóttur. „Ég lít mjög upp til Vigdísar, hún er mín fyrirmynd. Ég las ævisögu hennar stuttu eftir hrun og fann svo mikla von í henni sem ég dáist að. Svo hitti ég hana og varð enn heillaðri af henni. Þannig að nú er verið að undirbúa kvikmynd sem verður byggð á þessari ævisögu sem Páll Valsson skrifaði. Myndin var kynnt í Cannes og eftir það fengum við stóra meðframleiðendur í Noregi og Danmörku. Ég finn mikinn meðbyr með myndinni enda kveikir Vigdís alls staðar áhuga.“ Rakel er ekki eingöngu að framleiða sjónvarpsefni og kvikmyndir. Nýlega kom út bókin Vakandi veröld sem hún og Margrét Marteinsdóttir skrifuðu saman. „Þetta er bók um vitundarvakningu þegar kemur að flokkun á mat, snyrtivöruiðnaðinum, fatnaði í tískuiðnaðinum og hvernig þú sem neytandi getur tekið lítil skref til að breyta neysluvenjum þínum. Við Margrét höfum verið á þessu ferðalagi undanfarin ár og í bókinni kynnum við það fyrir lesandanum og hvernig hann getur farið í þetta ferðalag líka.“Með systrunum í Karmelklaustri.Neyslan er brjálæðisleg Rakel segir að eftir að hún fór að vera meðvituð um sóun og neyslu hafi svo margt komið upp á yfirborðið sem hún geti ekki lokað augunum fyrir. „Eftir umræður um að paraben séu krabbameinsvaldandi fékk ég bilaða paranoju fyrir parabenum. Ég skal alveg viðurkenna það að ég er pínu lífhrædd. Þá fór ég að pæla í snyrtivörunum. Snyrtivöruiðnaðurinn veltir milljörðum og það er alltaf verið að telja manni trú um að maður þurfi einhver dýr krem. Alveg eins og ég vil ekki vinna til að gera annan gæja ríkan þá vil ég ekki kaupa krem sem einhver kall á gullstól græðir á og hlær að mér í leiðinni fyrir að hafa dottið í þennan markaðspytt hans. Þetta er eins varðandi tískuiðnaðinn. Það er einhver ástæða fyrir því að flík kostar eitt pund í Primark og sú ástæða er örugglega ekki góð. Um leið og maður byrjar að hugsa um þetta þá getur maður ekki lokað augunum fyrir þessu lengur.“ Rakel segir að þetta sé í raun heilbrigð skynsemi en vissulega sé auðveldara að loka á þetta og halda áfram í neyslumynstri sínu. „En þetta er áskorun og það er gaman að pæla í þessu. Svo verður allt ódýrara því maður missir sig ekki í sömu neysluna. Neyslan í dag er orðin svo brjálæðislega mikil og svo margt vont í heiminum kemur út af græðgi og það er nátengt neyslu.“Með litla bróðursyninum og syni.Framleiðir barnamat Í bókinni er einnig fjallað um matarsóun og að vita hvaðan maturinn kemur. Tengt því fékk Rakel enn eina hugmyndina. „Ég var í skíðaferðalagi með fjölskyldu minni í Sviss. Þar á meðal var ungbarn sem fékk gulrætur í krukku. Ég var að skoða þessa krukku og hugsaði hversu fáránlegt það væri að gulræturnar væru framleiddar í einhverju útlandi, fluttar síðan inn til Íslands og svo núna komnar til Sviss. Ég meina, þetta eru bara gulrætur. Ég komst að því að íslenskur barnamatur hefur aldrei verið framleiddur í krukkum og þar með var ég komin með verkefni. Mér finnst galið að svona lítil börn geti ekki fengið íslenska fæðu sem fyrstu fæðu, ef foreldrar kjósa að kaupa svona krukkumat.“ Rakel leitaði til Hrefnu Sætran sem er með henni í fótboltafélaginu FC ÓGN, sem Rakel stofnaði einmitt í staðinn fyrir að borga til líkamsræktarstöðva. Hrefnu fannst verkefnið spennandi og þær stöllur fóru í vöruþróun, að skoða framleiðslumöguleika og bragðtegundir. „Það þarf að sjóða þetta niður við rétt hitastig og eina fyrirtækið sem ræður við þetta á Íslandi er ORA. Það mun því framleiða krukkumatinn fyrir okkur. Það koma þrjár tegundir á markað í byrjun næsta árs. Barnamaturinn heitir Vakandi og slagorðið er Betri byrjun fyrir börnin. Þetta er því alveg í sama anda og bókin, eða sprottið út frá sömu hugmyndafræði.“ En hvernig fór hún úr kvikmyndabransanum í matarbransann? „Þetta er bara framleiðandinn í mér. Ég fæ hugmynd og hrindi henni í framkvæmd, í raun er framleiðsluferlið alltaf eins. En lykillinn að þessu öllu er að húkka sig upp við einhvern sem er klárari en maður sjálfur. Ég er svo lánsöm að þekkja svo mikið af góðu og flottu fólki. Ef ég fæ góða hugmynd þá finn ég einhvern sem er klárari en ég og fæ með mér í verkefnið – og það er furðulega auðvelt að gabba þessa vini mína með mér út í hvað sem er. Þannig fæ ég líka tækifæri til að gera skemmtilega hluti með vinum mínum.“ vísir/valliHver er sinnar gæfu smiður Rakel fær ótal hugmyndir á hverjum degi en hún skrifar þær þó ekki í Excel heldur leyfir þeim að malla í kollinum. „Ég reyni bara að framkvæma þær áður en ég gleymi þeim, eða koma þeim í farveg,“ segir Rakel hlæjandi. Hún segir enga hugmynd vera í kollinum sem bíði framkvæmdar enda virðist hún vera manneskja sem lætur hlutina ekkert bíða. „Ég er með marga bolta á lofti núna og allt er í ákveðnu ferli. Svo er alltaf bið í ferlinu og þá einbeitir maður sér að einhverju öðru. Ég er rétt að byrja með Vigdísi, ég á eftir að sigra heiminn með Vakandi barnamatnum og ég á eftir að frumsýna Blóðberg og selja hana til allra landa í heiminum,” segir Rakel glottandi. „Þessi verkefni eru í löngu ferli og næst á dagskrá er að vinna að þeim. Það er nefnilega auðvelt að hrinda hugmyndum í framkvæmd en maður verður að passa sig að halda einbeitingu og klára ferlið. Það er trikkið, í stað þess að opna alla glugga og láta síðan allt fjara út. Það er alveg glatað.“ Rakel finnst gott að vera frjáls og ef henni finnst eitthvað vanta þá virðist hún bara búa það til enda segir hún að lífið sé þannig að maður þurfi að sækja hlutina sjálfur. „Hver er sinnar gæfu smiður. Mér finnst það ansi gott orðtæki,“ segir Rakel að lokum og er ekki hægt að segja annað en að verkefnalisti hennar samræmist lífsspekinni Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Fleiri fréttir Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Sjá meira
Það eru lítil mörk á milli einkalífs og vinnu hjá Rakel enda starfar hún með Birni Hlyni eiginmanni sínum, Gísla Erni bróður sínum, Nínu Dögg mágkonu sinni og framleiðir allt í teymi við vinkonu sína Ágústu M. Ólafsdóttur. Þessa dagana er hún að vinna að sinni fyrstu kvikmynd, Blóðbergi, sem Björn Hlynur skrifaði og leikstýrir, en myndin er byggð á leikritinu Dubbeldusch sem Vesturport setti upp við miklar vinsældir. Myndin verður frumsýnd á Stöð 2 í mars og þar á eftir í kvikmyndahúsum. „Ég er svo heppin að vinna með mínu nánasta fólki. Við erum búin að ferðast út um allan heim saman með leiksýningar og það eru mikil forréttindi. Við erum alltaf saman; í vinnunni og svo í barnaafmælum og jólaboðum og þar er hugmyndum velt upp og pælt í skemmtilegum verkefnum.“Á brúðkaupsdaginn.Frelsi og tími eru dýrmæt Rakel er afar framkvæmdaglöð og með marga bolta á lofti í einu. Henni finnst best að vera sinn eigin herra og vinna frekar fyrir sjálfa sig en aðra. „Ég er að gera það sem mig langar til. Það er nefnilega svolítið langt síðan ég gerði mér grein fyrir að lífið er stutt og hverfult. Á meðan ég er hérna og hef heilsu og er hress þá langar mig bara að einblína á og stefna að því að gera það sem mig langar að gera. Ég vil að vinna mín hafi einhvern tilgang og eitthvað sitji eftir þegar yfir lýkur. Frelsi og tíminn er það dýrmætasta sem maður á og er ekki eitthvað sem maður getur keypt. Það er mikilvægara en peningar, að geta haft góðan tíma með fjölskyldunni en ekki verið háður stimpilklukku og vera að gera einhvern forstjóra úti í bæ ríkan með því að púla fyrir hann. Það hentar mér alls ekki.“ Ásamt því að vera að framleiða Blóðberg vinnur Rakel þessa dagana að heimildarmynd sinni um nunnurnar í Karmelklaustri og undirbýr kvikmynd um Vigdísi Finnbogadóttur. „Ég lít mjög upp til Vigdísar, hún er mín fyrirmynd. Ég las ævisögu hennar stuttu eftir hrun og fann svo mikla von í henni sem ég dáist að. Svo hitti ég hana og varð enn heillaðri af henni. Þannig að nú er verið að undirbúa kvikmynd sem verður byggð á þessari ævisögu sem Páll Valsson skrifaði. Myndin var kynnt í Cannes og eftir það fengum við stóra meðframleiðendur í Noregi og Danmörku. Ég finn mikinn meðbyr með myndinni enda kveikir Vigdís alls staðar áhuga.“ Rakel er ekki eingöngu að framleiða sjónvarpsefni og kvikmyndir. Nýlega kom út bókin Vakandi veröld sem hún og Margrét Marteinsdóttir skrifuðu saman. „Þetta er bók um vitundarvakningu þegar kemur að flokkun á mat, snyrtivöruiðnaðinum, fatnaði í tískuiðnaðinum og hvernig þú sem neytandi getur tekið lítil skref til að breyta neysluvenjum þínum. Við Margrét höfum verið á þessu ferðalagi undanfarin ár og í bókinni kynnum við það fyrir lesandanum og hvernig hann getur farið í þetta ferðalag líka.“Með systrunum í Karmelklaustri.Neyslan er brjálæðisleg Rakel segir að eftir að hún fór að vera meðvituð um sóun og neyslu hafi svo margt komið upp á yfirborðið sem hún geti ekki lokað augunum fyrir. „Eftir umræður um að paraben séu krabbameinsvaldandi fékk ég bilaða paranoju fyrir parabenum. Ég skal alveg viðurkenna það að ég er pínu lífhrædd. Þá fór ég að pæla í snyrtivörunum. Snyrtivöruiðnaðurinn veltir milljörðum og það er alltaf verið að telja manni trú um að maður þurfi einhver dýr krem. Alveg eins og ég vil ekki vinna til að gera annan gæja ríkan þá vil ég ekki kaupa krem sem einhver kall á gullstól græðir á og hlær að mér í leiðinni fyrir að hafa dottið í þennan markaðspytt hans. Þetta er eins varðandi tískuiðnaðinn. Það er einhver ástæða fyrir því að flík kostar eitt pund í Primark og sú ástæða er örugglega ekki góð. Um leið og maður byrjar að hugsa um þetta þá getur maður ekki lokað augunum fyrir þessu lengur.“ Rakel segir að þetta sé í raun heilbrigð skynsemi en vissulega sé auðveldara að loka á þetta og halda áfram í neyslumynstri sínu. „En þetta er áskorun og það er gaman að pæla í þessu. Svo verður allt ódýrara því maður missir sig ekki í sömu neysluna. Neyslan í dag er orðin svo brjálæðislega mikil og svo margt vont í heiminum kemur út af græðgi og það er nátengt neyslu.“Með litla bróðursyninum og syni.Framleiðir barnamat Í bókinni er einnig fjallað um matarsóun og að vita hvaðan maturinn kemur. Tengt því fékk Rakel enn eina hugmyndina. „Ég var í skíðaferðalagi með fjölskyldu minni í Sviss. Þar á meðal var ungbarn sem fékk gulrætur í krukku. Ég var að skoða þessa krukku og hugsaði hversu fáránlegt það væri að gulræturnar væru framleiddar í einhverju útlandi, fluttar síðan inn til Íslands og svo núna komnar til Sviss. Ég meina, þetta eru bara gulrætur. Ég komst að því að íslenskur barnamatur hefur aldrei verið framleiddur í krukkum og þar með var ég komin með verkefni. Mér finnst galið að svona lítil börn geti ekki fengið íslenska fæðu sem fyrstu fæðu, ef foreldrar kjósa að kaupa svona krukkumat.“ Rakel leitaði til Hrefnu Sætran sem er með henni í fótboltafélaginu FC ÓGN, sem Rakel stofnaði einmitt í staðinn fyrir að borga til líkamsræktarstöðva. Hrefnu fannst verkefnið spennandi og þær stöllur fóru í vöruþróun, að skoða framleiðslumöguleika og bragðtegundir. „Það þarf að sjóða þetta niður við rétt hitastig og eina fyrirtækið sem ræður við þetta á Íslandi er ORA. Það mun því framleiða krukkumatinn fyrir okkur. Það koma þrjár tegundir á markað í byrjun næsta árs. Barnamaturinn heitir Vakandi og slagorðið er Betri byrjun fyrir börnin. Þetta er því alveg í sama anda og bókin, eða sprottið út frá sömu hugmyndafræði.“ En hvernig fór hún úr kvikmyndabransanum í matarbransann? „Þetta er bara framleiðandinn í mér. Ég fæ hugmynd og hrindi henni í framkvæmd, í raun er framleiðsluferlið alltaf eins. En lykillinn að þessu öllu er að húkka sig upp við einhvern sem er klárari en maður sjálfur. Ég er svo lánsöm að þekkja svo mikið af góðu og flottu fólki. Ef ég fæ góða hugmynd þá finn ég einhvern sem er klárari en ég og fæ með mér í verkefnið – og það er furðulega auðvelt að gabba þessa vini mína með mér út í hvað sem er. Þannig fæ ég líka tækifæri til að gera skemmtilega hluti með vinum mínum.“ vísir/valliHver er sinnar gæfu smiður Rakel fær ótal hugmyndir á hverjum degi en hún skrifar þær þó ekki í Excel heldur leyfir þeim að malla í kollinum. „Ég reyni bara að framkvæma þær áður en ég gleymi þeim, eða koma þeim í farveg,“ segir Rakel hlæjandi. Hún segir enga hugmynd vera í kollinum sem bíði framkvæmdar enda virðist hún vera manneskja sem lætur hlutina ekkert bíða. „Ég er með marga bolta á lofti núna og allt er í ákveðnu ferli. Svo er alltaf bið í ferlinu og þá einbeitir maður sér að einhverju öðru. Ég er rétt að byrja með Vigdísi, ég á eftir að sigra heiminn með Vakandi barnamatnum og ég á eftir að frumsýna Blóðberg og selja hana til allra landa í heiminum,” segir Rakel glottandi. „Þessi verkefni eru í löngu ferli og næst á dagskrá er að vinna að þeim. Það er nefnilega auðvelt að hrinda hugmyndum í framkvæmd en maður verður að passa sig að halda einbeitingu og klára ferlið. Það er trikkið, í stað þess að opna alla glugga og láta síðan allt fjara út. Það er alveg glatað.“ Rakel finnst gott að vera frjáls og ef henni finnst eitthvað vanta þá virðist hún bara búa það til enda segir hún að lífið sé þannig að maður þurfi að sækja hlutina sjálfur. „Hver er sinnar gæfu smiður. Mér finnst það ansi gott orðtæki,“ segir Rakel að lokum og er ekki hægt að segja annað en að verkefnalisti hennar samræmist lífsspekinni
Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Fleiri fréttir Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Sjá meira