Meðferð eða ekki? Sara McMahon skrifar 28. október 2014 12:00 Fyrir nokkru datt ég inn á vefþáttinn This American Life. Í þessum tiltekna þætti var verið að fjalla um mjög viðkvæmt og erfitt mál: barnagirnd. Viðmælandi þáttarins var átján ára piltur sem haldinn var barnagirnd. Pilturinn hafði enn ekki brotið af sér, en honum var þó fyllilega ljóst að hann var ekki eins og fólk er flest. Í þættinum lýsir hann meðal annars því þegar hann leitaði til sálfræðings í fyrsta sinn í von um að fá faglega aðstoð við að takast á við veikindi sín. Viðbrögð sálfræðingsins voru hins vegar þau að vísa piltinum á dyr, enda hafði hún engin úrræði honum til handa. Við lestur Fréttablaðsins í gær rifjaðist þátturinn og efni hans upp fyrir mér. Þar kom fram að í nýju fjárlagafrumvarpi er ekki gert ráð fyrir áframhaldandi vinnu við sérúrræði fyrir kynferðisbrotamenn, þrátt fyrir að slíkar meðferðir minnki líkurnar á að dæmdir barnaníðingar brjóti aftur af sér um helming! Anna Kristín Newton, réttarsálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun og hugmyndasmiður úrræðisins, segir töluverðan mun á þeim sem hljóta meðferð og þeim sem ekki hafa nýtt sér úrræðið, því sé miður að ekki sé gert ráð fyrir fjármagni til að halda áfram með þá vinnu sem búið er að leggja grunn að. Rannsókn Önnu Kristínar er ekki aðeins mikilvæg forvarnarvinna – hún gæti einnig reynst vísindaheiminum mikilvæg. Tilhugsunin um barnaníð vekur mikla og réttláta reiði í brjósti fólks og því hafa vísindamenn lítið viljað rannsaka hana. Ungimaðurinn sem stjórnendur This American Life ræddi við ákvað að láta ekki kyrrt liggja og kom á laggirnar sjálfshjálparhóp fyrir unga pedófíla. Í dag eru í hópnum níu einstaklingar, átta karlar og ein kona, á aldrinum 16 til 22 ára. Þau vonast eftir því að ná bata – það eina sem vantar upp á, segja þau, er fagleg aðstoð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun
Fyrir nokkru datt ég inn á vefþáttinn This American Life. Í þessum tiltekna þætti var verið að fjalla um mjög viðkvæmt og erfitt mál: barnagirnd. Viðmælandi þáttarins var átján ára piltur sem haldinn var barnagirnd. Pilturinn hafði enn ekki brotið af sér, en honum var þó fyllilega ljóst að hann var ekki eins og fólk er flest. Í þættinum lýsir hann meðal annars því þegar hann leitaði til sálfræðings í fyrsta sinn í von um að fá faglega aðstoð við að takast á við veikindi sín. Viðbrögð sálfræðingsins voru hins vegar þau að vísa piltinum á dyr, enda hafði hún engin úrræði honum til handa. Við lestur Fréttablaðsins í gær rifjaðist þátturinn og efni hans upp fyrir mér. Þar kom fram að í nýju fjárlagafrumvarpi er ekki gert ráð fyrir áframhaldandi vinnu við sérúrræði fyrir kynferðisbrotamenn, þrátt fyrir að slíkar meðferðir minnki líkurnar á að dæmdir barnaníðingar brjóti aftur af sér um helming! Anna Kristín Newton, réttarsálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun og hugmyndasmiður úrræðisins, segir töluverðan mun á þeim sem hljóta meðferð og þeim sem ekki hafa nýtt sér úrræðið, því sé miður að ekki sé gert ráð fyrir fjármagni til að halda áfram með þá vinnu sem búið er að leggja grunn að. Rannsókn Önnu Kristínar er ekki aðeins mikilvæg forvarnarvinna – hún gæti einnig reynst vísindaheiminum mikilvæg. Tilhugsunin um barnaníð vekur mikla og réttláta reiði í brjósti fólks og því hafa vísindamenn lítið viljað rannsaka hana. Ungimaðurinn sem stjórnendur This American Life ræddi við ákvað að láta ekki kyrrt liggja og kom á laggirnar sjálfshjálparhóp fyrir unga pedófíla. Í dag eru í hópnum níu einstaklingar, átta karlar og ein kona, á aldrinum 16 til 22 ára. Þau vonast eftir því að ná bata – það eina sem vantar upp á, segja þau, er fagleg aðstoð.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun