Getur eitthvað orðið til úr engu? Sigríður Jónsdóttir skrifar 29. október 2014 09:30 "Verurnar banka hvor í aðra, prufa raddböndin og smakka á heiminum til að skoða hvernig þetta virkar nú allt saman.“ Mynd/Jóhanna Þorkelsdóttir Leiklist 10 fingur Sýnt í tjarnarbíói Í tóminu, á mörkum leikhúss og myndlistar, mætast tvær verur í ljósaskiptunum. Hvaðan komu þær? Hvernig urðu þær til? Getur eitthvað orðið til úr engu? Leikhúsið 10 fingur stendur að sýningunni Lífið sem leikstýrt er af Charlotte Böving og sýnd um þessar mundir í Tjarnarbíói. Söguþráðurinn er af afskaplega skornum skammti en það kemur alls ekki að sök. Þess í stað er áhorfendum, á öllum aldri, boðið að fylla inn í eyðurnar af sinni eigin list og gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn. Í tilverunni eru engin svör bara fleiri spurningar sem spretta fram eins og blóm á moldarhaug. Það er okkar að skapa heiminn. Í fyrstu kviknar lífið rólega á sviðinu og skuggar, sem enn eiga eftir að finna sitt endanlega form, læðast fram á sjónarsviðið. En innan skamms birtast verurnar, leiknar af Sólveigu Guðmundsdóttur og Sveini Ólafi Gunnarssyni, ljóslifandi á sviðinu stórkostlega hissa á því að hreinlega vera til. Verurnar banka hvor í aðra, prufa raddböndin og smakka á heiminum til að skoða hvernig þetta virkar nú allt saman. Helga Arnalds stendur að hinni myndrænu hlið verksins og gerir það gríðarlega vel. Sviðsetningin er með einfaldasta móti; einungis hvítt lak í bakgrunni, svartur dúkur á gólfi og til hliðar nokkrir pokar af mold og grænar garðkönnur. Leikmyndin er flæðandi, tilfæranleg og tilvalin í tilraunir. Þeir fáu leikmunir sem koma við sögu eru nýttir til hins ýtrasta og sviðsmyndin umbreytist í bókstaflegt drullusvað þegar líða tekur á. Einnig er radd- og líkamsbeiting leikaranna tveggja hugvitsamleg og leikgleðin allsráðandi. Lýsingin, sem ég býst við að Helga hafi líka umsjón með, er einföld en einstaklega lipur. Lítið um prjál en mikið um skemmtilegar útfærslur þar sem verurnar tvær leika sér að ljóstírum og skuggum. Tónlist Margrétar Kristínar Blöndal er að sama skapi ljúf og er hápunkturinn sunginn lagstúfur sem spilaður er í lok sýningarinnar. Eini gallinn á verkinu kemur einmitt beint í kjölfar hápunktsins en það er lengd sýningarinnar. Hún spannar einungis tæpan klukkutíma og er klippt á framvinduna frekar snögglega. Hugmyndaauðgin í hópnum er slík að þau hljóta að eiga fleiri töfrabrögð í pokahorninu, allavega til að loka sýningunni á örlítið smellnari hátt. Lífið er uppgötvun, tilraunir og mistök þar sem fátt er um endanleg svör. Leikhúsið 10 fingur og sýningin Lífið nær að fanga þessar hugmyndir á fallegan og frumlegan hátt þar sem áhorfendur geta speglað sjálfa sig í tilburðum veranna tveggja. Þrátt fyrir að sýningin sé stíluð inn á yngstu kynslóðina þá eiga hin eldri fullt erindi á sýninguna.Niðurstaða: Frumleg, skemmtileg og myndræn sýning fyrir fólk á öllum aldri. Gagnrýni Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Lífið Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Lífið „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Lífið Liam Payne lagður til hinstu hvílu Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Leiklist 10 fingur Sýnt í tjarnarbíói Í tóminu, á mörkum leikhúss og myndlistar, mætast tvær verur í ljósaskiptunum. Hvaðan komu þær? Hvernig urðu þær til? Getur eitthvað orðið til úr engu? Leikhúsið 10 fingur stendur að sýningunni Lífið sem leikstýrt er af Charlotte Böving og sýnd um þessar mundir í Tjarnarbíói. Söguþráðurinn er af afskaplega skornum skammti en það kemur alls ekki að sök. Þess í stað er áhorfendum, á öllum aldri, boðið að fylla inn í eyðurnar af sinni eigin list og gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn. Í tilverunni eru engin svör bara fleiri spurningar sem spretta fram eins og blóm á moldarhaug. Það er okkar að skapa heiminn. Í fyrstu kviknar lífið rólega á sviðinu og skuggar, sem enn eiga eftir að finna sitt endanlega form, læðast fram á sjónarsviðið. En innan skamms birtast verurnar, leiknar af Sólveigu Guðmundsdóttur og Sveini Ólafi Gunnarssyni, ljóslifandi á sviðinu stórkostlega hissa á því að hreinlega vera til. Verurnar banka hvor í aðra, prufa raddböndin og smakka á heiminum til að skoða hvernig þetta virkar nú allt saman. Helga Arnalds stendur að hinni myndrænu hlið verksins og gerir það gríðarlega vel. Sviðsetningin er með einfaldasta móti; einungis hvítt lak í bakgrunni, svartur dúkur á gólfi og til hliðar nokkrir pokar af mold og grænar garðkönnur. Leikmyndin er flæðandi, tilfæranleg og tilvalin í tilraunir. Þeir fáu leikmunir sem koma við sögu eru nýttir til hins ýtrasta og sviðsmyndin umbreytist í bókstaflegt drullusvað þegar líða tekur á. Einnig er radd- og líkamsbeiting leikaranna tveggja hugvitsamleg og leikgleðin allsráðandi. Lýsingin, sem ég býst við að Helga hafi líka umsjón með, er einföld en einstaklega lipur. Lítið um prjál en mikið um skemmtilegar útfærslur þar sem verurnar tvær leika sér að ljóstírum og skuggum. Tónlist Margrétar Kristínar Blöndal er að sama skapi ljúf og er hápunkturinn sunginn lagstúfur sem spilaður er í lok sýningarinnar. Eini gallinn á verkinu kemur einmitt beint í kjölfar hápunktsins en það er lengd sýningarinnar. Hún spannar einungis tæpan klukkutíma og er klippt á framvinduna frekar snögglega. Hugmyndaauðgin í hópnum er slík að þau hljóta að eiga fleiri töfrabrögð í pokahorninu, allavega til að loka sýningunni á örlítið smellnari hátt. Lífið er uppgötvun, tilraunir og mistök þar sem fátt er um endanleg svör. Leikhúsið 10 fingur og sýningin Lífið nær að fanga þessar hugmyndir á fallegan og frumlegan hátt þar sem áhorfendur geta speglað sjálfa sig í tilburðum veranna tveggja. Þrátt fyrir að sýningin sé stíluð inn á yngstu kynslóðina þá eiga hin eldri fullt erindi á sýninguna.Niðurstaða: Frumleg, skemmtileg og myndræn sýning fyrir fólk á öllum aldri.
Gagnrýni Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Lífið Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Lífið „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Lífið Liam Payne lagður til hinstu hvílu Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira