Upplifir sig ekki fatlaða Friðrika Hjördís Geirsdóttir skrifar 31. október 2014 09:26 Steinunn Ása vinnur þessa dagana að uppbyggilegum verkefnum á mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar. vísir/ernir Steinunn Ása Þorvaldsdóttir er löngu orðin þjóðþekkt fyrir vaska framgöngu sína í sjónvarpi. Undanfarin misseri hafa þættirnir Með okkar augum verið sýndir í Ríkissjónvarpinu við miklar vinsældir. Steinunn og félagar hennar sjá bæði um dagskrárgerðina sjálfa sem og tæknivinnuna að stórum hluta. Hugmyndafræðin á bak við þáttagerðina er að sýna fram á að í hópi fatlaðra séu margir hæfileikaríkir einstaklingar en einnig að vinna gegn staðalímyndum og fordómum gagnvart fólki með fötlun af einhverju tagi. „Ég finn og sé að þátturinn hefur víkkað sjóndeildarhring almennings og álit á fötluðu fólki. Ég er viss um að með þessum þætti þá brutum við múra fyrir fatlað fólk og komum af stað eins konar byltingu til hins betra fyrir okkur,“ segir Steinunn. Þátturinn hefur hlotið töluvert mikla athygli og margar viðurkenningar, hann var meðal annars tilnefndur til Edduverðlaunanna á síðasta ári. Líf Steinunnar hefur breyst eftir tilurð þáttanna og lendir hún reglulega í því að fólk stoppi hana úti á götu til að spjalla. „Mér finnst skemmtilegt þegar fólk þekkir mig úti á götu og kemur að tali við mig enda finnst mér gaman að tala við fólk um heima og geima,“ segir hún og bætir við að þáttagerðin hafi gert henni svo gott. „Ég er orðin sjálfsöruggari og sterkari en nokkurn tímann áður.“Steinunn er vinamörg.mynd/úr einkasafniFann dauðann á mér Steinunn er fædd og uppalin í Vesturbænum og er nýflutt á heimaslóðir eftir mikið flakk. Í fyrsta skipti á lífsleiðinni býr hún ein. „Það tók mig óratíma að finna þessa íbúð en ég var heppin því að það eru 300 manns á biðlista eftir því að komast í félagslega íbúð. Ég bý í fyrsta skipti ein en ég bjó á Skólavörðustígnum með pabba áður en hann dó. Ég á þó marga góða að og fæ þá hjálp sem ég þarf,“ segir Steinunn. Faðir Steinunnar lést í ágúst síðastliðnum en móðir hennar lést fyrir þremur árum. Banamein þeirra beggja var krabbamein. „Mamma var ótrúlega sterk, ákveðin og dugleg kona sem kenndi mér margt í lífinu. Foreldrar mínir voru mér mikil hvatning í lífinu og á ég þeim margt að þakka. Það líður ekki sá dagur að ég hugsi ekki til þeirra og biðji fyrir þeim,“ segir hún. Steinunn var stödd á tónleikum í Hallgrímskirkju kvöldið áður en faðir hennar dó. „Það var svo skrítið að það var eins og ég fyndi á mér að hann væri farinn. Ég sat í kirkjunni og fann allt í einu fyrir stingandi og djúpri sorg. Ég fann hvernig tárin spruttu út og ég gjörsamlega lamaðist af sorg. Sem betur fer voru vinir mínir með mér og hugguðu mig. Það var svo um nóttina sem hann dó,“ segir hún. Faðir Steinunnar var henni stoð og stytta og bjuggu þau tvö saman síðustu árin sem hann lifði. „Við vorum mjög náin og ég hugsa mikið til hans, sérstaklega þegar ég er að hugsa um eitthvað sem ég þarf svör við, þá velti ég því fyrir mér hverju hann hefði svarað og hvaða ráð hann hefði gefið mér. En ég verð víst að sætta mig við það að hann er farinn og það er eðlilegur hluti af lífinu,“ segir hún. Steinunn á einn bróður, Óskar Hrafn Þorvaldsson fjölmiðlamann. „Núna erum við systkinin bara tvö eftir. Óskar og konan hans eru mér mikill styrkur og reynum við að vera eins mikið saman og tími gefst til. Ég er bara orðin svo sjálfstæð og upptekin,“ segir hún og hlær eins og henni er einni lagið. Steinunn elskar að vera í miðbænum.mynd/úr einkasafniUpplifði höfnun Grunnskólaganga Steinunnar var henni erfið og kveið hún oft fyrir því að fara í skólann. „Mér fannst erfitt að fara í skólann þar sem ég var reglulega lögð í einelti, mér sárnaði það mjög mikið og þetta var ekki góður tími,“ segir hún. Steinunn óskaði þess heitast að fá að fara í almennan skóla en á þessum tíma var það ekki valkostur. „Ég vildi fá að fara í venjulegan skóla og fá þá aðstoð við nám en ekki vera í Öskjuhlíðarskóla, það var þá fyrst sem mér fannst ég vera öðruvísi og fann fyrir höfnun. Kennararnir reyndu þó að gera allt sem þeir gátu til þess að gera líf mitt betra en þetta var bara eins og það var, mér hefur aldrei fundist ég vera fötluð en kannski gerði þessi reynsla mig að þeim sterka karakter sem ég er í dag,“ segir Steinunn. Bjartari tímar tóku þó við þegar Steinunn hóf nám í Borgarholtsskóla á sérnámsbraut fyrir fatlaða. „Námið í Borgó hefur nýst mér mjög vel, þarna lærði ég stærðfræði, íslensku, að prjóna, að sauma og svo var ég eini nemandinn sem fékk að læra frönsku,“ segir hún. Franskan er þó ekki eina tungumálið sem Steinunn hefur lært því að hún talar ítölsku reiprennandi. Á Ítalíu, nánar tiltekið í Feneyjum, bjó hún í tvö ár ásamt foreldrum sínum þegar faðir hennar vann þar í tölvufyrirtæki. Ásamt því að læra ítölsku lærði hún einnig skartgripagerð. „Það mætti segja að það hafi opnast fyrir hönnunarhæfileika mína á Ítalíu,“ segir Steinunn dreymin og hlær. „Ég hreinlega elska Ítalíu og allt sem við kemur því landi. Mig langar alveg óskaplega að snúa þangað aftur einn daginn og jafnvel halda hönnunarnámi áfram,“ segir hún.Situr aldrei aðgerðalaus Þessi unga og glæsilega kona sem mörgum er svo mikil fyrirmynd situr aldrei aðgerðalaus. Þessa dagana vinnur Steinunn að uppbyggilegum verkefnum á mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar og er að fjölmörgu að huga þar. Einnig hefur hún verið að kenna í fötlunarfræði í Háskóla Íslands. „Mannréttindi og aðbúnaður fatlaðra standa mér nærri. Í háskólanum kenni ég nemendum það hvernig á að umgangast fatlaða. Það er gert með virðingu og þekkingu. Sumir vita ekki hvernig þeir eiga að koma fram við fatlað fólk en maður á bara að koma fram við fatlað fólk eins og annað fólk, við erum bara ólík,“ segir Steinunn. Á milli þess sem Steinunn vinnur að því að breyta hugarfari gagnvart fötluðum semur hún ljóð, spilar listilega á píanó og syngur af hjartans lyst. Ný ástríða hefur svo látið á sér kræla í lífi Steinunnar en það er líkamsrækt og heilsusamlegt mataræði. „Þar sem ég fæddist með svokallað Williams-heilkenni þá fylgir því ákveðinn slaki í vöðvum og orkuleysi. Ég ákvað því að prófa að reyna að breyta mataræðinu og fara í líkamsrækt,“ segir hún. Steinunn finnur mikinn mun á sér eftir að hún tók heilsuna föstum tökum og mætir reglulega til þjálfara. „Hún Birna, þjálfarinn minn, er alveg yndisleg og segir mér alltaf að ein hreyfing á dag komi manni í lag. Ég mæti reglulega til hennar og held matardagbók,“ segir Steinunn og viðurkennir að hún sé svolítill sælkeri en dagbókin haldi henni á beinu brautinni.Félagarnir í Með okkar augum. Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Sjá meira
Steinunn Ása Þorvaldsdóttir er löngu orðin þjóðþekkt fyrir vaska framgöngu sína í sjónvarpi. Undanfarin misseri hafa þættirnir Með okkar augum verið sýndir í Ríkissjónvarpinu við miklar vinsældir. Steinunn og félagar hennar sjá bæði um dagskrárgerðina sjálfa sem og tæknivinnuna að stórum hluta. Hugmyndafræðin á bak við þáttagerðina er að sýna fram á að í hópi fatlaðra séu margir hæfileikaríkir einstaklingar en einnig að vinna gegn staðalímyndum og fordómum gagnvart fólki með fötlun af einhverju tagi. „Ég finn og sé að þátturinn hefur víkkað sjóndeildarhring almennings og álit á fötluðu fólki. Ég er viss um að með þessum þætti þá brutum við múra fyrir fatlað fólk og komum af stað eins konar byltingu til hins betra fyrir okkur,“ segir Steinunn. Þátturinn hefur hlotið töluvert mikla athygli og margar viðurkenningar, hann var meðal annars tilnefndur til Edduverðlaunanna á síðasta ári. Líf Steinunnar hefur breyst eftir tilurð þáttanna og lendir hún reglulega í því að fólk stoppi hana úti á götu til að spjalla. „Mér finnst skemmtilegt þegar fólk þekkir mig úti á götu og kemur að tali við mig enda finnst mér gaman að tala við fólk um heima og geima,“ segir hún og bætir við að þáttagerðin hafi gert henni svo gott. „Ég er orðin sjálfsöruggari og sterkari en nokkurn tímann áður.“Steinunn er vinamörg.mynd/úr einkasafniFann dauðann á mér Steinunn er fædd og uppalin í Vesturbænum og er nýflutt á heimaslóðir eftir mikið flakk. Í fyrsta skipti á lífsleiðinni býr hún ein. „Það tók mig óratíma að finna þessa íbúð en ég var heppin því að það eru 300 manns á biðlista eftir því að komast í félagslega íbúð. Ég bý í fyrsta skipti ein en ég bjó á Skólavörðustígnum með pabba áður en hann dó. Ég á þó marga góða að og fæ þá hjálp sem ég þarf,“ segir Steinunn. Faðir Steinunnar lést í ágúst síðastliðnum en móðir hennar lést fyrir þremur árum. Banamein þeirra beggja var krabbamein. „Mamma var ótrúlega sterk, ákveðin og dugleg kona sem kenndi mér margt í lífinu. Foreldrar mínir voru mér mikil hvatning í lífinu og á ég þeim margt að þakka. Það líður ekki sá dagur að ég hugsi ekki til þeirra og biðji fyrir þeim,“ segir hún. Steinunn var stödd á tónleikum í Hallgrímskirkju kvöldið áður en faðir hennar dó. „Það var svo skrítið að það var eins og ég fyndi á mér að hann væri farinn. Ég sat í kirkjunni og fann allt í einu fyrir stingandi og djúpri sorg. Ég fann hvernig tárin spruttu út og ég gjörsamlega lamaðist af sorg. Sem betur fer voru vinir mínir með mér og hugguðu mig. Það var svo um nóttina sem hann dó,“ segir hún. Faðir Steinunnar var henni stoð og stytta og bjuggu þau tvö saman síðustu árin sem hann lifði. „Við vorum mjög náin og ég hugsa mikið til hans, sérstaklega þegar ég er að hugsa um eitthvað sem ég þarf svör við, þá velti ég því fyrir mér hverju hann hefði svarað og hvaða ráð hann hefði gefið mér. En ég verð víst að sætta mig við það að hann er farinn og það er eðlilegur hluti af lífinu,“ segir hún. Steinunn á einn bróður, Óskar Hrafn Þorvaldsson fjölmiðlamann. „Núna erum við systkinin bara tvö eftir. Óskar og konan hans eru mér mikill styrkur og reynum við að vera eins mikið saman og tími gefst til. Ég er bara orðin svo sjálfstæð og upptekin,“ segir hún og hlær eins og henni er einni lagið. Steinunn elskar að vera í miðbænum.mynd/úr einkasafniUpplifði höfnun Grunnskólaganga Steinunnar var henni erfið og kveið hún oft fyrir því að fara í skólann. „Mér fannst erfitt að fara í skólann þar sem ég var reglulega lögð í einelti, mér sárnaði það mjög mikið og þetta var ekki góður tími,“ segir hún. Steinunn óskaði þess heitast að fá að fara í almennan skóla en á þessum tíma var það ekki valkostur. „Ég vildi fá að fara í venjulegan skóla og fá þá aðstoð við nám en ekki vera í Öskjuhlíðarskóla, það var þá fyrst sem mér fannst ég vera öðruvísi og fann fyrir höfnun. Kennararnir reyndu þó að gera allt sem þeir gátu til þess að gera líf mitt betra en þetta var bara eins og það var, mér hefur aldrei fundist ég vera fötluð en kannski gerði þessi reynsla mig að þeim sterka karakter sem ég er í dag,“ segir Steinunn. Bjartari tímar tóku þó við þegar Steinunn hóf nám í Borgarholtsskóla á sérnámsbraut fyrir fatlaða. „Námið í Borgó hefur nýst mér mjög vel, þarna lærði ég stærðfræði, íslensku, að prjóna, að sauma og svo var ég eini nemandinn sem fékk að læra frönsku,“ segir hún. Franskan er þó ekki eina tungumálið sem Steinunn hefur lært því að hún talar ítölsku reiprennandi. Á Ítalíu, nánar tiltekið í Feneyjum, bjó hún í tvö ár ásamt foreldrum sínum þegar faðir hennar vann þar í tölvufyrirtæki. Ásamt því að læra ítölsku lærði hún einnig skartgripagerð. „Það mætti segja að það hafi opnast fyrir hönnunarhæfileika mína á Ítalíu,“ segir Steinunn dreymin og hlær. „Ég hreinlega elska Ítalíu og allt sem við kemur því landi. Mig langar alveg óskaplega að snúa þangað aftur einn daginn og jafnvel halda hönnunarnámi áfram,“ segir hún.Situr aldrei aðgerðalaus Þessi unga og glæsilega kona sem mörgum er svo mikil fyrirmynd situr aldrei aðgerðalaus. Þessa dagana vinnur Steinunn að uppbyggilegum verkefnum á mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar og er að fjölmörgu að huga þar. Einnig hefur hún verið að kenna í fötlunarfræði í Háskóla Íslands. „Mannréttindi og aðbúnaður fatlaðra standa mér nærri. Í háskólanum kenni ég nemendum það hvernig á að umgangast fatlaða. Það er gert með virðingu og þekkingu. Sumir vita ekki hvernig þeir eiga að koma fram við fatlað fólk en maður á bara að koma fram við fatlað fólk eins og annað fólk, við erum bara ólík,“ segir Steinunn. Á milli þess sem Steinunn vinnur að því að breyta hugarfari gagnvart fötluðum semur hún ljóð, spilar listilega á píanó og syngur af hjartans lyst. Ný ástríða hefur svo látið á sér kræla í lífi Steinunnar en það er líkamsrækt og heilsusamlegt mataræði. „Þar sem ég fæddist með svokallað Williams-heilkenni þá fylgir því ákveðinn slaki í vöðvum og orkuleysi. Ég ákvað því að prófa að reyna að breyta mataræðinu og fara í líkamsrækt,“ segir hún. Steinunn finnur mikinn mun á sér eftir að hún tók heilsuna föstum tökum og mætir reglulega til þjálfara. „Hún Birna, þjálfarinn minn, er alveg yndisleg og segir mér alltaf að ein hreyfing á dag komi manni í lag. Ég mæti reglulega til hennar og held matardagbók,“ segir Steinunn og viðurkennir að hún sé svolítill sælkeri en dagbókin haldi henni á beinu brautinni.Félagarnir í Með okkar augum.
Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið