Skuldadagar Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 31. október 2014 07:00 „Íslenskt heilbrigðiskerfi verður að vera samkeppnisfært við nágrannalönd um tækjakost, aðbúnað sjúklinga og aðstæður starfsmanna.“ Svo segir í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Engu að síður er það ekkert launungarmál og líklegast nokkuð óumdeilt að staðan í heilbrigðismálum á Íslandi hefur farið hríðversnandi frá hruni. Landflótti lækna ógnar kerfinu og Læknafélagið hefur um árabil varað við niðurskurði í greininni. Fáir læknar ef einhverjir sækja um lausar stöður. Heimilislækna vantar sárlega til starfa á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni eru fáir fastráðnir læknar. Á Landspítalanum er mikil undirmönnun og þá sérstaklega í sérgreinum, eins og krabbameinslækningum. Miðað við spár um brottflutning sem og hækkun meðalaldurs lækna er ljóst að læknaskortur er orðinn viðvarandi vandi. Ofan á það bætist að aðstaða á þjóðarspítalanum er algerlega óviðunandi. Fréttir af plássleysi, biluðum tækjabúnaði, myglu eða leka á ýmsum viðkvæmum deildum spítalans eru orðnar eins fastur liður og fréttir af fyrstu snjókomunni eða lóunni. Læknar halda því fram að kjör þeirra séu engan veginn sambærileg við kjör sem þeim standa til boða erlendis og þeir hafi dregist aftur úr í samanburði við aðrar háskólamenntaðar stéttir. Af þeim sökum boðuðu þeir til verkfalls sem hefur nú staðið yfir í tæpa viku. Verkfallið er skipulagt í tveggja daga hollum þar sem ákveðnir hópar lækna skiptast á að fara í verkfall tvo daga í senn. Fresta hefur þurft aðgerðum sem ekki teljast til bráðatilfella, þar á meðal hjartaaðgerðum. Enn verri staða verður uppi í næstu viku þegar svæfingar- og skurðlæknar leggja niður störf í beit, þá mun meðal annars þurfa að fresta krabbameinsaðgerðum. Læknar hafa hingað til passað vel upp á að aðgerðir þeirra stofni ekki lífi sjúklinga í hættu. Barátta þeirra felur hins vegar í sér óhjákvæmilegar tafir á meðferð fjölda fólks og því lengur sem þessar aðgerðir vara þeim mun meiri hætta er á að þær hafi alvarlegar ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir einstaka sjúklinga. Það er því áhyggjuefni að staðan í viðræðum deiluaðila virðist í fullkomnum hnút. Læknar krefjast, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, allt að 36 prósenta hækkunar, á meðan ríkið er tilbúið að hækka laun þeirra um 2,5 til 3 prósent. Himinn og haf er þarna á milli og því líklegast langt í að niðurstaða fáist. Það þarf varla að taka það fram að samkeppnishæf laun eru lykilatriði til að stöðva landflóttann og manna þær stöður sem vantar upp á í heilbrigðiskerfinu. Þá verður að tryggja að annar aðbúnaður sé í það minnsta boðlegur. Miðað við fyrirheit stjórnvalda sem boðuð voru við myndun ríkisstjórnarinnar vorið 2013 hljóta læknar að eiga von á því að komið verði til móts við þá í þessum kjaraviðræðum. Í ræðu á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins í fyrra sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra: „Við getum ekki boðið sjúklingum né starfsfólki í heilbrigðiskerfinu upp á viðvarandi niðurskurð og óöryggi. Ekkert okkar vill horfa upp á hnignun á þessu sviði. Öll eigum við heilbrigðiskerfinu skuld að gjalda.“ Ef staðan í þjóðarbúinu er sú að ekki er hægt að hækka laun lækna um tugi prósenta verða stjórnvöld allavega að sýna fram á vilja til að bæta aðstæður og kjör þeirra til framtíðar. Boð um 2,5 til 3 prósenta hækkun lýsir ekki slíkum vilja. Hnignun heilbrigðiskerfisins er staðreynd. Það er komið að skuldadögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun
„Íslenskt heilbrigðiskerfi verður að vera samkeppnisfært við nágrannalönd um tækjakost, aðbúnað sjúklinga og aðstæður starfsmanna.“ Svo segir í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Engu að síður er það ekkert launungarmál og líklegast nokkuð óumdeilt að staðan í heilbrigðismálum á Íslandi hefur farið hríðversnandi frá hruni. Landflótti lækna ógnar kerfinu og Læknafélagið hefur um árabil varað við niðurskurði í greininni. Fáir læknar ef einhverjir sækja um lausar stöður. Heimilislækna vantar sárlega til starfa á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni eru fáir fastráðnir læknar. Á Landspítalanum er mikil undirmönnun og þá sérstaklega í sérgreinum, eins og krabbameinslækningum. Miðað við spár um brottflutning sem og hækkun meðalaldurs lækna er ljóst að læknaskortur er orðinn viðvarandi vandi. Ofan á það bætist að aðstaða á þjóðarspítalanum er algerlega óviðunandi. Fréttir af plássleysi, biluðum tækjabúnaði, myglu eða leka á ýmsum viðkvæmum deildum spítalans eru orðnar eins fastur liður og fréttir af fyrstu snjókomunni eða lóunni. Læknar halda því fram að kjör þeirra séu engan veginn sambærileg við kjör sem þeim standa til boða erlendis og þeir hafi dregist aftur úr í samanburði við aðrar háskólamenntaðar stéttir. Af þeim sökum boðuðu þeir til verkfalls sem hefur nú staðið yfir í tæpa viku. Verkfallið er skipulagt í tveggja daga hollum þar sem ákveðnir hópar lækna skiptast á að fara í verkfall tvo daga í senn. Fresta hefur þurft aðgerðum sem ekki teljast til bráðatilfella, þar á meðal hjartaaðgerðum. Enn verri staða verður uppi í næstu viku þegar svæfingar- og skurðlæknar leggja niður störf í beit, þá mun meðal annars þurfa að fresta krabbameinsaðgerðum. Læknar hafa hingað til passað vel upp á að aðgerðir þeirra stofni ekki lífi sjúklinga í hættu. Barátta þeirra felur hins vegar í sér óhjákvæmilegar tafir á meðferð fjölda fólks og því lengur sem þessar aðgerðir vara þeim mun meiri hætta er á að þær hafi alvarlegar ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir einstaka sjúklinga. Það er því áhyggjuefni að staðan í viðræðum deiluaðila virðist í fullkomnum hnút. Læknar krefjast, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, allt að 36 prósenta hækkunar, á meðan ríkið er tilbúið að hækka laun þeirra um 2,5 til 3 prósent. Himinn og haf er þarna á milli og því líklegast langt í að niðurstaða fáist. Það þarf varla að taka það fram að samkeppnishæf laun eru lykilatriði til að stöðva landflóttann og manna þær stöður sem vantar upp á í heilbrigðiskerfinu. Þá verður að tryggja að annar aðbúnaður sé í það minnsta boðlegur. Miðað við fyrirheit stjórnvalda sem boðuð voru við myndun ríkisstjórnarinnar vorið 2013 hljóta læknar að eiga von á því að komið verði til móts við þá í þessum kjaraviðræðum. Í ræðu á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins í fyrra sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra: „Við getum ekki boðið sjúklingum né starfsfólki í heilbrigðiskerfinu upp á viðvarandi niðurskurð og óöryggi. Ekkert okkar vill horfa upp á hnignun á þessu sviði. Öll eigum við heilbrigðiskerfinu skuld að gjalda.“ Ef staðan í þjóðarbúinu er sú að ekki er hægt að hækka laun lækna um tugi prósenta verða stjórnvöld allavega að sýna fram á vilja til að bæta aðstæður og kjör þeirra til framtíðar. Boð um 2,5 til 3 prósenta hækkun lýsir ekki slíkum vilja. Hnignun heilbrigðiskerfisins er staðreynd. Það er komið að skuldadögum.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun