Lífið

Leita að leikurum í Hjartastein

Freyr Bjarnason skrifar
Hjartasteinn er fyrsta kvikmynd Guðmundar Arnar í fullri lengd.
Hjartasteinn er fyrsta kvikmynd Guðmundar Arnar í fullri lengd. Fréttablaðið/Valli
Framleiðslufyrirtækið Join Motion Pictures leitar nú að ungum leikurum fyrir kvikmyndina Hjartastein eftir Guðmund Arnar Guðmundsson, sem áætlað er að fari í tökur í ágúst á næsta ári.

Strákar á aldrinum 11 til 17 ára og stelpur á aldrinum 12 til 17 eru hvött til að sækja um, en áheyrnarprufur verða haldnar í nóvember. Hjartasteinn gerist yfir sumar í litlu sjávarþorpi á Íslandi og fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inn í unglingsárin og uppgötva ástina.

Guðmundur Arnar Guðmundsson er bæði handritshöfundur og leikstjóri myndarinnar. Hjartasteinn er fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd en fyrr á árinu hlaut verkefnið Warnier Posta-verðlaunin á samframleiðslumarkaði Kvikmyndahátíðar Hollands og einnig hlaut Guðmundur þann heiður að vera valinn með Hjartastein í fjögurra mánaða leikstjórnarsmiðju Cannes-kvikmyndahátíðarinnar.

Guðmundur er þekktur fyrir stuttmyndirnar Hvalfjörður og Ártún, sem unnið hafa til fjölda verðlauna á virtum hátíðum víða um heim.

Hægt er að senda umsóknir á netfangið: casting@joinmotionpictures.com






Fleiri fréttir

Sjá meira


×