Lífið

Fataskápurinn: Klæði mig eftir skapi

Saga Sigurðardóttir, ljósmyndari.
Saga Sigurðardóttir, ljósmyndari. vísir/vilhelm
Saga Sig er þekkt fyrir fallegan og einstakan stíl. Hún opnaði fataskápinn fyrir Lífið og sýndi okkur uppáhaldshlutina sína.

„Hann er breytilegur eftir skapi, stað og stund. Getur verið svört

dragt og hvít skyrta þegar ég er að fara á vinnufund, eða kimono,

undirkjóll og há stígvél ef ég er að fara út á kvöldin. Ég er

yfirleitt frekar dökkklædd, finnst 70´s vera flott, elska kögur,

flauel, falleg undirföt, rússkinn, falleg print, há stígvél, blúndur,

rautt, langar neglur, leður, kímonóa, stórar ullarpeysur, pelsa,

hatta, fallegt skart og er yfirleitt með varalit," segir Saga um fatastíl sinn.

„Ég eltist meira við trend þegar ég var yngri, það er auðvitað

partur af vinnu minni í tísku að vita hvað er í gangi, en hjá sjálfri

mér er ég með minn eigin stíl. Þó maður fylgist ekki beint með

trendum held ég að tíðarandinn síist svona óbeint inn hjá manni."

„Ég versla helst við íslenska hönnuði, fataskápurinn minn

samstendur af Jör, Kalda, Aftur, Hildi Yeoman og REY, ótrúlega vandað

hjá þeim og svo bæti ég við vintage úr Nostalgíu og Spúútnik. Ég kaupi

mér skó í 38 þrep eða frá Miista. Vil frekar versla sjaldnar en þá

vandaða og fallega hönnun."

Hvíti úlfapelsinn minn

Keypti þennan fallega pels í Nostalgiu, ótrúlega fallegur og hlýr. Elska að hann sé með hettu, er aldrei kalt þegar ég er í þessum.

Peysa frá mömmu minni

Peysa sem mamma prjónaði. Mamma er dugleg að prjóna peysur á mig, hún algjör listakona.

Fálkafjöður

Fálkafjöður úr Aurum, Bjarni kærastinn minn gaf mér menið í afmælisgjöf.

Miumiu-gleraugun mín

Mig var búið að langa í þau lengi. Langþráður draumur um að eiga gleraugu sem fara mér loksins búinn að rætast  og ég elska lögunina á þeim.

Rauðu Miista-stígvélin mín.

Ég elska há stígvél, þessi eru mjög þægileg og ég á þau bæði í rauðu og sægrænu.Ég er í „sample“ size, sem er stærð 37, svo ég fæ oft gefins skó frá skóhönnuðum sem ég vinn með. Þessi eru frá Miista.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×