Idol-söngkona vinsæl í Granada 1. nóvember 2014 13:00 Anna Hlín Söngkonan Anna Hlín Sekulic-Lewis, sem lenti í öðru sæti í Idol Stjörnuleit 2009, hefur slegið í gegn á útvarpsstöð í Granada á Spáni. Lag hennar Everybody‘s Saying hefur náð mikilli spilun þar í borg. „Það voru Íslendingar þarna úti sem heyrðu lagið þar og létu mig vita. Mér fannst það mjög sérstakt, en á sama tíma var það draumi líkast,“ segir Anna. Hana grunar reyndar að fjölskylda mannsins hennar, sem er frá Granada, hafi komið laginu í spilun. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=gfywcbi4y4k">watch on YouTube</a> Lagið er í reggístíl, en Anna segist ekki vilja einkenna sig við þann stíl frekar en annan. „Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að flokka mig, ég er bara tónlistarkona sem gerir það sem kallar á mig hverju sinni.“ Hún býr í Noregi ásamt manni sínum og rekur þar sinn eigið tónleikastað. „Ég er líka á fullu að vinna í nýju efni og ætla að reyna að koma því í spilun hérna úti og svo er jólalag á leiðinni.“ Aðspurð hvort hún hafi fengið einhverja undarlega athygli eða vinabeiðnir á Facebook frá Granada segir hún svo ekki vera. „Íslendingarnir eru aðallega að heyra í mér vegna lagsins og segja mér hvað þeir séu stoltir yfir að heyra það þarna úti.“ Idol Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Söngkonan Anna Hlín Sekulic-Lewis, sem lenti í öðru sæti í Idol Stjörnuleit 2009, hefur slegið í gegn á útvarpsstöð í Granada á Spáni. Lag hennar Everybody‘s Saying hefur náð mikilli spilun þar í borg. „Það voru Íslendingar þarna úti sem heyrðu lagið þar og létu mig vita. Mér fannst það mjög sérstakt, en á sama tíma var það draumi líkast,“ segir Anna. Hana grunar reyndar að fjölskylda mannsins hennar, sem er frá Granada, hafi komið laginu í spilun. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=gfywcbi4y4k">watch on YouTube</a> Lagið er í reggístíl, en Anna segist ekki vilja einkenna sig við þann stíl frekar en annan. „Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að flokka mig, ég er bara tónlistarkona sem gerir það sem kallar á mig hverju sinni.“ Hún býr í Noregi ásamt manni sínum og rekur þar sinn eigið tónleikastað. „Ég er líka á fullu að vinna í nýju efni og ætla að reyna að koma því í spilun hérna úti og svo er jólalag á leiðinni.“ Aðspurð hvort hún hafi fengið einhverja undarlega athygli eða vinabeiðnir á Facebook frá Granada segir hún svo ekki vera. „Íslendingarnir eru aðallega að heyra í mér vegna lagsins og segja mér hvað þeir séu stoltir yfir að heyra það þarna úti.“
Idol Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira