Lífið

Bjössi bolla snýr við blaðinu

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Bjössi bolla er alltaf jafn hress og finnst gaman að sprella.
Bjössi bolla er alltaf jafn hress og finnst gaman að sprella. vísir/gva
Það þekkja flestir landsmenn ólátabelginn hann Bjössa bollu. Það nýjasta sem hann tók sér fyrir hendur var að skrifa bók, en hún heitir Bjössi bolla, órabelgur og prakkari. Bjössi var, eins og þeir sem eru eldri vita, í Stundinni okkar á sínum tíma og sló í gegn þar.

„Besti vinur minn hann Magnús Ólafsson leikari kom mér í það sko, hann er umboðsmaðurinn minn.“

Bókin fjallar um uppátæki hans og þegar hann var í sveitinni í sumar hjá ömmu sinni og afa, þar sem hann hjálpaði til við bústörfin. Hann er hins vegar mikill prakkari og lætur illa svo hann lendir í ýmsum óhöppum og ævintýrum.

Áður fyrr var hann þekktur fyrir að vera mikill sælkeri sem heimtaði sælgæti á hverjum degi og borðaði bara óhollustu, en í dag hefur hann snúið við blaðinu

„Já, mamma sagði bara stopp, hingað og ekki lengra kallinn minn. Ég var búinn að missa allar tennurnar og var orðinn svo stór.

Nú borða ég bara hafragraut og tek lýsi og fæ bara nammidag einu sinni í viku. Ég er líka miklu hraustari,“ segir Bjössi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×