Lífið

Fyrsta einkasýning Einars

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Teiknar tónlistina - Einar Örn hefur gaman af því að búa til ákveðið ástand.
Teiknar tónlistina - Einar Örn hefur gaman af því að búa til ákveðið ástand. Fréttablaðið/andri
„Þetta er formfast oft á tíðum hjá mér,“ segir tónlistarmaðurinn Einar Örn Benediktsson, sem opnar sína fyrstu myndlistarsýningu í Galleríi Listamönnum á miðvikudaginn.

„Haraldur Jónsson myndlistarmaður sagði að ég væri bara að teikna tónlist Ghostigital. Það er að vísu alveg til í því, af því að ég hlýt að vera tónlistin sem ég spila, þannig að ég hlýt líka að vera teikningin sem ég teikna. Ég hef voðalega gaman af því að teikna og ég hef líka voða gaman af því að spila – að búa til svona ástand.“

Einar kallar teikningar sínar „one liners“ eða einnar línu teikningar. „Það er náttúrulega smá orðaleikur af því að „one liners“ eru oft frægar setningar þannig að þessar myndir eru svona frægar setningar. Það er saga í hverri einustu mynd auðvitað, en hverjar þær eru get ég bara sagt síðar,“ segir Einar, sem kveðst aðallega teikna vini sína og atvik úr eigin lífi.

„Margar af þessum teikningum eru þannig að ég set pennann niður og tek hann ekki upp þar til penninn hittir aftur á upphafsstað. Þetta er ein lína í raun og veru, einn hringur sem tekur mörgum breytingum á leið sinni. Þegar ég er búinn að því svindla ég stundum og skreyti þær.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×