Fallegt, en stundum kraftlaust Jónas Sen skrifar 5. nóvember 2014 12:30 Nelson Goerner Nordicphotos/Getty Tónlist: Heimspíanistar í Hörpu Nelson Goerner Tónleikar í Hörpu sunnudaginn 2. nóvember. Heimspíanistar í Hörpu er tónleikaröð með frábærum píanóleikurum. Oftar en ekki hafa þeir unnið til verðlauna í alþjóðlegri keppni. Urmull er af fínum píanistum; keppni er þar af leiðandi hugsuð til að veita þeim tækifæri til að hasla sér völl í tónlistarheiminum. Þetta virðist vera á undanhaldi. Hér áður fyrr komust sigurvegararnir á forsíður stórblaðanna. Nú þykir það ekkert merkilegt lengur. Í dag þarf fólk því að beita öðrum ráðum til að vekja á sér athygli. Mestanpartinn er það frumleikinn á YouTube sem ræður. Helst verður það að vera eitthvað fáránlegt. Ef manni tækist að syngja lag eftir Schubert með endaþarminum væri það stórfrétt. Maður yrði frægur á svipstundu og þyrfti enga keppni. Að þessu sinni var það Nelson Goerner sem lék á flygilinn í Norðurljósum í Hörpu. Hann var sigurvegarinn í Franz Liszt-keppninni á sínum tíma, og líka í píanókeppninni í Genf. Svo er hann auðvitað á YouTube, en þar eru mörg frábær myndskeið með honum. Þó er þar engin viðundrasýning. Tónleikarnir byrjuðu á sónötu K 282 eftir Mozart. Upphafið var rólegt og Goerner lék af unaðslegri mýkt. Hljómurinn í slaghörpunni var dásamlegur. Hraðari kaflar á eftir komu samt ekki eins vel út, hvernig sem á því stóð. Sum tónahlaupin liðu fyrir ónákvæmni og rytminn hefði mátt vera markvissari. Betra var næsta verk á efnisskránni, Kreisleriana eftir Schumann. Þar var leikur Goerners andríkur, allar andstæðurnar í tónlistinni voru skemmtilega útfærðar. Það var gott flæði í tónlistinni, en þó vantaði aðeins upp á kraftinn. Hljómurinn í flyglinum hefði mátt vera öflugri. Magnaðir hápunktar eiga að koma fyrir í verkinu, en þeir misstu stundum marks á tónleikunum. Eftir hlé voru prelúdíur Chopins á dagskrá. Þær eru 24 talsins, yfirleitt mjög stuttar, hálfgerð örverk. Þarna var Goerner í essinu sínu. Túlkunin var litrík og spennandi, og tæknin var óaðfinnanleg. Ef hægt er að gagnrýna eitthvað, þá er það helst pedalnotkunin. Hún var dálítið mikil. Sérstaklega í sextándu prelúdíunni, sem fyrir bragðið var ekki nógu spennandi. Bassinn var of gruggugur. En yfirleitt var leikur Goerners flottur. Aukalögin voru skemmtileg. Hið fyrra var fjórða prelúdían úr bók I eftir Debussy. Þar voru litbrigðin mögnuð. Seinna aukalagið var hin sjaldheyrða Schulz-Evler-útsetning á Dónárvalsinum eftir Strauss. Píanistinn hristi hana fram úr erminni eins og ekkert væri. Það var svo sannarlega flugeldasýning.Niðurstaða: Fagur tónn, margbrotin, innileg túlkun en hefði að ósekju mátt vera snarpari. Gagnrýni Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist: Heimspíanistar í Hörpu Nelson Goerner Tónleikar í Hörpu sunnudaginn 2. nóvember. Heimspíanistar í Hörpu er tónleikaröð með frábærum píanóleikurum. Oftar en ekki hafa þeir unnið til verðlauna í alþjóðlegri keppni. Urmull er af fínum píanistum; keppni er þar af leiðandi hugsuð til að veita þeim tækifæri til að hasla sér völl í tónlistarheiminum. Þetta virðist vera á undanhaldi. Hér áður fyrr komust sigurvegararnir á forsíður stórblaðanna. Nú þykir það ekkert merkilegt lengur. Í dag þarf fólk því að beita öðrum ráðum til að vekja á sér athygli. Mestanpartinn er það frumleikinn á YouTube sem ræður. Helst verður það að vera eitthvað fáránlegt. Ef manni tækist að syngja lag eftir Schubert með endaþarminum væri það stórfrétt. Maður yrði frægur á svipstundu og þyrfti enga keppni. Að þessu sinni var það Nelson Goerner sem lék á flygilinn í Norðurljósum í Hörpu. Hann var sigurvegarinn í Franz Liszt-keppninni á sínum tíma, og líka í píanókeppninni í Genf. Svo er hann auðvitað á YouTube, en þar eru mörg frábær myndskeið með honum. Þó er þar engin viðundrasýning. Tónleikarnir byrjuðu á sónötu K 282 eftir Mozart. Upphafið var rólegt og Goerner lék af unaðslegri mýkt. Hljómurinn í slaghörpunni var dásamlegur. Hraðari kaflar á eftir komu samt ekki eins vel út, hvernig sem á því stóð. Sum tónahlaupin liðu fyrir ónákvæmni og rytminn hefði mátt vera markvissari. Betra var næsta verk á efnisskránni, Kreisleriana eftir Schumann. Þar var leikur Goerners andríkur, allar andstæðurnar í tónlistinni voru skemmtilega útfærðar. Það var gott flæði í tónlistinni, en þó vantaði aðeins upp á kraftinn. Hljómurinn í flyglinum hefði mátt vera öflugri. Magnaðir hápunktar eiga að koma fyrir í verkinu, en þeir misstu stundum marks á tónleikunum. Eftir hlé voru prelúdíur Chopins á dagskrá. Þær eru 24 talsins, yfirleitt mjög stuttar, hálfgerð örverk. Þarna var Goerner í essinu sínu. Túlkunin var litrík og spennandi, og tæknin var óaðfinnanleg. Ef hægt er að gagnrýna eitthvað, þá er það helst pedalnotkunin. Hún var dálítið mikil. Sérstaklega í sextándu prelúdíunni, sem fyrir bragðið var ekki nógu spennandi. Bassinn var of gruggugur. En yfirleitt var leikur Goerners flottur. Aukalögin voru skemmtileg. Hið fyrra var fjórða prelúdían úr bók I eftir Debussy. Þar voru litbrigðin mögnuð. Seinna aukalagið var hin sjaldheyrða Schulz-Evler-útsetning á Dónárvalsinum eftir Strauss. Píanistinn hristi hana fram úr erminni eins og ekkert væri. Það var svo sannarlega flugeldasýning.Niðurstaða: Fagur tónn, margbrotin, innileg túlkun en hefði að ósekju mátt vera snarpari.
Gagnrýni Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira