Lífið

Týnd mynd verður útgefin

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Orson Welles var sérvitur en vinsæll leikstjóri.
Orson Welles var sérvitur en vinsæll leikstjóri. nordicphotos/getty
Kvikmyndafyrirtækið Royal Road Entertainment hefur keypt réttindin að hinni týndu kvikmynd Orson Welles, The Other Side of the Wind, sem hefur verið kölluð „frægasta óútgefna mynd allra tíma“. Myndin verður frumsýnd á næsta ári.

Welles lést árið 1985 og náði því ekki að klára myndina sem hann hafði unnið að í langan tíma en það voru aðallega fjárhagsleg vandamál sem komu í veg fyrir það. Royal Road mun klippa myndina úr upprunalegu filmunni.

Svo skemmtilega vill til að myndin fjallar einmitt um leikstjóra sem berst við að klára meistaraverkið sitt á meðan kerfið í Hollywood þrengir að.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×