Lögreglustjórinn er með fyrirvara Sigurjón M. Egilsson skrifar 6. nóvember 2014 07:00 Lögreglustjórinn í Reykjavík mætti fyrir þingnefnd til að svara til um njósnir og gagnasafn lögreglunnar um lýðfrjálsa samborgara sína. Eins og kunnugt er safnaði lögreglan býsnum af upplýsingum um almenning og færði í skýrslur. Áherslan virðist hafa verið lögð á að færa til bókar stjórnmálaskoðanir þeirra sem lögreglunni þótti ástæða til að afla upplýsinga um. Starf lögreglunnar var nokkuð umfangsmikið. Flugumenn lögreglunnar fóru víða við upplýsingaöflun sína. Hvað um aðrar njósnir? „Eftir því sem ég best veit þá er þetta einstakt dæmi. Ég veit ekki til þess að það séu til fleiri svona skýrslur. Ég hef a.m.k. ekki séð fleiri svona skýrslur,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir við þingnefndina í gær. Lögreglustjórinn gætir þess að fullyrða ekkert um önnur tilfelli. Segi hún satt má ráða að hún hafi kosið að spyrja einskis, vita ekkert um önnur njósnamál lögreglunnar, séu þau til staðar, og kýs að hafa allan fyrirvara á svari sínu. Hún veit ekki, hefur ekki séð önnur mál. Hún hikar í svarinu. Á sama tíma segir lögreglustjórinn lögregluna safna upplýsingum um þá sem standi fyrir mótmælum á hverjum tíma og hvernig þau fara fram. En er lögreglan þá með einhverjum hætti í dag að safna upplýsingum um stjórnmálalegar skoðanir einstaklinga í þjóðfélaginu? „Nei, ég get fullyrt að svo er ekki. Við höldum ekki gagnagrunna um skoðanir fólks, pólitískar skoðanir eða neitt slíkt,“ sagði Sigríður Björk. Vandséð er hvernig þetta fer saman, að safna upplýsingum um fólk og segja nánast í sama svari að ekki séu haldnir gagnagrunnar um skoðanir fólks, meðal annars pólitískar skoðanir „…eða neitt slíkt.“ Þetta svar verður seint kokgleypt. Því kom lögreglustjórinn ekki betur undirbúinn til fundar við þingnefndina? Hvers vegna var ekki hægt að svara fyrirvaralaust hvort til væru aðrar skýrslur um samborgana eða ekki? Lögreglustjórinn er í kjöraðstöðu til að kynna sér málið. Af hverju veit lögreglustjórinn ekki fyrir víst hvort fóðrið í Stasiskýrslu Geirs Jóns Þórissonar sé einstakt eða ekki? Er það svar lögreglustjórans tekið gilt, að hún hafi ekki séð aðrar skýrslur? Nei. Lét þingnefndin þessi svör duga, hálfkveðnar vísur og loðin svör? Já, svo virðist vera. Lögreglan hafði fyrir því að færa ýmislegt til bókar um framgöngu Birgittu Jónsdóttur, nú alþingismanns. Birgitta var á fundinum með lögreglustjóranum: „Ég verð að segja það fyrir mína parta, eftir að hafa lesið þessa skýrslu, að ég er mjög óörugg gagnvart ykkur. Mér finnst það mjög óþægilegt þegar ég les um það hvernig lögreglan túlkar hvernig starfsmenn þingsins hugsa um ákveðna þingmenn. Mér finnst þetta mjög alvarlegt mál,“ sagði Birgitta við fulltrúa lögreglunnar á nefndarfundinum. Birgittu finnst þetta alvarlegt mál. Það á við um fleiri og svo eru greinilega fleiri sjónarmið uppi um það. Geir Jón segir sjálfur að skýrslan hafi ekki verið ætluð til húslestrar, en samt í áttina að því, ekki rétt? Innihaldið var allavega eins fundar virði, í musterinu að Háaleitisbraut 1 í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Lögreglustjórinn í Reykjavík mætti fyrir þingnefnd til að svara til um njósnir og gagnasafn lögreglunnar um lýðfrjálsa samborgara sína. Eins og kunnugt er safnaði lögreglan býsnum af upplýsingum um almenning og færði í skýrslur. Áherslan virðist hafa verið lögð á að færa til bókar stjórnmálaskoðanir þeirra sem lögreglunni þótti ástæða til að afla upplýsinga um. Starf lögreglunnar var nokkuð umfangsmikið. Flugumenn lögreglunnar fóru víða við upplýsingaöflun sína. Hvað um aðrar njósnir? „Eftir því sem ég best veit þá er þetta einstakt dæmi. Ég veit ekki til þess að það séu til fleiri svona skýrslur. Ég hef a.m.k. ekki séð fleiri svona skýrslur,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir við þingnefndina í gær. Lögreglustjórinn gætir þess að fullyrða ekkert um önnur tilfelli. Segi hún satt má ráða að hún hafi kosið að spyrja einskis, vita ekkert um önnur njósnamál lögreglunnar, séu þau til staðar, og kýs að hafa allan fyrirvara á svari sínu. Hún veit ekki, hefur ekki séð önnur mál. Hún hikar í svarinu. Á sama tíma segir lögreglustjórinn lögregluna safna upplýsingum um þá sem standi fyrir mótmælum á hverjum tíma og hvernig þau fara fram. En er lögreglan þá með einhverjum hætti í dag að safna upplýsingum um stjórnmálalegar skoðanir einstaklinga í þjóðfélaginu? „Nei, ég get fullyrt að svo er ekki. Við höldum ekki gagnagrunna um skoðanir fólks, pólitískar skoðanir eða neitt slíkt,“ sagði Sigríður Björk. Vandséð er hvernig þetta fer saman, að safna upplýsingum um fólk og segja nánast í sama svari að ekki séu haldnir gagnagrunnar um skoðanir fólks, meðal annars pólitískar skoðanir „…eða neitt slíkt.“ Þetta svar verður seint kokgleypt. Því kom lögreglustjórinn ekki betur undirbúinn til fundar við þingnefndina? Hvers vegna var ekki hægt að svara fyrirvaralaust hvort til væru aðrar skýrslur um samborgana eða ekki? Lögreglustjórinn er í kjöraðstöðu til að kynna sér málið. Af hverju veit lögreglustjórinn ekki fyrir víst hvort fóðrið í Stasiskýrslu Geirs Jóns Þórissonar sé einstakt eða ekki? Er það svar lögreglustjórans tekið gilt, að hún hafi ekki séð aðrar skýrslur? Nei. Lét þingnefndin þessi svör duga, hálfkveðnar vísur og loðin svör? Já, svo virðist vera. Lögreglan hafði fyrir því að færa ýmislegt til bókar um framgöngu Birgittu Jónsdóttur, nú alþingismanns. Birgitta var á fundinum með lögreglustjóranum: „Ég verð að segja það fyrir mína parta, eftir að hafa lesið þessa skýrslu, að ég er mjög óörugg gagnvart ykkur. Mér finnst það mjög óþægilegt þegar ég les um það hvernig lögreglan túlkar hvernig starfsmenn þingsins hugsa um ákveðna þingmenn. Mér finnst þetta mjög alvarlegt mál,“ sagði Birgitta við fulltrúa lögreglunnar á nefndarfundinum. Birgittu finnst þetta alvarlegt mál. Það á við um fleiri og svo eru greinilega fleiri sjónarmið uppi um það. Geir Jón segir sjálfur að skýrslan hafi ekki verið ætluð til húslestrar, en samt í áttina að því, ekki rétt? Innihaldið var allavega eins fundar virði, í musterinu að Háaleitisbraut 1 í Reykjavík.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun