Að þurfa að safna fyrir sjálfsögðum hlut Kjartan Atli Kjartansson skrifar 6. nóvember 2014 07:00 Fólk á Vesturlandi þarf nú að safna aftur fyrir sneiðmyndatæki, eftir að það gamla bilaði. Gamla tækið var keypt árið 2006 og söfnuðu einstaklingar, fyrirtæki og frjáls félagasamtök fyrir því, eins og sagt var frá á Vísi í vikunni. Á vefsíðu Heilbrigðisstofnunar Vesturlands (HVE) kemur fram að tækið hafi verið mikið notað; alls sautján hundruð sinnum á síðasta ári. HVE á hollvinasamtök sem betur fer. Hópur af fólki sem finnur fyrir samfélagslegri ábyrgð berst nú fyrir því að safna fyrir nýju tæki. Fyrir tilviljun áttu fulltrúar hollvinasamtakanna bókaðan fund með heilbrigðisráðherra skömmu eftir að sneiðmyndatækið bilaða var tekið úr notkun. Þá var búið að safna rúmlega helmingnum af þeim fjörutíu milljónum sem nýtt tæki kostar. Og ég skal viðurkenna að maður bjóst við því að ríkið myndi bara reiða fram tuttugu milljónir og tryggja að íbúar á Vesturlandi hafi sitt eigið sneiðmyndatæki til umráða og þurfi ekki að ferðast til höfuðborgarinnar til að sækja þá þjónustu. Það er eiginlega hægt að segja sér að ef einhver þarf á sneiðmynd að halda er hún eða hann líklega veik/ur og þá er væntanlega æskilegt að forðast löng ferðalög. Nei, er svarið, ef þið voruð að velta fyrir ykkur hvort ríkið ætlaði að borga helminginn í nýju sneiðmyndatæki, einhverju sem er í öllum landshlutum og hlýtur að teljast hluti af grunnþjónustunni. Ríkið „mun styðja við endurnýjun tækisins með því að tryggja fjármögnun hluta kaupanna,“ eins og segir í fréttatilkynningu hollvinasamtakanna, sem safna enn peningum til að kaupa tæki sem ætti að vera til. Til að kaupa tækið aftur. Maður hefur fullan skilning á því að það séu ekki alltaf til peningar. En maður hlýtur samt að spyrja sig hver forgangsröðunin sé. Það liggur fyrir að ríkið ætlar ekki að kaupa nýtt sneiðmyndatæki og ætlar ekki einu sinni að borga helminginn í því. Þá spyr maður sig hvort sú ákvörðun sé til komin vegna þess að ríkið hafi ekki efni á því, eða hvort ríkið hafi ekki áhuga á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Atli Kjartansson Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun
Fólk á Vesturlandi þarf nú að safna aftur fyrir sneiðmyndatæki, eftir að það gamla bilaði. Gamla tækið var keypt árið 2006 og söfnuðu einstaklingar, fyrirtæki og frjáls félagasamtök fyrir því, eins og sagt var frá á Vísi í vikunni. Á vefsíðu Heilbrigðisstofnunar Vesturlands (HVE) kemur fram að tækið hafi verið mikið notað; alls sautján hundruð sinnum á síðasta ári. HVE á hollvinasamtök sem betur fer. Hópur af fólki sem finnur fyrir samfélagslegri ábyrgð berst nú fyrir því að safna fyrir nýju tæki. Fyrir tilviljun áttu fulltrúar hollvinasamtakanna bókaðan fund með heilbrigðisráðherra skömmu eftir að sneiðmyndatækið bilaða var tekið úr notkun. Þá var búið að safna rúmlega helmingnum af þeim fjörutíu milljónum sem nýtt tæki kostar. Og ég skal viðurkenna að maður bjóst við því að ríkið myndi bara reiða fram tuttugu milljónir og tryggja að íbúar á Vesturlandi hafi sitt eigið sneiðmyndatæki til umráða og þurfi ekki að ferðast til höfuðborgarinnar til að sækja þá þjónustu. Það er eiginlega hægt að segja sér að ef einhver þarf á sneiðmynd að halda er hún eða hann líklega veik/ur og þá er væntanlega æskilegt að forðast löng ferðalög. Nei, er svarið, ef þið voruð að velta fyrir ykkur hvort ríkið ætlaði að borga helminginn í nýju sneiðmyndatæki, einhverju sem er í öllum landshlutum og hlýtur að teljast hluti af grunnþjónustunni. Ríkið „mun styðja við endurnýjun tækisins með því að tryggja fjármögnun hluta kaupanna,“ eins og segir í fréttatilkynningu hollvinasamtakanna, sem safna enn peningum til að kaupa tæki sem ætti að vera til. Til að kaupa tækið aftur. Maður hefur fullan skilning á því að það séu ekki alltaf til peningar. En maður hlýtur samt að spyrja sig hver forgangsröðunin sé. Það liggur fyrir að ríkið ætlar ekki að kaupa nýtt sneiðmyndatæki og ætlar ekki einu sinni að borga helminginn í því. Þá spyr maður sig hvort sú ákvörðun sé til komin vegna þess að ríkið hafi ekki efni á því, eða hvort ríkið hafi ekki áhuga á því.