Lífið

Alkóhólismi, ólæti og smá von

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Lóa Hlín Gefur út teiknimyndasögubók.
Lóa Hlín Gefur út teiknimyndasögubók. Fréttablaðið/Andri Marinó
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir gefur á þriðjudaginn kemur út bókina Lóaboratoríum.

Í henni er safn af teiknimyndasögum sem Lóa hefur verið að búa til síðastliðin sjö ár en hún hefur teiknað myndasögur allt frá því að hún var átta ára gömul.

„Fyrsta myndasagan mín er eiginlega með sama söguþræði og Ben Stiller-kvikmynd Night at the Museum. Nema bara aðeins lélegri,“ segir Lóa og hlær.

Áhuginn á teiknimyndasögum kviknaði því snemma hjá Lóu. „Það áttu allir myndasögur, þær voru í hverju einasta blaði sem kom heim til manns. Svo var algengt að eiga Sval og Val, Viggó og Andrés Önd. Pabbi gaf mér og systur minni líka alltaf myndasögur fyrir jólin.“

Hún segir teiknimyndasögusamfélagið stærra og virkara en margir halda: „Ég er til dæmis í safnaraklúbbi. Það eru sextíu og eitthvað manns í honum. Safnið mitt er samt frekar lélegt, ég er algjör byrjandi miðað við hina í klúbbnum.“

Lóa segir það vera misskilning að teiknimyndasögur séu bara fyrir börn. „Þetta er auðvitað skrifað af fullorðnu fólki, maður gleymir því stundum. Það er rosa mikið af alkóhólisma og fólki að hegða sér illa í bókinni minni. Svo er líka einhver smá von.“








Fleiri fréttir

Sjá meira


×