Lífið

Vínbúðarauglýsing í virtu tímariti

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Hjörvar Harðarson, Jón Árnason og Örn Úlfar Sævarsson hugmyndateymi og Börkur Sigþórsson leikstjóri.
Hjörvar Harðarson, Jón Árnason og Örn Úlfar Sævarsson hugmyndateymi og Börkur Sigþórsson leikstjóri. Mynd/Hrafnhildur Heiða
Auglýsingaherferðin „komdu með skilríki frekar en afsakanir“ var á dögunum birt í tímaritinu Lürzer's Archive, virtu tímariti á sviði skapandi auglýsingagerðar á heimsvísu. Hún hafði áður birst í tímaritinu Shots.

Íslenska auglýsingaskrifstofan Ennemm gerði auglýsinguna fyrir Vínbúðina í samstarfi við framleiðslufyrirtækið Pegasus en leikstjóri auglýsingarinnar er Börkur Sigþórsson.

„Þetta er sem sagt herferð sem við gerðum fyrir Vínbúðirnar í sumar, að fá fólk til þess að sýna skilríki þegar það kaupir áfengi. Það skemmtilega við þessa hugmynd er að hún byggist svolítið á þessum afsökunum sem fólk ber upp þegar það er ekki með skilríki,“ segir Jón Árnason, „creative director“ auglýsingastofunnar Ennemm og einn þeirra sem komu að gerð herferðarinnar.

Auglýsendur og auglýsingastofur geta sent inn efni í tímaritið sem ritstjórn fer svo yfir og velur úr. Í þessu tilfelli hafði tímaritið samband og kallaði eftir að fá að birta auglýsinguna og er það í fyrsta skipti sem íslensk auglýsing er birt í tímaritinu eftir þessum leiðum.

„Þetta er gott „búst“ og klapp á bakið, bæði fyrir Ennemm, Pegasus og Vínbúðina og setur Ísland á kortið í þessum alþjóðlega auglýsingaheimi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×