Lífið

Fataskápurinn: Alltaf í svörtu

Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Natalie G. Gunnarsdóttir opnaði fataskápinn fyrir Lífinu sem hún segir vera að mestu svartur. Hún fetar sínar eigin slóðir þegar kemur að stíl og fatavali og velur gæði yfir magn.

„Stíllinn minn er frekar einfaldur, ég fell oftast fyrir dökkum fötum og fallegum efnum og er eiginlega alltaf í svört,“ segir Natalie um fatastíl sinn.

„Ég reyni að kaupa bara föt sem ég veit að ég á eftir að nota og munu endast vel. Á Íslandi kaupi ég öll mín föt í Aftur, Jör, Evu og Urban í Kringlunni. Það sem veitir mér mestan innblástur þegar kemur að fatavali og stíl er tíðarandinn og tónlistin sem ég hlusta á hverju sinni.“

CP Shades-kápa sem ég var að fá úr búðinni Aftur. Hún er úr mjúku og afskaplega þægilegu efni. Hún er framleidd í San Francisco og það fengu allir sína VR-pásu við gerð hennar. Hún er í miklu uppáhaldi.

Húfan er keypt í Berlin þegar við Júlíana Einarsdóttir, vinkona mín, vorum þar á loðhúfuveiðum.

Sokkarnir eru glænýir og prjónaðir af elskulegri ömmu minni, Guðríði Jensdóttur. Ég er í skýjunum yfir þeim og hlakka til að ganga inn í íslenska veturinn í þeim.

Trefillinn er úr versluninni Evu. Hann er hreint út sagt frábær fyrir þennan komandi íslenska vetur. Fer ekki út án hans.

Skyrtan er úr Jör og jafnframt úr hör. Mæli með því að fólk næli sér í skyrtu úr hör, lífið er ekki eins eftir það.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×