Syndir í heitri íslenskri á Freyr Bjarnason skrifar 9. nóvember 2014 09:00 Bombay Bicycle Club Hljómsveitin fór á toppinn í Bretlandi með sína nýjustu plötu. Nordicphotos/Getty Hin vinsæla enska hljómsveit Bombay Bicycle Club spilar í annað sinn hér á landi í Silfurbergi í Hörpu 17. nóvember. Fjögur ár eru liðin síðan hún steig á svið í Listasafni Reykjavíkur á Iceland Airwaves-hátíðinni við góðar undirtektir. „Fyrsta heimsóknin okkar til Íslands kom okkur á óvart. Við spiluðum í listagalleríi, frekar stórum sal, og þar var mikil röð fyrir utan og fullt af fólki. Við bjuggumst ekki við því,“ segir forsprakkinn Jack Steadman. „Við héldum að við myndum kannski spila á litlum utandagskrárstað fyrir kannski tuttugu manns. En þetta var alveg frábært.“ Bombay Bicycle Club spilar melódískt og skemmtilegt indípopp og er skipuð fjórum meðlimum á þrítugsaldri. Vegur sveitarinnar hefur vaxið mjög síðan hún kom síðast hingað. „Við höfum gefið út þrjár plötur síðan þá og ég myndi halda að hljómurinn hefði breyst mikið síðan við spiluðum síðast á Íslandi,“ segir Steadman. „Af því að það er svo langt síðan við komum til Íslands ætlum við að spila lög af öllum plötunum okkar í Hörpu, þar á meðal þeirri fyrstu sem líklegt er að margir Íslendingar þekki.“Gaman á Glastonbury Hljómsveitin hefur verið á tónleikaferð í nánast eitt ár samfleytt og hefur því spilað víða. Á eftir Íslandi ferðast Steadman og félagar til Suður-Afríku en þangað hafa þeir aldrei áður komið. Spurður hverjir minnisstæðustu tónleikarnir hafi verið á ferðalaginu nefnir hann spilamennskuna á Glastonbury-hátíðinni á Englandi í sumar. „Það er stærsta sviðið sem við höfum spilað á og þetta var mjög fallegt sunnudagssíðdegi. Þarna voru fullkomnar aðstæður og allt gekk eins og í sögu.“Fór til Indlands og Tyrklands Fjórða og nýjasta plata Bombay Bicycle Club, So Long, See You Tomorrow, fór beint á toppinn á breska breiðskífulistanum. Áður hafði sveitin mest náð sjötta sætinu á listanum. Toppsætið kom Steadman og félögum á óvart. „Við vorum að vonast til að hún kæmist á topp tíu en við bjuggumst aldrei við því að hún næði efsta sætinu.“ Söngvarinn segist hafa eytt miklum tíma í að semja lögin á plötuna. „Áður höfðu plöturnar komið frekar fljótt út en núna ákvað ég að taka frá heilt ár í að semja lögin. Ég ferðaðist um heiminn og tók hljóðverið mitt með mér hvert sem ég fór. Ég heimsótti Indland, Tyrkland og fleiri staði því ég vildi ekki semja plötu á miðri tónleikaferð. Mér finnst áhrif frá ferðalaginu heyrast á henni. Þarna eru alls konar tónar og sömpl frá mismunandi menningarheimum.“Misstu af Mercury So Long, See You Tomorrow var tilnefnd til hinna virtu Mercury-verðlauna en varð að lúta í lægra haldi fyrir fyrstu plötu Young Fathers. „Ég hugsaði um það morguninn eftir að bandið sem vann verðlaunin var nánast óþekkt í Bretlandi. Núna hafa þeir fengið mikla athygli sem á eftir að hjálpa þeim mikið og ég samgleðst þeim. Ef við hefðum unnið veit ég ekki hvort eitthvað hefði breyst hjá okkur. Við erum nú þegar með stóran aðdáendahóp í Bretlandi og í öllum heiminum og þetta hefði kannski ekki breytt miklu,“ segir Steadman.Harðfiskur og gufubað Hann ætlar að heimsækja Ísland nokkrum dögum fyrir tónleikana í Silfurbergi. „Ég ætla að eyða eins miklum tíma og ég mögulega get á Íslandi,“ segir hann og hefur greinilega miklar mætur á landi og þjóð. Þorbjörg Ósk Eggertsdóttir, sem spilaði með honum á órafmögnuðum tónleikum á Hressó 2012, ætlar að sækja hann á flugvöllinn. „Hún er mjög góður leiðsögumaður. Mig langar að fara í „heitu ána“ langt frá Reykjavík þar sem maður getur synt og svo langar mig að fara í sundlaugar og sánu. Svo langar mig líka í harðfisk, mig dreymir um hann,“ segir hann og hlær. Tónleikarnir í Hörpu hefjast kl. 20 og munu Júníus Meyvant og ÓSK hita upp.U2 úr tengslum við veruleikann U2 gaf nýlega út plötuna Song of Innocence og gátu notendur iTunes hlaðið henni niður ókeypis. Margir hafa gagnrýnt uppátækið og Steadman er sammála þeirri gagnrýni. „Mér fannst þetta mjög heimskuleg hugmynd. Ég trúi ekki hversu stór egóin þeirra eru ef þeir halda að öllum í heiminum finnist þetta frábært,“ segir hann. „Allir gáfaðir einstaklingar myndu átta sig á því að fólk vill ekki fá svona lagað óumbeðið í líf sitt. Þeir [U2] hljóta að vera úr tengslum við veruleikann. Þeir eru orðnir frekar gamlir og ég held að þeir þurfi einhvern yngri til að segja sér hvað almenningur vill.“ Airwaves Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Fleiri fréttir Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna Sjá meira
Hin vinsæla enska hljómsveit Bombay Bicycle Club spilar í annað sinn hér á landi í Silfurbergi í Hörpu 17. nóvember. Fjögur ár eru liðin síðan hún steig á svið í Listasafni Reykjavíkur á Iceland Airwaves-hátíðinni við góðar undirtektir. „Fyrsta heimsóknin okkar til Íslands kom okkur á óvart. Við spiluðum í listagalleríi, frekar stórum sal, og þar var mikil röð fyrir utan og fullt af fólki. Við bjuggumst ekki við því,“ segir forsprakkinn Jack Steadman. „Við héldum að við myndum kannski spila á litlum utandagskrárstað fyrir kannski tuttugu manns. En þetta var alveg frábært.“ Bombay Bicycle Club spilar melódískt og skemmtilegt indípopp og er skipuð fjórum meðlimum á þrítugsaldri. Vegur sveitarinnar hefur vaxið mjög síðan hún kom síðast hingað. „Við höfum gefið út þrjár plötur síðan þá og ég myndi halda að hljómurinn hefði breyst mikið síðan við spiluðum síðast á Íslandi,“ segir Steadman. „Af því að það er svo langt síðan við komum til Íslands ætlum við að spila lög af öllum plötunum okkar í Hörpu, þar á meðal þeirri fyrstu sem líklegt er að margir Íslendingar þekki.“Gaman á Glastonbury Hljómsveitin hefur verið á tónleikaferð í nánast eitt ár samfleytt og hefur því spilað víða. Á eftir Íslandi ferðast Steadman og félagar til Suður-Afríku en þangað hafa þeir aldrei áður komið. Spurður hverjir minnisstæðustu tónleikarnir hafi verið á ferðalaginu nefnir hann spilamennskuna á Glastonbury-hátíðinni á Englandi í sumar. „Það er stærsta sviðið sem við höfum spilað á og þetta var mjög fallegt sunnudagssíðdegi. Þarna voru fullkomnar aðstæður og allt gekk eins og í sögu.“Fór til Indlands og Tyrklands Fjórða og nýjasta plata Bombay Bicycle Club, So Long, See You Tomorrow, fór beint á toppinn á breska breiðskífulistanum. Áður hafði sveitin mest náð sjötta sætinu á listanum. Toppsætið kom Steadman og félögum á óvart. „Við vorum að vonast til að hún kæmist á topp tíu en við bjuggumst aldrei við því að hún næði efsta sætinu.“ Söngvarinn segist hafa eytt miklum tíma í að semja lögin á plötuna. „Áður höfðu plöturnar komið frekar fljótt út en núna ákvað ég að taka frá heilt ár í að semja lögin. Ég ferðaðist um heiminn og tók hljóðverið mitt með mér hvert sem ég fór. Ég heimsótti Indland, Tyrkland og fleiri staði því ég vildi ekki semja plötu á miðri tónleikaferð. Mér finnst áhrif frá ferðalaginu heyrast á henni. Þarna eru alls konar tónar og sömpl frá mismunandi menningarheimum.“Misstu af Mercury So Long, See You Tomorrow var tilnefnd til hinna virtu Mercury-verðlauna en varð að lúta í lægra haldi fyrir fyrstu plötu Young Fathers. „Ég hugsaði um það morguninn eftir að bandið sem vann verðlaunin var nánast óþekkt í Bretlandi. Núna hafa þeir fengið mikla athygli sem á eftir að hjálpa þeim mikið og ég samgleðst þeim. Ef við hefðum unnið veit ég ekki hvort eitthvað hefði breyst hjá okkur. Við erum nú þegar með stóran aðdáendahóp í Bretlandi og í öllum heiminum og þetta hefði kannski ekki breytt miklu,“ segir Steadman.Harðfiskur og gufubað Hann ætlar að heimsækja Ísland nokkrum dögum fyrir tónleikana í Silfurbergi. „Ég ætla að eyða eins miklum tíma og ég mögulega get á Íslandi,“ segir hann og hefur greinilega miklar mætur á landi og þjóð. Þorbjörg Ósk Eggertsdóttir, sem spilaði með honum á órafmögnuðum tónleikum á Hressó 2012, ætlar að sækja hann á flugvöllinn. „Hún er mjög góður leiðsögumaður. Mig langar að fara í „heitu ána“ langt frá Reykjavík þar sem maður getur synt og svo langar mig að fara í sundlaugar og sánu. Svo langar mig líka í harðfisk, mig dreymir um hann,“ segir hann og hlær. Tónleikarnir í Hörpu hefjast kl. 20 og munu Júníus Meyvant og ÓSK hita upp.U2 úr tengslum við veruleikann U2 gaf nýlega út plötuna Song of Innocence og gátu notendur iTunes hlaðið henni niður ókeypis. Margir hafa gagnrýnt uppátækið og Steadman er sammála þeirri gagnrýni. „Mér fannst þetta mjög heimskuleg hugmynd. Ég trúi ekki hversu stór egóin þeirra eru ef þeir halda að öllum í heiminum finnist þetta frábært,“ segir hann. „Allir gáfaðir einstaklingar myndu átta sig á því að fólk vill ekki fá svona lagað óumbeðið í líf sitt. Þeir [U2] hljóta að vera úr tengslum við veruleikann. Þeir eru orðnir frekar gamlir og ég held að þeir þurfi einhvern yngri til að segja sér hvað almenningur vill.“
Airwaves Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Fleiri fréttir Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna Sjá meira