Lífið

Fjögur verkefni tilnefnd

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Magnea Einarsdóttir er á meðal tilnefndra.
Magnea Einarsdóttir er á meðal tilnefndra. Mynd/Þórdís Reynis
Hönnunarverðlaun Íslands verða afhent í fyrsta sinn þann 20. nóvember. Rúmlega 100 tilnefningar bárust dómnefnd.

Verkin fjögur sem voru á endanum tilnefnd voru eftirtalin: Skvís eftir Sigga Eggertsson, lína fatahönnuðarins Magneu Einarsdóttur, Magnea AW2014, Designs from Nowhere eða Austurland: innblástursglóð úr smiðju hönnuðanna Þórunnar Árnadóttur, Gero Grundmann, Max Lamb og Juliu Lohmann og að lokum Ljósmyndastúdíó H71a á Hverfisgötu,sem er hannað af Stúdíó Granda.

Ein milljón króna er í verðlaun. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×