Englahárið á jólatrénu 1. nóvember 2014 00:01 Eitt það sem ég man hvað best af jólaskrautinu á bernskuárum mínum er englahárið á jólatrénu. Þá var ekki eins mikið úrval af jólaskrauti og nú. Rauðir dúkar á borðum, og svo skrautið á jólatrénu: brothættar kúlur, fánar, pappírsmyndir, og svo englahárið. Það var alvöru englahár, ekki svona bómull eða borðar sem nú eru oftast notaðir, heldur hárfínt og glitrandi englahár, sem var teæygt og breitt yfir allt tréð. Og það varð að gæta þess að teygja mátulega úr því svo það sæist í gegn um það, en ekki svo mikið að það yrði slitrótt. En af hverju skyldum við skreyta jólatré með englahári? Til er helgisaga sem útskýrir hver sé upprunaleg ástæða. Þið munið kannski að Heródes var grimmur konungur, sem var staðráðinn í að halda völdum sínum í landinu, og þegar vitringarnir þrír sögðu honum að konungur væri fæddur í Betlehem vildi hann strax fá að vita hver hann væri, ekki til að veita honum lotningu, einsog hann sagði, heldur til að deyða hann. Sagan segir að hann hafi svo skipað fyrir að öll sveinbörn upp að tveggja ára aldri skyldu líflátin, og þannig fannst honum hann öruggur um að hinn nýfæddi konungur myndi líka deyja. Jósep og María voru vöruð við þessu, og ætluðu til Egyptalands, þar sem Heródes réð engu. Þar gætu þau verið örugg og myndu finna vini, því þar bjuggu þúsundir gyðinga. Þessvegna lögðu þau af stað þangað, og fyrstu nóttina áðu þau til að sofa í litlum helli. Það var kalt og jörðin var hvít af frosthrími, en af því að þau voru enn á yfirráðasvæði Heródesar þorðu þau ekki að kveikja eld. Þau fóru inn í hellinn, sem var eiginlega bara skúti, með þröngu opi. Þau vissu ekki að í hellinum bjó könguló. Sagan segir að þegar hún sá Jesúbarnið vissi hún strax að hann væri Messías, frelsarinn, og þá langaði hana einsog marga aðra til að gefa honum eitthvað eða hjálpa honum. Hún sá að Maríu, Jósep og barninu var kalt, og reyndi að finna eitthvað sem hún gæti hjálpað þeim. Og hún gerði það eina sem hún gat. Hún fórað opinu á hellinum, og gerði vef yfir innganginn til að kaldur vindurinn myndi ekki blása eins mikið inn og hlýjan fara út. Litlu síðar kom flokkur af hermönnum Heródesar að hellinum í leit að Jesúbarninu, og einn þeirra ætlaði inn íhellinn, en liðsforinginn stöðvaði hann. "Sjáðu,³ sagði hann, "hér getur einginn hafa farið inn, því hver sem gerði það hlyti að hafa slitið þennan köngulóarvef. Þú sérð að vefurinn nær alveg yfir innganginn, og það er hvergi op.³ Þeir litu allir á og vefurinn var greinilegur, því hann var alþakinn hvítu frosthrími. Og þá héldu þeir áfram, og Jesús komst óhultur til Egyptalands. Og það er sagt að glitrandi borðar og englahár sem við setjum á jólatréð tákni köngulóarvefinn, sem þakinn frosthrími lokaði hellisopninu fyrir hermönnunum. Þetta er notaleg saga, og svo mikið er víst: Engin gjöf, sem er færð Jesú, gleymist nokkurn tíma, sérstaklega ef hún er, eins og gjöf köngulóarinnar: Það besta sem hún gat gert. Jólasaga eftir Guðna Þór Ólafsson Jól Mest lesið Angan af lyngi boðaði komu jóla Jól Fjölbreytt jólaþorp í Garðabæ Jól Alltaf fíkjuábætir á jólunum Jól Nauðsynlegt að prófa og leika sér Jól Fuglar með hátíðarbrag Jól Forfallinn kökukarl Jólin Edda Björgvins: Jólatrénu hent á aðfangadag Jól Gjörningur og stuðuppákoma Jól Jól, eftir Stefán frá Hvítadal Jól Fjölskyldan sameinast á aðventunni Jól
Eitt það sem ég man hvað best af jólaskrautinu á bernskuárum mínum er englahárið á jólatrénu. Þá var ekki eins mikið úrval af jólaskrauti og nú. Rauðir dúkar á borðum, og svo skrautið á jólatrénu: brothættar kúlur, fánar, pappírsmyndir, og svo englahárið. Það var alvöru englahár, ekki svona bómull eða borðar sem nú eru oftast notaðir, heldur hárfínt og glitrandi englahár, sem var teæygt og breitt yfir allt tréð. Og það varð að gæta þess að teygja mátulega úr því svo það sæist í gegn um það, en ekki svo mikið að það yrði slitrótt. En af hverju skyldum við skreyta jólatré með englahári? Til er helgisaga sem útskýrir hver sé upprunaleg ástæða. Þið munið kannski að Heródes var grimmur konungur, sem var staðráðinn í að halda völdum sínum í landinu, og þegar vitringarnir þrír sögðu honum að konungur væri fæddur í Betlehem vildi hann strax fá að vita hver hann væri, ekki til að veita honum lotningu, einsog hann sagði, heldur til að deyða hann. Sagan segir að hann hafi svo skipað fyrir að öll sveinbörn upp að tveggja ára aldri skyldu líflátin, og þannig fannst honum hann öruggur um að hinn nýfæddi konungur myndi líka deyja. Jósep og María voru vöruð við þessu, og ætluðu til Egyptalands, þar sem Heródes réð engu. Þar gætu þau verið örugg og myndu finna vini, því þar bjuggu þúsundir gyðinga. Þessvegna lögðu þau af stað þangað, og fyrstu nóttina áðu þau til að sofa í litlum helli. Það var kalt og jörðin var hvít af frosthrími, en af því að þau voru enn á yfirráðasvæði Heródesar þorðu þau ekki að kveikja eld. Þau fóru inn í hellinn, sem var eiginlega bara skúti, með þröngu opi. Þau vissu ekki að í hellinum bjó könguló. Sagan segir að þegar hún sá Jesúbarnið vissi hún strax að hann væri Messías, frelsarinn, og þá langaði hana einsog marga aðra til að gefa honum eitthvað eða hjálpa honum. Hún sá að Maríu, Jósep og barninu var kalt, og reyndi að finna eitthvað sem hún gæti hjálpað þeim. Og hún gerði það eina sem hún gat. Hún fórað opinu á hellinum, og gerði vef yfir innganginn til að kaldur vindurinn myndi ekki blása eins mikið inn og hlýjan fara út. Litlu síðar kom flokkur af hermönnum Heródesar að hellinum í leit að Jesúbarninu, og einn þeirra ætlaði inn íhellinn, en liðsforinginn stöðvaði hann. "Sjáðu,³ sagði hann, "hér getur einginn hafa farið inn, því hver sem gerði það hlyti að hafa slitið þennan köngulóarvef. Þú sérð að vefurinn nær alveg yfir innganginn, og það er hvergi op.³ Þeir litu allir á og vefurinn var greinilegur, því hann var alþakinn hvítu frosthrími. Og þá héldu þeir áfram, og Jesús komst óhultur til Egyptalands. Og það er sagt að glitrandi borðar og englahár sem við setjum á jólatréð tákni köngulóarvefinn, sem þakinn frosthrími lokaði hellisopninu fyrir hermönnunum. Þetta er notaleg saga, og svo mikið er víst: Engin gjöf, sem er færð Jesú, gleymist nokkurn tíma, sérstaklega ef hún er, eins og gjöf köngulóarinnar: Það besta sem hún gat gert. Jólasaga eftir Guðna Þór Ólafsson
Jól Mest lesið Angan af lyngi boðaði komu jóla Jól Fjölbreytt jólaþorp í Garðabæ Jól Alltaf fíkjuábætir á jólunum Jól Nauðsynlegt að prófa og leika sér Jól Fuglar með hátíðarbrag Jól Forfallinn kökukarl Jólin Edda Björgvins: Jólatrénu hent á aðfangadag Jól Gjörningur og stuðuppákoma Jól Jól, eftir Stefán frá Hvítadal Jól Fjölskyldan sameinast á aðventunni Jól