Lífið

Tekjuhæstu tónlistarkonur í heiminum

Tekjuhæstu tónlistarkonur heims
Tekjuhæstu tónlistarkonur heims Vísir/getty
Beyoncé KnowlesVísir/getty
Beyoncé Knowles

Þénaði 53 milljónir dala árið 2013 en á þessu ári hefur henni tekist að tvöfalda það og gott betur. Tekjur hennar 2014 nema 115 milljónum dala eða um 14 milljörðum íslenskra króna sem gerir hana að tekjuhæstu tónlistarkonu í heimi. Hún spilaði á alls 95 tónleikum og fékk um 2,4 milljónir dala fyrir hverja borg. Einnig fékk hún talsverðar tekjur frá auglýsingasamningum sínum við H&M og Pepsi.

Taylor SwiftVísir/getty
Taylor Swift

Í öðru sæti situr fyrrverandi kántrísöngkonan Taylor Swift, með 64 milljónir dala eða tæpa 8 milljarða íslenskra króna. Velgengni hennar mætti mögulega tengja við það að hún færði sig úr kántrítónlistinni yfir í poppaðri tóna. Tekjur hennar eru helst af tónleikahaldi, en einnig frá auglýsingasamningum sem hún er með við Diet Coke, Keds og CoverGirl.

PinkVísir/getty
Pink

Söngkonan og rokkarinn Pink situr í þriðja sæti með 52 milljónir dala eða 6,4 milljarða íslenskra króna. Hún spilaði alls á 85 tónleikum sem öfluðu henni um 1 milljón dala fyrir hverja borg. Hún gaf út plötuna The Truth About Love árið 2012 og hefur verið á tónleikaferðalagi vegna hennar síðan í fyrra.

RihannaVisir/getty
Rihanna

Söngkonan 26 ára frá Barbados situr í fjórða sæti með 48 milljónir dala eða tæpa 6 milljarða íslenskra króna. Tekjur hennar eru helst af plötusölu, en plata hennar Unapologetic kom út 2012 og innihélt stórsmellina Diamonds og Stay. Rihanna er einnig mjög virk á samfélagsmiðlum og notfærir sér þá til að auglýsa sig.

Katy PerryVísir/getty
Katy Perry

Í fimmta sæti er Katy Perry með 40 milljónir dala eða rétt tæpa 5 milljarða króna. Tekjur hennar koma helst af plötusölu, því tónleikaferð hennar The Prismatic World Tour hófst í maí á þessu ári. Hún er einnig með auglýsingasamninga við CoverGirl og Pop Chips ásamt því að vera með eigin ilmvatn innan Coty-snyrtivörumerkisins, Killer Queen.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×