Lífið

Tilfinningaverk sýnd í Húsdýragarðinum

Ólafur segir að nemendur hafi unnið verkefnið á sínum forsendum og staðsetningin hafi vakið minningar hjá mörgum.
Ólafur segir að nemendur hafi unnið verkefnið á sínum forsendum og staðsetningin hafi vakið minningar hjá mörgum. Vísir/Stefán
Samsýning annars árs nemenda myndlistardeildar LHÍ verður opnuð í Húsdýragarðinum í dag.

„Nemendur fara út fyrir skólann til þess að vinna þetta verkefni. Við völdum dýragarðinn vegna þess að hann hefur bæði samfélagslegt og uppeldislegt gildi, en mörg þeirra komu í garðinn sem börn og eiga minningar þaðan,“ segir Ólafur S. Gíslason, kennari og leiðbeinandi í verkefninu.

Verkin tíu unnu nemendur á sínum forsendum og tengdust þau ýmist dýrunum beint eða samskiptum manna og dýra. Aðrir unnu með umhverfi dýranna. Ein gerði húfu úr mannshári fyrir kind og snýr þannig ferlinu við og önnur bjó til sápu úr kindamör. Annar gerði kvikmynd þar sem hann uppgötvar garðinn aftur sem fullorðinn, eftir að hafa kynnst honum sem barn,“ segir Ólafur.

Margar spurningar vöknuðu hjá nemendum við vinnslu verksins. „Margir höfðu áhuga á vitund dýra og hvernig þau upplifa sig við þessar aðstæður og það vakti margar tilfinningar. Því má segja að verkin séu tilfinningaverk.“ -






Fleiri fréttir

Sjá meira


×