Lífið kviknar á ný Rikka skrifar 14. nóvember 2014 11:00 visir/stefan Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, betur þekkt sem Sigga Eyrún, hefur vakið verðskuldaða athygli í íslensku tónlistarlífi eftir að hafa flutt lagið Lífið kviknar á ný í Söngvakeppni Sjónvarpsins á árinu. Lagið naut mikilla vinsælda og ekki síður dansinn sem saminn var sérstaklega fyrir lagið. Lagið samdi Sigga Eyrún ásamt sambýlismanni sínum, Karli Olgeirssyni, upptökustjóra. Texti lagsins fléttaðist á skemmtilegan hátt við líf Siggu Eyrúnar sjálfrar sem hún segir að sé dásamlegt ferðalag en oft á tíðum hafi hún þurft að hvetja sig áfram þegar ekkert virtist ætla að ganga upp. Siggu Eyrúnu var þó ekki ætlað að fara í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva að þessu sinni en lagið lenti í öðru sæti á eftir Pöllapönkslaginu, Enga fordóma. Sigga Eyrún hefur ekki setið auðum höndum síðan þá og kemur á næstu dögum út plata sem hún vann með Karli auk þess sem að þau eiga vona á barni í desember. Það eru því spennandi tímar framundan hjá þessari orkumiklu og duglegu konu.Listagyðjan kallaði Sigga Eyrún sleit barnskónnum á milli Breiðholtsins og Óðinsvéar í Danmörku. Hún segir strax hafa haft mikinn áhuga á leik- og sönglist enda mikið um listrænt fólk í föðurfjölskyldunni. „Pabbi og hans fjölskylda eru mikið söngfólk, ætli ég hafi ekki áhuga minn þaðan. Þegar ég minnist mín sem barns þá var ég sísyngjandi.” Segir Sigga Eyrún. Fljótlega í grunnskóla fór hún að leika í skólaleikritum og syngja á skólaskemmtunum. „Sumir myndu segja að ég hefði verið ansi ráðrík á þessum tíma,” segir Sigga Eyrún og hlær. „Ég vil þó meina að ég hafi bara verið ákveðin og verið að redda leikritinu, sjá til þess að hlutirnir væru í lagi,” segir hún. Sigga Eyrún tók þátt í fyrstu Skrekks keppninni sem haldin var með misgóðum árangri að eigin sögn. „Þetta var alveg hræðilegt, við mæmuðum eitthvað agalegt væl,” segir hún, ranghvolfir augunum og hlær. Á táningsárunum leiddi Sigga Eyrún hugann að öðru og það var ekki fyrr en að hún byrjaði í Menntaskólanum í Sund að hún beindi augum sínum aftur að listagyðjunni og tók þátt í leiklistinni að fullum krafti. „Það var í rauninni ekki aftur snúið eftir menntaskólann, söng- og leiklistinn skyldi liggja fyrir mér,” segir Sigga Eyrún. Eftir að hafa lokið námið í grunnskólakennaramenntun við Háskóla Íslands, söngskóla Reykjavíkur og tónlistarskóla FÍH, lá leið okkar konu til Surrey í Bretlandi, nánar tiltekið í nám við söngleikjadeild Guilford School of acting. „Þetta er mikilsvirtur, gamaldags breskur leiklistarskóli þar sem mikið af góðum listamönnum hafa útskrifast úr, meðal annars Halla Vilhjálms og Ian Mckellen,” segir Sigga Eyrún. Þess má geta að skólinn hefur verið valinn einn af tíu bestu leiklistarskólum í Bretalandi. Lítil dúlla.Sigga Eyrún kláraði meistaranám úr söngleikjadeildinni en var ekki í stakk búin að koma heim að svo stöddu og hélt því til Toronto í Kanada. „Ég var svo heppin að kynnast henna Maju Árdal, leikkonu og þekktum leikstjóra í Toronto. Hún er af íslenskum uppruna en hefur alið manninn erlendis og náð góðum árangri á sínu sviði. Hún opnaði fyrir mér heim leiklistar í borginni,” segir hún. Sigga Eyrún dvaldi samtals fimm ár í Kanada og sankaði að sér reynslu úr leikhúsheiminum auk þess sem að hún hlaut raddþjálfun hjá einum besta raddþjálfunarkennara þar í landi. „Ég var mjög heppin að komast að hjá góðum raddþjálfunarkennara sem meðal annars þjálfaði leikara fyrir söngleikina Hairspray og Chicago.,” segir Sigga Eyrún. Á meðan dvöl hennar stóð í Toronto komst Sigga Eyrún langt í prufum fyrir söngleikinn Lord of the rings. „Ég var komin það langt í valinu að ég var komin á launaskrá. Þar sem að ég er rétt undir 1,60 cm hæð þá var ég í hobbitahópnum. Þetta var mjög skemmtileg og góð reynsla sem ég fékk þarna og bý að í dag.” segir Sigga Eyrún. Sló í gegn á gay pride Eftir að Sigga Eyrún snéri heim fékk hún fastráðningu í Stúdíó Sýrlandi þar sem að hún vinnur að hluta enn í dag. „ Ég fæ mikla útrás í því að talsetja og hef talsett fjöldan allan af teiknimyndum. Meðal annars er ég rödd Diego, Gurru grís, Hvells keppnisbíls og Eydísar systir Finnboga og Felix,” segir hún og bætir við að stundum óskaði hún sér að geta leikið þessa litríku karaktera á sviði. Meðfram vinnu sinni í Sýrlandi tók Sigga Eyrún þátt í uppsetningum á sýningum og gjörningum í Borgarleikhúsinu. „Ég var fengin til þess að vera í sýningunni Gretti þar sem að önnur hver leikkona var ólétt og svo tók ég líka þátt í Jesus Christ Superstar og söng superfragilisticexpialidocious lagið sívinsæla í Mary Poppins en það var ógleymanleg lífsreynsla og skemmtileg. Fyrir utan þessi verk í Borgarleikhúsinu tók ég líka þátt í uppsetningunni á Vesalingunum í Þjóðleikhúsinu en það var einstök upplifun,” segir hún. Sigga Eyrún var einnig í hóp nokkurra leikara sem fengnir voru til þess að búa til óvissuferð um leikhúsið. „Við vorum nokkur sem fengu það skemmtilega hlutverk að búa til óvssuferð um leikhúsið. Við fengum frjálsar hendur við að búa til ýmsa karaktera sem tóku á móti gestum. Í einu horninu voru Hitler og Lína langsokkur á spjalli og í hinu voru Rómeó og Júlía að rífast,” segir hún og brosir kíminn. Upp úr þessum spuna fæddist hið gleðilega söngleikjapar Viggó og Víóletta. „Við Bjarni Snæbjörnsson spunnum upp þessa gleðihjón sem voru einskonar söngleikjafanatíkusar. Hann var augljóslega ekki kominn út úr skápnum og hún kippti sér ekkert upp við það. Söngleikirnir voru það sem sameinuðu þau, öllu öðru var sópað undir teppið,” segir Sigga Eyrún. Spunafarsinn um söngleikjaparið fór á flug eftir að þau komu fram á Gay Pride göngu og eftir það tók við annasamur tími á allskyns uppákomum. Söngleikurinn átti hug og hjarta Siggu Eyrúnar á þessum tímapunkti og settu þau Bjarni upp vinsæla tónleikaröð bæði í Salnum í Kópavogi sem og í Hörpu ásamt þeim Margréti Eir og Orri Huginn sem kallaðist Ef lífið væri söngleikur. „Þarna fluttum við rjómann af söngleikjalögum og fengum að nördast að vild,” segir hún. Ætli ég skýri hann ekki bara Jésú Sigga Eyrún á tæplega sex ára dóttur úr fyrra sambandi en hún skildi við barnsföður sinn fyrir þremur árum síðan. „Ég varð ólétt frekar snemma í sambandinu og við ákváðum að reyna sem við gátum að halda sambandinu þar sem að við erum svo góðir vinir. En það fór sem fór og við áttuðum okkur á að sambandið væri ekki fullnægjandi fyrir hvorugt okkar. Því var því auðslitið en eftir situr kær vinskapur. Við erum bæði hamingjusamari í dag og samskiptin ganga mjög vel,” segir Sigga Eyrún. Eftir skilnaðinn einbeitti Sigga Eyrún sér að vinnunni enda í krefjandi starfi á sviði. Það var svo í gegnum sviðslistina sem að hún kynntist núverandi sambýlismanni sínum og tilvonandi barnsföður, Karli Olgeirsyni, tónlistarmanni og upptökustjóra. „Við kynntumst þegar ég söng í Ef lífið væri söngleikur, hann var þá nýfluttur heim frá Sviþjóð. Við smullum strax saman og áttuðum okkur bæði á því að það væri ekki aftur snúið,” segir Sigga Eyrún með bros á vör. Tónlistin tengir þau Siggu Eyrúnu og Karl saman og eru spennandi tímar framundan hjá þeim. „Á næstu dögum kemur platan okkar út, á henni er að finna lög bæði eftir Kalla og aðra þekkta íslenska tónlistarmenn. Það má segja að við tökum herðapúðana af nokkrum þekktum lögum frá níunda áratugnum, tónum þau niður og skellum inn smá dassi af bossanova. Útkoman verður mjög þægileg og notaleg,“ segir Sigga Eyrún. Platan er þó ekki eini stóri pakkinn sem að þau Karl koma til með að opna á næstunni því þau eiga von á sínu fyrsta barni saman á næstu vikum. „Ég er sett 20. desember og þetta er drengur, ætli ég skíri hann ekki bara Jésú,“ segir Sigga Eyrún og hlær upphátt. „Við erum að sjálfsögðu mjög spennt og full eftirvæntingar. Þetta er annað barn okkar beggja en Kalli á 14 ára son úr fyrra sambandi,“ segir hún. Sigga Eyrún kemur þó ekki til með að sitja auðum höndum í barneignarleyfinu þar sem að hún stefnir á að ljúka mastersritgerð sinni úr leiklistakennaradeild Listaháskóla Íslands auk þess að fylgja plötunni eftir. Framtíðin er því björt hjá þessari hæfileikaríku söngdívu og verður gaman að fylgjast með verkum henni á sviði söng- og leiklistar á komandi árum. Heilsa Tengdar fréttir Upplifir sig ekki fatlaða Steinunn Ása Þorvaldsdóttir hefur síðastliðin ár barist gegn fordómum í garð fatlaðs fólks og staðalímyndum, meðal annars með sjónvarpsþáttagerð, kennslu í Háskóla Íslands og starfi sínu á mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar. 31. október 2014 09:26 Lífsviðtalið: Fær ótal hugmyndir á hverjum degi Rakel Garðarsdóttir er framleiðandi af lífi og sál. Hún framleiðir meðal annars mynd um Vigdísi Finnbogadóttur og barnamat. 24. október 2014 10:19 Forsíðuviðtal Lífsins: Vissi að ég yrði aldrei grennst Katrín Johnson segir ástríðuna hafa legið í dansinum alla tíð þangað til einn daginn fyrir þremur árum þegar hún fékk skyndilega nóg. 7. nóvember 2014 09:00 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, betur þekkt sem Sigga Eyrún, hefur vakið verðskuldaða athygli í íslensku tónlistarlífi eftir að hafa flutt lagið Lífið kviknar á ný í Söngvakeppni Sjónvarpsins á árinu. Lagið naut mikilla vinsælda og ekki síður dansinn sem saminn var sérstaklega fyrir lagið. Lagið samdi Sigga Eyrún ásamt sambýlismanni sínum, Karli Olgeirssyni, upptökustjóra. Texti lagsins fléttaðist á skemmtilegan hátt við líf Siggu Eyrúnar sjálfrar sem hún segir að sé dásamlegt ferðalag en oft á tíðum hafi hún þurft að hvetja sig áfram þegar ekkert virtist ætla að ganga upp. Siggu Eyrúnu var þó ekki ætlað að fara í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva að þessu sinni en lagið lenti í öðru sæti á eftir Pöllapönkslaginu, Enga fordóma. Sigga Eyrún hefur ekki setið auðum höndum síðan þá og kemur á næstu dögum út plata sem hún vann með Karli auk þess sem að þau eiga vona á barni í desember. Það eru því spennandi tímar framundan hjá þessari orkumiklu og duglegu konu.Listagyðjan kallaði Sigga Eyrún sleit barnskónnum á milli Breiðholtsins og Óðinsvéar í Danmörku. Hún segir strax hafa haft mikinn áhuga á leik- og sönglist enda mikið um listrænt fólk í föðurfjölskyldunni. „Pabbi og hans fjölskylda eru mikið söngfólk, ætli ég hafi ekki áhuga minn þaðan. Þegar ég minnist mín sem barns þá var ég sísyngjandi.” Segir Sigga Eyrún. Fljótlega í grunnskóla fór hún að leika í skólaleikritum og syngja á skólaskemmtunum. „Sumir myndu segja að ég hefði verið ansi ráðrík á þessum tíma,” segir Sigga Eyrún og hlær. „Ég vil þó meina að ég hafi bara verið ákveðin og verið að redda leikritinu, sjá til þess að hlutirnir væru í lagi,” segir hún. Sigga Eyrún tók þátt í fyrstu Skrekks keppninni sem haldin var með misgóðum árangri að eigin sögn. „Þetta var alveg hræðilegt, við mæmuðum eitthvað agalegt væl,” segir hún, ranghvolfir augunum og hlær. Á táningsárunum leiddi Sigga Eyrún hugann að öðru og það var ekki fyrr en að hún byrjaði í Menntaskólanum í Sund að hún beindi augum sínum aftur að listagyðjunni og tók þátt í leiklistinni að fullum krafti. „Það var í rauninni ekki aftur snúið eftir menntaskólann, söng- og leiklistinn skyldi liggja fyrir mér,” segir Sigga Eyrún. Eftir að hafa lokið námið í grunnskólakennaramenntun við Háskóla Íslands, söngskóla Reykjavíkur og tónlistarskóla FÍH, lá leið okkar konu til Surrey í Bretlandi, nánar tiltekið í nám við söngleikjadeild Guilford School of acting. „Þetta er mikilsvirtur, gamaldags breskur leiklistarskóli þar sem mikið af góðum listamönnum hafa útskrifast úr, meðal annars Halla Vilhjálms og Ian Mckellen,” segir Sigga Eyrún. Þess má geta að skólinn hefur verið valinn einn af tíu bestu leiklistarskólum í Bretalandi. Lítil dúlla.Sigga Eyrún kláraði meistaranám úr söngleikjadeildinni en var ekki í stakk búin að koma heim að svo stöddu og hélt því til Toronto í Kanada. „Ég var svo heppin að kynnast henna Maju Árdal, leikkonu og þekktum leikstjóra í Toronto. Hún er af íslenskum uppruna en hefur alið manninn erlendis og náð góðum árangri á sínu sviði. Hún opnaði fyrir mér heim leiklistar í borginni,” segir hún. Sigga Eyrún dvaldi samtals fimm ár í Kanada og sankaði að sér reynslu úr leikhúsheiminum auk þess sem að hún hlaut raddþjálfun hjá einum besta raddþjálfunarkennara þar í landi. „Ég var mjög heppin að komast að hjá góðum raddþjálfunarkennara sem meðal annars þjálfaði leikara fyrir söngleikina Hairspray og Chicago.,” segir Sigga Eyrún. Á meðan dvöl hennar stóð í Toronto komst Sigga Eyrún langt í prufum fyrir söngleikinn Lord of the rings. „Ég var komin það langt í valinu að ég var komin á launaskrá. Þar sem að ég er rétt undir 1,60 cm hæð þá var ég í hobbitahópnum. Þetta var mjög skemmtileg og góð reynsla sem ég fékk þarna og bý að í dag.” segir Sigga Eyrún. Sló í gegn á gay pride Eftir að Sigga Eyrún snéri heim fékk hún fastráðningu í Stúdíó Sýrlandi þar sem að hún vinnur að hluta enn í dag. „ Ég fæ mikla útrás í því að talsetja og hef talsett fjöldan allan af teiknimyndum. Meðal annars er ég rödd Diego, Gurru grís, Hvells keppnisbíls og Eydísar systir Finnboga og Felix,” segir hún og bætir við að stundum óskaði hún sér að geta leikið þessa litríku karaktera á sviði. Meðfram vinnu sinni í Sýrlandi tók Sigga Eyrún þátt í uppsetningum á sýningum og gjörningum í Borgarleikhúsinu. „Ég var fengin til þess að vera í sýningunni Gretti þar sem að önnur hver leikkona var ólétt og svo tók ég líka þátt í Jesus Christ Superstar og söng superfragilisticexpialidocious lagið sívinsæla í Mary Poppins en það var ógleymanleg lífsreynsla og skemmtileg. Fyrir utan þessi verk í Borgarleikhúsinu tók ég líka þátt í uppsetningunni á Vesalingunum í Þjóðleikhúsinu en það var einstök upplifun,” segir hún. Sigga Eyrún var einnig í hóp nokkurra leikara sem fengnir voru til þess að búa til óvissuferð um leikhúsið. „Við vorum nokkur sem fengu það skemmtilega hlutverk að búa til óvssuferð um leikhúsið. Við fengum frjálsar hendur við að búa til ýmsa karaktera sem tóku á móti gestum. Í einu horninu voru Hitler og Lína langsokkur á spjalli og í hinu voru Rómeó og Júlía að rífast,” segir hún og brosir kíminn. Upp úr þessum spuna fæddist hið gleðilega söngleikjapar Viggó og Víóletta. „Við Bjarni Snæbjörnsson spunnum upp þessa gleðihjón sem voru einskonar söngleikjafanatíkusar. Hann var augljóslega ekki kominn út úr skápnum og hún kippti sér ekkert upp við það. Söngleikirnir voru það sem sameinuðu þau, öllu öðru var sópað undir teppið,” segir Sigga Eyrún. Spunafarsinn um söngleikjaparið fór á flug eftir að þau komu fram á Gay Pride göngu og eftir það tók við annasamur tími á allskyns uppákomum. Söngleikurinn átti hug og hjarta Siggu Eyrúnar á þessum tímapunkti og settu þau Bjarni upp vinsæla tónleikaröð bæði í Salnum í Kópavogi sem og í Hörpu ásamt þeim Margréti Eir og Orri Huginn sem kallaðist Ef lífið væri söngleikur. „Þarna fluttum við rjómann af söngleikjalögum og fengum að nördast að vild,” segir hún. Ætli ég skýri hann ekki bara Jésú Sigga Eyrún á tæplega sex ára dóttur úr fyrra sambandi en hún skildi við barnsföður sinn fyrir þremur árum síðan. „Ég varð ólétt frekar snemma í sambandinu og við ákváðum að reyna sem við gátum að halda sambandinu þar sem að við erum svo góðir vinir. En það fór sem fór og við áttuðum okkur á að sambandið væri ekki fullnægjandi fyrir hvorugt okkar. Því var því auðslitið en eftir situr kær vinskapur. Við erum bæði hamingjusamari í dag og samskiptin ganga mjög vel,” segir Sigga Eyrún. Eftir skilnaðinn einbeitti Sigga Eyrún sér að vinnunni enda í krefjandi starfi á sviði. Það var svo í gegnum sviðslistina sem að hún kynntist núverandi sambýlismanni sínum og tilvonandi barnsföður, Karli Olgeirsyni, tónlistarmanni og upptökustjóra. „Við kynntumst þegar ég söng í Ef lífið væri söngleikur, hann var þá nýfluttur heim frá Sviþjóð. Við smullum strax saman og áttuðum okkur bæði á því að það væri ekki aftur snúið,” segir Sigga Eyrún með bros á vör. Tónlistin tengir þau Siggu Eyrúnu og Karl saman og eru spennandi tímar framundan hjá þeim. „Á næstu dögum kemur platan okkar út, á henni er að finna lög bæði eftir Kalla og aðra þekkta íslenska tónlistarmenn. Það má segja að við tökum herðapúðana af nokkrum þekktum lögum frá níunda áratugnum, tónum þau niður og skellum inn smá dassi af bossanova. Útkoman verður mjög þægileg og notaleg,“ segir Sigga Eyrún. Platan er þó ekki eini stóri pakkinn sem að þau Karl koma til með að opna á næstunni því þau eiga von á sínu fyrsta barni saman á næstu vikum. „Ég er sett 20. desember og þetta er drengur, ætli ég skíri hann ekki bara Jésú,“ segir Sigga Eyrún og hlær upphátt. „Við erum að sjálfsögðu mjög spennt og full eftirvæntingar. Þetta er annað barn okkar beggja en Kalli á 14 ára son úr fyrra sambandi,“ segir hún. Sigga Eyrún kemur þó ekki til með að sitja auðum höndum í barneignarleyfinu þar sem að hún stefnir á að ljúka mastersritgerð sinni úr leiklistakennaradeild Listaháskóla Íslands auk þess að fylgja plötunni eftir. Framtíðin er því björt hjá þessari hæfileikaríku söngdívu og verður gaman að fylgjast með verkum henni á sviði söng- og leiklistar á komandi árum.
Heilsa Tengdar fréttir Upplifir sig ekki fatlaða Steinunn Ása Þorvaldsdóttir hefur síðastliðin ár barist gegn fordómum í garð fatlaðs fólks og staðalímyndum, meðal annars með sjónvarpsþáttagerð, kennslu í Háskóla Íslands og starfi sínu á mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar. 31. október 2014 09:26 Lífsviðtalið: Fær ótal hugmyndir á hverjum degi Rakel Garðarsdóttir er framleiðandi af lífi og sál. Hún framleiðir meðal annars mynd um Vigdísi Finnbogadóttur og barnamat. 24. október 2014 10:19 Forsíðuviðtal Lífsins: Vissi að ég yrði aldrei grennst Katrín Johnson segir ástríðuna hafa legið í dansinum alla tíð þangað til einn daginn fyrir þremur árum þegar hún fékk skyndilega nóg. 7. nóvember 2014 09:00 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Upplifir sig ekki fatlaða Steinunn Ása Þorvaldsdóttir hefur síðastliðin ár barist gegn fordómum í garð fatlaðs fólks og staðalímyndum, meðal annars með sjónvarpsþáttagerð, kennslu í Háskóla Íslands og starfi sínu á mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar. 31. október 2014 09:26
Lífsviðtalið: Fær ótal hugmyndir á hverjum degi Rakel Garðarsdóttir er framleiðandi af lífi og sál. Hún framleiðir meðal annars mynd um Vigdísi Finnbogadóttur og barnamat. 24. október 2014 10:19
Forsíðuviðtal Lífsins: Vissi að ég yrði aldrei grennst Katrín Johnson segir ástríðuna hafa legið í dansinum alla tíð þangað til einn daginn fyrir þremur árum þegar hún fékk skyndilega nóg. 7. nóvember 2014 09:00