Lífið

Framtíð Frostrósa óákveðin

Freyr Bjarnason skrifar
Frostrósir Sönghópurinn naut mikilla vinsælda hér á landi í tólf ár, þangað til hann tók sér pásu.
Frostrósir Sönghópurinn naut mikilla vinsælda hér á landi í tólf ár, þangað til hann tók sér pásu. Fréttablaðið/Anton
Eins og margir vita fóru Frostrósir í pásu eftir síðustu tónleika sína í Laugardalshöll í fyrra.

Fara átti í útrás með tónleikana til Noregs og Svíþjóðar og sá undirbúningur mun hugsanlega hefjast í janúar næstkomandi. „Það kemur í ljós um áramótin hvort við höldum því áfram eða ekki. Það er búið að vera að vinna í því,“ segir Samúel Kristjánsson, einn af skipuleggjendunum, um „erlendu“ Frostrósirnar.

„Ef við höldum áfram úti, sem ég tel líklegast, verður það líklega á þar næsta ári.“

Upphaflega áttu Frostrósir að fara í útrásina á síðasta ári og spila átti í stórum tónleikahöllum en hætt var við það á síðustu stundu. Í staðinn stigu þær á svið á Íslandi, tólfta árið í röð.

Samúel viðurkennir að það sé dálítið skrítið að sönghópurinn skuli ekki stíga á svið í ár. „Eftir tólf ár er þetta kannski smá tómlegt en það er búið að vera að vinna í öðrum verkefnum, þannig að það hefur verið nóg að gera,“ segir hann. „Núna hefur maður í fyrsta skipti tíma til að sjá aðra jólatónleika.“ 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×