Lífið

Það eru allir vinir í Leiktu betur

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Alexander, Margrét, Vigdís og Katrín unnu Leiktu betur.
Alexander, Margrét, Vigdís og Katrín unnu Leiktu betur. VÍSIR/VALLI
Menntaskólinn við Hamrahlíð stóð uppi sem sigurvegari í Leiktu betur, spunakeppni framhaldsskólanna, síðastliðinn fimmtudag.

Lið MH skipa Alexander Guðjónsson, Katrín Helga Ólafsdóttir, Margrét Aðalheiður Önnu- og Þorgeirsdóttir og Vigdís Hafliðadóttir.

„Það sem er svo skemmtilegt við þessa keppni er að allir eru vinir. Allir eru að hafa gaman, styðja hver við annan og hlæja saman,“ segir Margrét Aðalheiður.

MH hefur unnið keppnina tíu sinnum. Aðspurð hvers vegna skólinn hafi verið svona sigursæll nefnir liðið vinsæla innanskólakeppni. „Það er rosalega mikil stemming fyrir Leiktu betur innan MH og innanskólakeppnin er mjög góð,“ segir Vigdís og bætir við að þau hafi ekki verið mjög sigurviss. „Við bjuggumst ekki við því að komast áfram og vinna undankeppnina í MH. Það voru svo sterk lið þar. Við tókum bara þátt til þess að vera með.“

„Við æfðum alveg rosalega mikið, alveg í hverju hádegishléi. Á sunnudaginn var æfðum við í sjö klukkutíma,“ segir Alexander. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×