Stemningin sem aldrei verður toppuð Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 15. nóvember 2014 15:00 Dansgólf Sjallans með þrjátíu ára millibili Vísir/Baldvin Þeyr Pétursson Sjálfstæðishúsið á Akureyri var opnað 5. júlí 1963 við Geislagötu á Akureyri. Stórt og glæsilegt hús. Gengið var upp stóran stiga inn í glæsilegan sal með stóru dansgólfi. Fljótlega eftir opnun varð staðurinn gríðarlega vinsæll skemmtistaður hjá bæjarbúum, og gilti engu hvort það var um miðja viku eða helgi. Hljómsveit hússins, Hljómsveit Ingimars Eydal, fyllti salinn næstum hvert kvöld fyrir matar- og ballgesti. Með hljómsveitinni sungu meðal annarra Helena Eyjólfsdóttir og Þorvaldur Halldórsson og urðu þau fljótt meðal ástsælustu söngvara þjóðarinnar. Ásta, kona Ingimars, samdi texta við nýjustu lögin sem hljómuðu á útvarpi Lúxemborg og þannig hljómuðu nýjustu slagararnir á dansgólfinu. Á þeim tíma hófst skemmtunin um tíu á kvöldin og engum var hleypt inn í húsið eftir klukkan hálf tólf. Það að fara í Sjálfstæðishúsið var ákveðin athöfn. Stelpurnar fóru í lagningu og strákarnir pússuðu skóna. Þetta var staðurinn, og stemningin var ólýsanleg. Þann 20. desember 1981 urðu kaflaskil í sögu hússins. Þetta kvöld voru Akureyringar í bænum að gera jólainnkaupin þegar fréttirnar kvisuðust út: Það var kviknað í Sjálfstæðishúsinu! Allir hættu að versla og fóru að horfa á húsið brenna. Margir óttuðust að færi fyrir staðnum eins og Glaumbæ, en sumarið eftir, 25. júní 1982, var staðurinn opnaður aftur eftir endurbætur og fékk nýtt nafn: Sjallinn. Fannst þeim sem eldri voru að sjarminn væri farinn af staðnum eftir breytingar og hann hefði breyst í „eitthvert diskótek fyrir unga fólkið“. En þrátt fyrir allt hélt fólk áfram að koma í Sjallann. Böllin lengdust, aðrar hljómsveitir spiluðu og plötusnúðar fóru að spila á böllum. Í augum þeirra sem yngri voru og höfðu ekki aldur til að komast inn, varð Sjallinn eins og spennandi hof og margir hugsuðu: Vá, hvað ég hlakka til að hafa aldur til að komast í Sjallann! Hann á svo sannarlega stað í hjarta margra kynslóða Akureyringa, sem þar hafa átt góðar stundir. Þar hefur ástin oft kviknað og Sjallinn er sennilega áhrifavaldur í hjónaböndum margra Akureyringa.Jón Jósep SnæbjörnssonVísirHápunkturinn rétt fyrir lokun „Ég er auðvitað langt frá því að vera hlutlaus, þarna eyddi ég menntaskólaárunum á dansgólfinu og svo stórum hluta af mínum tónlistarferli uppi á sviði upp úr aldamótum,“ segir Akureyringurinn Jón Jósep Snæbjörnsson, eða Jónsi í Í svörtum fötum eins og margir þekkja hann. „Ég á eftir að sakna Sjallans mikið og get ekki séð fyrir mér hvar eigi að halda sams konar böll á Akureyri núna. Mér finnst vandamálið með tónleikahald í dag vera að það eru annaðhvort til litlir staðir eða of stórir, en enginn í þessari Sjalla-stærð. Sjallaböllin voru líka einstök. Akureyringar eru alltaf svolítið dannaðir, en þeir slepptu svolítið fram af sér beislinu í Sjallanum. Það var eins og maður sæi móðuna stíga upp af troðfullu dansgólfinu. Hápunkturinn fyrir mér var mómentið rétt fyrir lokun, þegar maður átti kannski þrjú lög eftir. Það var brjálæðislega heitt og allir í þvílíkum ham og það var þá sem maður gat tekið hörðustu lögin, eins og Partýbæ með Ham. Þá varð allt snarvitlaust! Það var yndislegt.“Matthías MatthíassonVísirÞað rigndi úr loftinu „Ég spilaði fyrst þarna með Reggae On Ice, ætli það hafi ekki verið um 1994-1995. Þetta var okkar allra sterkasta vígi, Sjallinn, og í minningunni var alltaf stappað. Akureyringar fíluðu okkur svo mikið,“ segir Matthías Matthíasson tónlistarmaður. „Seinna byrjaði ég að skemmta aftur og þá með Pöpunum. Ég man eftir að hafa spilað á 1.300 manna balli þarna, en þetta er um 500 manna staður. Það gjörsamlega rigndi úr loftinu. Mér finnst mikil synd að þessi staður gangi ekki. Það er svo rosalega gaman hvað hann á sér langa sögu, hvernig þetta byrjaði allt með hljómsveit Ingimars Eydal. Staðurinn er svo einstakur varðandi hvað hann er flott uppsettur og maður náði svo góðum kontakt við áhorfendur. Fyrir mér er jafn mikill missir að þessu húsi og Broadway. Nú er eiginlega enginn staður eftir á Akureyri til þess að halda ball, ætli síðasta ballvígið hafi ekki verið að falla?“Sigga og GrétarVísirEinstök stemning og rómantík „Stjórnin var að spila þarna upp úr 1990 og það var bara alltaf stappað! Akureyri og Sjallinn var svolítið staðurinn okkar,“ segir Sigríður Beinteinsdóttir söngkona. „Við vissum að ef við vorum að fara norður, þá vorum við að fara að gera eitthvað skemmtilegt. Húsið sjálft hafði einhvern sjarma, það var eitthvað gott í því. Fólki fannst alveg ótrúlega gaman að skemmta sér þarna og að skemmta Akureyringum er alveg ótrúlega gaman, það eru allir svo ákveðnir í að skemmta sér. Ég skemmti auðvitað bæði þarna með Stjórninni og svo í sýningum sem við komum með að sunnan á vegum Ólafs Laufdal. Mér finnst alveg agalegt að missa þetta hús, með alla þessa sögu, og fyrir mér er þetta svipað og þegar Reykvíkingar misstu Nasa.“ „Flestir sem spiluðu á þessum tíma, við, Sálin og Sólin, eru sammála um að ekkert hús geti toppað þá stemningu sem var þarna, eitthvað einstakt. Ákveðin rómantík í loftinu og einhver sál,“ segir Grétar Örvarson tónlistarmaður. „Það var fullt hús í hvert sinn og stemningin engu lík. Akureyringar og nærsveitungar kunna svo sannarlega að skemmta sér. Allar frægustu hljómsveitir landsins hafa spilað þarna.“Helena EyjólfsdóttirVísirSöknuður er mér efst í huga „Mér finnst þetta bara mjög sorglegt. Þetta var minn vinnustaður í níu ár,“ segir Helena Eyjólfsdóttir söngkona sem tróð upp með hljómsveit Ingimars Eydal á upphafsárum Sjallans. „Þessi Sjallastemning sem við bjuggum til var svo einstök og kemur aldrei aftur. Það sem mér finnst eftirminnilegast við hana er að þarna voru allir aldurshópar að skemmta sér saman, allt upp í rígfullorðið fólk. Það komu bara allir til þess að dansa. Það var nauðsynlegt fyrir Akureyringa á þessum tíma að fá þetta hús og það er búið að nýta það vel og lengi. Í dag er staðurinn svo mikið öðruvísi en hann var. Þessi ballmenning er svo breytt, þetta er allt stúkað niður í dag, annað en þegar allir skemmtu sér saman. En kannski er þetta eitthvað sem hefur bara gerst af sjálfu sér. Ég á eftir að sakna Sjallans, það er söknuður í huga mér.“ Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Sjálfstæðishúsið á Akureyri var opnað 5. júlí 1963 við Geislagötu á Akureyri. Stórt og glæsilegt hús. Gengið var upp stóran stiga inn í glæsilegan sal með stóru dansgólfi. Fljótlega eftir opnun varð staðurinn gríðarlega vinsæll skemmtistaður hjá bæjarbúum, og gilti engu hvort það var um miðja viku eða helgi. Hljómsveit hússins, Hljómsveit Ingimars Eydal, fyllti salinn næstum hvert kvöld fyrir matar- og ballgesti. Með hljómsveitinni sungu meðal annarra Helena Eyjólfsdóttir og Þorvaldur Halldórsson og urðu þau fljótt meðal ástsælustu söngvara þjóðarinnar. Ásta, kona Ingimars, samdi texta við nýjustu lögin sem hljómuðu á útvarpi Lúxemborg og þannig hljómuðu nýjustu slagararnir á dansgólfinu. Á þeim tíma hófst skemmtunin um tíu á kvöldin og engum var hleypt inn í húsið eftir klukkan hálf tólf. Það að fara í Sjálfstæðishúsið var ákveðin athöfn. Stelpurnar fóru í lagningu og strákarnir pússuðu skóna. Þetta var staðurinn, og stemningin var ólýsanleg. Þann 20. desember 1981 urðu kaflaskil í sögu hússins. Þetta kvöld voru Akureyringar í bænum að gera jólainnkaupin þegar fréttirnar kvisuðust út: Það var kviknað í Sjálfstæðishúsinu! Allir hættu að versla og fóru að horfa á húsið brenna. Margir óttuðust að færi fyrir staðnum eins og Glaumbæ, en sumarið eftir, 25. júní 1982, var staðurinn opnaður aftur eftir endurbætur og fékk nýtt nafn: Sjallinn. Fannst þeim sem eldri voru að sjarminn væri farinn af staðnum eftir breytingar og hann hefði breyst í „eitthvert diskótek fyrir unga fólkið“. En þrátt fyrir allt hélt fólk áfram að koma í Sjallann. Böllin lengdust, aðrar hljómsveitir spiluðu og plötusnúðar fóru að spila á böllum. Í augum þeirra sem yngri voru og höfðu ekki aldur til að komast inn, varð Sjallinn eins og spennandi hof og margir hugsuðu: Vá, hvað ég hlakka til að hafa aldur til að komast í Sjallann! Hann á svo sannarlega stað í hjarta margra kynslóða Akureyringa, sem þar hafa átt góðar stundir. Þar hefur ástin oft kviknað og Sjallinn er sennilega áhrifavaldur í hjónaböndum margra Akureyringa.Jón Jósep SnæbjörnssonVísirHápunkturinn rétt fyrir lokun „Ég er auðvitað langt frá því að vera hlutlaus, þarna eyddi ég menntaskólaárunum á dansgólfinu og svo stórum hluta af mínum tónlistarferli uppi á sviði upp úr aldamótum,“ segir Akureyringurinn Jón Jósep Snæbjörnsson, eða Jónsi í Í svörtum fötum eins og margir þekkja hann. „Ég á eftir að sakna Sjallans mikið og get ekki séð fyrir mér hvar eigi að halda sams konar böll á Akureyri núna. Mér finnst vandamálið með tónleikahald í dag vera að það eru annaðhvort til litlir staðir eða of stórir, en enginn í þessari Sjalla-stærð. Sjallaböllin voru líka einstök. Akureyringar eru alltaf svolítið dannaðir, en þeir slepptu svolítið fram af sér beislinu í Sjallanum. Það var eins og maður sæi móðuna stíga upp af troðfullu dansgólfinu. Hápunkturinn fyrir mér var mómentið rétt fyrir lokun, þegar maður átti kannski þrjú lög eftir. Það var brjálæðislega heitt og allir í þvílíkum ham og það var þá sem maður gat tekið hörðustu lögin, eins og Partýbæ með Ham. Þá varð allt snarvitlaust! Það var yndislegt.“Matthías MatthíassonVísirÞað rigndi úr loftinu „Ég spilaði fyrst þarna með Reggae On Ice, ætli það hafi ekki verið um 1994-1995. Þetta var okkar allra sterkasta vígi, Sjallinn, og í minningunni var alltaf stappað. Akureyringar fíluðu okkur svo mikið,“ segir Matthías Matthíasson tónlistarmaður. „Seinna byrjaði ég að skemmta aftur og þá með Pöpunum. Ég man eftir að hafa spilað á 1.300 manna balli þarna, en þetta er um 500 manna staður. Það gjörsamlega rigndi úr loftinu. Mér finnst mikil synd að þessi staður gangi ekki. Það er svo rosalega gaman hvað hann á sér langa sögu, hvernig þetta byrjaði allt með hljómsveit Ingimars Eydal. Staðurinn er svo einstakur varðandi hvað hann er flott uppsettur og maður náði svo góðum kontakt við áhorfendur. Fyrir mér er jafn mikill missir að þessu húsi og Broadway. Nú er eiginlega enginn staður eftir á Akureyri til þess að halda ball, ætli síðasta ballvígið hafi ekki verið að falla?“Sigga og GrétarVísirEinstök stemning og rómantík „Stjórnin var að spila þarna upp úr 1990 og það var bara alltaf stappað! Akureyri og Sjallinn var svolítið staðurinn okkar,“ segir Sigríður Beinteinsdóttir söngkona. „Við vissum að ef við vorum að fara norður, þá vorum við að fara að gera eitthvað skemmtilegt. Húsið sjálft hafði einhvern sjarma, það var eitthvað gott í því. Fólki fannst alveg ótrúlega gaman að skemmta sér þarna og að skemmta Akureyringum er alveg ótrúlega gaman, það eru allir svo ákveðnir í að skemmta sér. Ég skemmti auðvitað bæði þarna með Stjórninni og svo í sýningum sem við komum með að sunnan á vegum Ólafs Laufdal. Mér finnst alveg agalegt að missa þetta hús, með alla þessa sögu, og fyrir mér er þetta svipað og þegar Reykvíkingar misstu Nasa.“ „Flestir sem spiluðu á þessum tíma, við, Sálin og Sólin, eru sammála um að ekkert hús geti toppað þá stemningu sem var þarna, eitthvað einstakt. Ákveðin rómantík í loftinu og einhver sál,“ segir Grétar Örvarson tónlistarmaður. „Það var fullt hús í hvert sinn og stemningin engu lík. Akureyringar og nærsveitungar kunna svo sannarlega að skemmta sér. Allar frægustu hljómsveitir landsins hafa spilað þarna.“Helena EyjólfsdóttirVísirSöknuður er mér efst í huga „Mér finnst þetta bara mjög sorglegt. Þetta var minn vinnustaður í níu ár,“ segir Helena Eyjólfsdóttir söngkona sem tróð upp með hljómsveit Ingimars Eydal á upphafsárum Sjallans. „Þessi Sjallastemning sem við bjuggum til var svo einstök og kemur aldrei aftur. Það sem mér finnst eftirminnilegast við hana er að þarna voru allir aldurshópar að skemmta sér saman, allt upp í rígfullorðið fólk. Það komu bara allir til þess að dansa. Það var nauðsynlegt fyrir Akureyringa á þessum tíma að fá þetta hús og það er búið að nýta það vel og lengi. Í dag er staðurinn svo mikið öðruvísi en hann var. Þessi ballmenning er svo breytt, þetta er allt stúkað niður í dag, annað en þegar allir skemmtu sér saman. En kannski er þetta eitthvað sem hefur bara gerst af sjálfu sér. Ég á eftir að sakna Sjallans, það er söknuður í huga mér.“
Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira