Lífið

(And)pólitískur prakkaraskapur

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Titillinn vísar í frelsisþrána - Snorri hefur haldið til í Berlín undanfarið.
Titillinn vísar í frelsisþrána - Snorri hefur haldið til í Berlín undanfarið. Vísir/GVA
„Titillinn vísar í þessa frelsisþrá og frelsisleit sem einkennir líf okkar. Spurningin fyrir mér er hvort hún sé oft nokkuð annað en taumur sem lengist og styttist til skiptis,“ segir Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson, sem hefur gefið út sína fyrstu ljóðabók, Lengist í taumnum.

Snorri hefur komið víða við. Hann hefur skrifað pistla og greinar í blaðið Grapevine og bókmenntatímarit, staðið að útgáfu tímarita og búið til tónlist. Síðast en ekki síst hefur hann stundað „(and)pólitískan prakkaraskap“ en Snorri var eins og þekkt er einn af nímenningunum sem freistuðu þess að komast á palla Alþingis í mótmælunum 2008.

Snorri hefur haldið til í Berlín undanfarið en hefur jafnframt fylgst með málunum á Íslandi, svo sem skýrslu lögreglunnar um mótmælin. „Líklega er þessi skýrsla kolólögleg en þetta kemur mér ekkert á óvart,“ segir Snorri.

„Svo finnst mér líka áhugavert að horfa öðrum augum á þessa skýrslu og líta á hana sem einhvers konar sönnun á gildi starfs míns og fleira fólks á þessum tíma.“ 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×