Lífið

Safnað fyrir Hringinn

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Sungin verða teiknimyndalög.
Sungin verða teiknimyndalög.
Styrktarhópurinn Sebastian skipuleggur teiknimyndastyrktartónleika til styrktar barnaspítala Hringsins á sunnudag klukkan 16.00 í félagsheimilinu á Seltjarnarnesi.

Þetta eru fimm strákar af Nesinu sem hafa verið að safna saman ungum og efnilegum söngvurum af Seltjarnarnesi til þess að stíga á svið í bland við nokkra landsþekkta söngvara sem syngja einnig vel valin teiknimyndalög. Þeirra á meðal eru Margrét Eir, Heiða Ólafs og Sigríður Eyrún, svo fáein nöfn séu nefnd.

Selt verður inn við dyrnar en einnig má styrkja aukalega með því að leggja inn á reikning drengjanna: 512-14-402190, kennitala: 650713-0280. Það kostar 1.500 krónur inn en 500 krónur fyrir börn, 12 ára og yngri. Allur ágóði af tónleikunum og styrktarreikningnum rennur óskertur til barnaspítala Hringsins.

Boðið verður upp á vöfflur og kakó í hléi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×