Lífið

Útlenski drengurinn frumsýndur

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Dóri DNA leikur útlenska drenginn.
Dóri DNA leikur útlenska drenginn.
Leikritið Útlenski drengurinn var frumsýnt í Tjarnarbíói í gær á Degi íslenskrar tungu. Það er leikhópurinn Glenna sem stendur á bak við leikritið en Vigdís Jakobsdóttir leikstýrir.

Um er að ræða gamanleik með alvarlegum undirtóni. Leikritið fjallar um Dóra litla, sem er vinsælasti strákurinn í bekknum þar til hann er látinn taka svokallað Pitsa-próf sem snýr öllu lífi hans á hvolf.

Ljósmyndari Fréttablaðsins mætti í Tjarnarbíó þar sem ríkti mikil gleði yfir frumsýningunni.

Jónas Sig, sem sá um hljóðmyndina, var hress ásamt Þórarni Leifssyni.Vísir/Valli
Dagur Jakobsson og Eygló Eymundsdóttir sæt saman.Vísir/valli
Eva Baldursdóttir og Katla Rúnarsdóttir virtust ánægðar með kvöldið.Vísir/Valli
Þorgerður Sigurðardóttir, Auður Jónsdóttir og leikstjórinn Vigdís Jakobsdóttir voru kátar að vanda.Vísir/Valli
Marta Hlín Magnadóttir og Ólafur Sigurðsson létu sjá sig.Vísir/Valli

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×