Lífið

Kynnir Miðjarðarhafstvíæringinn í Mílanó

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Gaf út barnabók í Japan - Types of People er styrkt af Myndlistarsjóði.
Gaf út barnabók í Japan - Types of People er styrkt af Myndlistarsjóði. fRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
„Sýningin fjallar um ljóðrænan skáldskap í myndlist og það eru svolítið pólitískir listamenn sem sýna þarna. Listamenn sem komast að einhverjum pólitískum sjónarmiðum í gegnum ljóðrænu,“ segir myndlistarmaðurinn Sigurður Atli Sigurðsson, sem heldur til Mílanó í desember fyrir samsýninguna Subversion of the Sensible. „Nafnið segir sig eiginlega sjálft, þú sleppir því rökræna og þá kemstu kannski að einhverjum öðrum sannleika.“

Sigurður sýndi á Miðjarðarhafstvíæringnum í fyrra en á sýningunni í Mílanó er úrval níu listamanna úr þeirri sýningu til þess að kynna næsta tvíæringinn. Sigurður undirbýr nú verk sitt fyrir sýninguna, Types of People.

„Ég gaf út barnabók í Japan um daginn sem fjallar um týpu sem ég hef verið að vinna með síðastliðið ár í verkum mínum og kallast The Sleeper. Sú týpa passar vel inn í þessa sýningu því í henni felst eins konar passíf mótspyrna. Types of People fjallar um fimm manngerðir – The Philosopher, The Loser, The Champion, The Sleeper og The Dancer.“

Types of People er hluti af verkefni sem styrkt er af Myndlistarsjóði en afrakstur verkefnisins verður sýndur í Marseille í Frakklandi í desember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×