Lífið

Nepölsk matargerð í Breiðholti í dag

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Kushu Gurung tekur þátt í dagskránni í dag og er hér ásamt syni sínum.
Kushu Gurung tekur þátt í dagskránni í dag og er hér ásamt syni sínum. fréttablaðið/Valli
Um 120 Nepalar eru búsettir á Íslandi og hefur almenningur kost á að kynnast nepalskri menningu, tungumáli og mat í Gerðubergi í dag. Café Lingua mun bjóða upp á dagskrá sem skipulögð er af Nepalska félaginu á Íslandi.

„Það verður dans og matur. Svo verður tónlist sem tengist menningu Nepal,“ segir Kushu Gurung, sem er aðstoðargjaldkeri félagsins og hefur búið á Íslandi í tólf ár.

Kushu segir að þrátt fyrir að nepölsk matarmenning sé frábrugðin þeirri íslensku sé ekki erfitt að nálgast hráefni hér á landi. „Við notum frekar mikið krydd og maturinn er bragðmikill.“ Boðið verður upp á nokkra nepalska rétti ásamt hrísgrjónum og nepölsku brauði.

Margir verða uppáklæddir í nepalska þjóðbúninga og hefðbundinn nepalskan klæðnað sem er litríkur og fjölbreyttur. „Í Nepal er margvíslegur klassískur og hefðbundinn klæðnaður þannig það verða ekki allir eins klæddir,“ segir Kushu.

Café Lingua er vettvangur fyrir alla sem hafa áhuga á fjölbreyttri menningu og tungumálum. Boðið er upp á vikulega dagskrá á mismunandi stöðum í borginni.

Dagskráin í dag byrjar klukkan tvö í Gerðubergi og allir eru boðnir velkomnir og þáttaka er ókeypis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.