Sekt ÍBV hefði verið fimm sinnum lægri fyrir ári Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. ágúst 2014 14:00 Stuðningsmaður Keflavíkur gerðist sekur um kynþáttaníð í garð Tonnys Mawejje í fyrra. vísir/daníel Eins og greint var frá fyrr í dag fékk ÍBV 150.000 króna sekt fyrir kynþáttaníð stuðningsmanns félagsins í garð Farids Zato, miðjumanns KR, í bikarleik liðanna 31. júlí s.l. Þetta er fimmfallt hærri upphæð en t.a.m. þegar stuðningsmenn Fjölnis gerðust sekir um kynþáttaníð í garð AndrewsMwesigwa í leik Fjölnis og ÍBV á Fjölnisvelli í 1. deild karla sumarið 2007. Sú sekt hljóðaði upp á 30 þúsund krónur. Keflvíkingar fengu svo sömu upphæð í sekt þegar stuðningsmaður félagsins beitti TonnyMawejje, þáverandi leikmanni ÍBV, kynþáttaníði í leik liðanna í september á síðasta tímabili, þ.e. fyrir tæplega ári. Í heildina borguðu knattspyrnudeildir mótherja ÍBV 60.000 krónur fyrir þessi tvö atvik, en Eyjamenn greiða nær þrefalda þá upphæð fyrir atvikið í Borgunarbikarnum í lok júlí. Sektin sem ÍBV fékk að þessu sinni er vafalítið sú hæsta í sögu KSÍ, þó sambandið hafi ekki viljað staðfesta það við Vísi að svo stöddu. Víðismenn í Garði fengu einnig þunga refsingu fyrr í sumar þegar leikmaður liðsins gerðist sekur um kynþáttaníð í garð mótherja síns. Leikmaðurinn fékk fimm leikja bann og var knattspyrnudeild Víðis sektuð um 100.000 krónur. Þessi hækkun sekta kemur til vegna nýs ákvæðis í agareglum KSÍ, 16. grein, en hún var sett inn vegna tilskipunar Alþjóða knattspyrnusambandsins fyrr á þessu ári. Nýja ákvæðið tekur á mismunun og á að leggja áherslu á að taka fast á hvers kyns mismunun eða fordómum. Ákvæðið er þýðing á ákvæði í agareglugerð FIFA sem öllum knattspyrnusamböndum innan FIFA ber að taka upp. Öllum aðildarfélögum KSÍ var sent dreifibréf um tilkomu nýja ákvæðisins og hvaða viðurlög það hefði í för með sér. Áður var hámarkssekt KSÍ 30.000 krónur, en nú er lágmarkssektin 100.000 krónur fyrir mismunun. Af því má sjá að verið er að taka hart á þessum málum. Eyjamenn fögnuðu því í yfirlýsingu sinni vegna málsins hversu hart KSÍ tæki á kynþáttaníði í ljósi þess sem þeir sjálfir hafa lent í. Þeir una ákvörðun KSÍ og hafa sett stuðningsmanninn sem kom félaginu í þessi vandræði í ótímabundið heimaleikjabann. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir ÍBV sektað um 150.000 fyrir kynþáttaníð Lögfræðingar ÍBV í málinu, en félagið ætlar að svara úrskurðinum seinna í dag. 13. ágúst 2014 11:43 Dómarar skila ítarlegu erindi vegna gruns um kynþáttaníð í Eyjum Málið verður tekið fyrir á fundi aganefndar sambandsins í dag en Eyjamenn eiga yfir höfði sér allt að 150 þúsund króna sekt. 12. ágúst 2014 10:47 Uppbótartíminn: Stjarnan upp að hlið FH | Myndbönd Fimmtándu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Vísir gerir umferðina upp. 12. ágúst 2014 14:00 Pepsi-mörkin | 15. þáttur Styttri útgáfa af 15. þætti Pepsi-markanna þar sem fimmtánda umferð Pepsi-deildarinnar var gerð upp. 12. ágúst 2014 18:00 Eyjamenn biðja Farid afsökunar | Níðingurinn í heimaleikjabann ÍBV fagnar því að KSÍ taki strangt á kynþáttaníði. 13. ágúst 2014 12:46 Meintur níðingur í heimaleikjabann í Eyjum Óskar Örn Ólafsson, formaður ÍBV, segir að einstaklingur, sem grunaður er um kynþáttaníð í garð KR-ingsins Farid Zato í leik félaganna 31. júlí síðastliðinn, hafi ekki mætt á leik liðsins gegn FH á sunnudaginn. Ætla má af orðum Óskars að einstaklingurinn hafi verið í heimaleikjabanni vegna háttalags síns en Óskar segir að frekari aðgerðir í málinu séu á ís þar til aganefnd KSÍ hefur úrskurðað í málinu seinna í dag. 12. ágúst 2014 12:14 Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira
Eins og greint var frá fyrr í dag fékk ÍBV 150.000 króna sekt fyrir kynþáttaníð stuðningsmanns félagsins í garð Farids Zato, miðjumanns KR, í bikarleik liðanna 31. júlí s.l. Þetta er fimmfallt hærri upphæð en t.a.m. þegar stuðningsmenn Fjölnis gerðust sekir um kynþáttaníð í garð AndrewsMwesigwa í leik Fjölnis og ÍBV á Fjölnisvelli í 1. deild karla sumarið 2007. Sú sekt hljóðaði upp á 30 þúsund krónur. Keflvíkingar fengu svo sömu upphæð í sekt þegar stuðningsmaður félagsins beitti TonnyMawejje, þáverandi leikmanni ÍBV, kynþáttaníði í leik liðanna í september á síðasta tímabili, þ.e. fyrir tæplega ári. Í heildina borguðu knattspyrnudeildir mótherja ÍBV 60.000 krónur fyrir þessi tvö atvik, en Eyjamenn greiða nær þrefalda þá upphæð fyrir atvikið í Borgunarbikarnum í lok júlí. Sektin sem ÍBV fékk að þessu sinni er vafalítið sú hæsta í sögu KSÍ, þó sambandið hafi ekki viljað staðfesta það við Vísi að svo stöddu. Víðismenn í Garði fengu einnig þunga refsingu fyrr í sumar þegar leikmaður liðsins gerðist sekur um kynþáttaníð í garð mótherja síns. Leikmaðurinn fékk fimm leikja bann og var knattspyrnudeild Víðis sektuð um 100.000 krónur. Þessi hækkun sekta kemur til vegna nýs ákvæðis í agareglum KSÍ, 16. grein, en hún var sett inn vegna tilskipunar Alþjóða knattspyrnusambandsins fyrr á þessu ári. Nýja ákvæðið tekur á mismunun og á að leggja áherslu á að taka fast á hvers kyns mismunun eða fordómum. Ákvæðið er þýðing á ákvæði í agareglugerð FIFA sem öllum knattspyrnusamböndum innan FIFA ber að taka upp. Öllum aðildarfélögum KSÍ var sent dreifibréf um tilkomu nýja ákvæðisins og hvaða viðurlög það hefði í för með sér. Áður var hámarkssekt KSÍ 30.000 krónur, en nú er lágmarkssektin 100.000 krónur fyrir mismunun. Af því má sjá að verið er að taka hart á þessum málum. Eyjamenn fögnuðu því í yfirlýsingu sinni vegna málsins hversu hart KSÍ tæki á kynþáttaníði í ljósi þess sem þeir sjálfir hafa lent í. Þeir una ákvörðun KSÍ og hafa sett stuðningsmanninn sem kom félaginu í þessi vandræði í ótímabundið heimaleikjabann.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir ÍBV sektað um 150.000 fyrir kynþáttaníð Lögfræðingar ÍBV í málinu, en félagið ætlar að svara úrskurðinum seinna í dag. 13. ágúst 2014 11:43 Dómarar skila ítarlegu erindi vegna gruns um kynþáttaníð í Eyjum Málið verður tekið fyrir á fundi aganefndar sambandsins í dag en Eyjamenn eiga yfir höfði sér allt að 150 þúsund króna sekt. 12. ágúst 2014 10:47 Uppbótartíminn: Stjarnan upp að hlið FH | Myndbönd Fimmtándu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Vísir gerir umferðina upp. 12. ágúst 2014 14:00 Pepsi-mörkin | 15. þáttur Styttri útgáfa af 15. þætti Pepsi-markanna þar sem fimmtánda umferð Pepsi-deildarinnar var gerð upp. 12. ágúst 2014 18:00 Eyjamenn biðja Farid afsökunar | Níðingurinn í heimaleikjabann ÍBV fagnar því að KSÍ taki strangt á kynþáttaníði. 13. ágúst 2014 12:46 Meintur níðingur í heimaleikjabann í Eyjum Óskar Örn Ólafsson, formaður ÍBV, segir að einstaklingur, sem grunaður er um kynþáttaníð í garð KR-ingsins Farid Zato í leik félaganna 31. júlí síðastliðinn, hafi ekki mætt á leik liðsins gegn FH á sunnudaginn. Ætla má af orðum Óskars að einstaklingurinn hafi verið í heimaleikjabanni vegna háttalags síns en Óskar segir að frekari aðgerðir í málinu séu á ís þar til aganefnd KSÍ hefur úrskurðað í málinu seinna í dag. 12. ágúst 2014 12:14 Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira
ÍBV sektað um 150.000 fyrir kynþáttaníð Lögfræðingar ÍBV í málinu, en félagið ætlar að svara úrskurðinum seinna í dag. 13. ágúst 2014 11:43
Dómarar skila ítarlegu erindi vegna gruns um kynþáttaníð í Eyjum Málið verður tekið fyrir á fundi aganefndar sambandsins í dag en Eyjamenn eiga yfir höfði sér allt að 150 þúsund króna sekt. 12. ágúst 2014 10:47
Uppbótartíminn: Stjarnan upp að hlið FH | Myndbönd Fimmtándu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Vísir gerir umferðina upp. 12. ágúst 2014 14:00
Pepsi-mörkin | 15. þáttur Styttri útgáfa af 15. þætti Pepsi-markanna þar sem fimmtánda umferð Pepsi-deildarinnar var gerð upp. 12. ágúst 2014 18:00
Eyjamenn biðja Farid afsökunar | Níðingurinn í heimaleikjabann ÍBV fagnar því að KSÍ taki strangt á kynþáttaníði. 13. ágúst 2014 12:46
Meintur níðingur í heimaleikjabann í Eyjum Óskar Örn Ólafsson, formaður ÍBV, segir að einstaklingur, sem grunaður er um kynþáttaníð í garð KR-ingsins Farid Zato í leik félaganna 31. júlí síðastliðinn, hafi ekki mætt á leik liðsins gegn FH á sunnudaginn. Ætla má af orðum Óskars að einstaklingurinn hafi verið í heimaleikjabanni vegna háttalags síns en Óskar segir að frekari aðgerðir í málinu séu á ís þar til aganefnd KSÍ hefur úrskurðað í málinu seinna í dag. 12. ágúst 2014 12:14