Rífumst um bækur og gagnrýni Friðrika Benónýsdóttir skrifar 2. desember 2014 07:00 Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og verðlauna fyrir bestu þýðingu á erlendri bók voru tilkynntar í gær. Tilnefnt er í þremur flokkum: barna- og unglingabókmenntum, fagurbókmenntum og fræðiritum og ritum almenns efnis, auk fyrrnefndra þýðingarverðlauna. Fimm bækur eru tilnefndar í hverjum flokki og eins og gefur að skilja sýnist sitt hverjum um réttmæti þess að tilnefna þessa bókina en ekki aðra. Valið er alfarið í höndum þriggja manna dómnefnda í hverjum flokki og auðvitað borin von að allir bókaunnendur séu sammála þeim. Fyrr mætti nú vera einsleitnin. Þær raddir hafa komið upp í umræðu um verðlaunin að óhæfa sé að tilnefningar og verðlaunaveiting fari fram svo skömmu eftir að meirihluti af útgáfu ársins er aðgengilegur þar sem erfitt sé að ná að lesa allar bækur sem út koma á svo stuttum tíma og enn þá erfiðara að öðlast einhverja yfirsýn. Um það má sjálfsagt deila eins og allt annað, eflaust væri betra fyrir dómnefndirnar að hafa lengri tíma til að rýna í bækurnar, bera þær saman, ræða þær sín á milli og svo framvegis, en Íslendingar gera helst allt í skorpum og ekkert undarlegt að val bestu bóka ársins fari fram eftir maraþonlestur á örfáum vikum. Mætti samt gjarnan skoða hvort ekki væri sanngjarnara gagnvart bæði dómnefndum og höfundum að tíminn væri rýmri. Sama dag og tilnefningarnar voru kynntar loguðu vefmiðlar og samfélagsmiðlar vegna gagnrýni rithöfunda á tvo dóma sem bókmenntagagnrýnandi hafði flutt í Víðsjá á Rás 1. Stóryrðin voru ekki spöruð og maðurinn ásakaður um alls kyns annarlegar hvatir. Eiginlega fremur hrollvekjandi lesning og hætt við að gagnrýnandi sem notaði slíkan munnsöfnuð um rithöfund fengi ekki að kemba hærurnar í starfi. Það er að sjálfsögðu jákvætt að bækur og umfjöllun um þær séu fólki hugleiknar, en eins og í annarri umræðu verður að gera kröfu um lágmarks mannasiði. Ræðum bækur og gagnrýni endilega í drep en hættum að persónugera skrif fólks og blanda saman ritsmíðum og persónum, það er ekki frjó umræða. Samt felast góðar fréttir í þessu upphlaupi. Að bækur skuli enn vera fólki slíkt hjartans mál að dagfarsprúðasta fólki missi stjórn á sér og ausi aðra auri er, þegar upp er staðið, miklu meira jákvætt en neikvætt. Sá leiðinda kvittur hefur nefnilega fengið byr undir báða vængi undanfarin ár að bækur séu að verða einnota iðnaðarframleiðsla sem skipti litlu máli í stóra samhenginu. Ekkert gæti verið fjær sanni. Við erum kannski hætt að trúa því að skáldskapur geti breytt heiminum á svipstundu en góðar bókmenntir breyta þeim sem þær lesa og þar sem heimurinn samanstendur af einstaklingum skiptir hver lesandi sem sér heiminn í nýju ljósi eftir lestur góðrar bókar máli í því að mjaka okkur nær einhverju sem kallast gæti betri og víðsýnni heimur. Það er ekki fyrr en fólki verður sama um bækur og umræðuna um þær sem við þurfum að fara að hafa verulegar áhyggjur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun
Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og verðlauna fyrir bestu þýðingu á erlendri bók voru tilkynntar í gær. Tilnefnt er í þremur flokkum: barna- og unglingabókmenntum, fagurbókmenntum og fræðiritum og ritum almenns efnis, auk fyrrnefndra þýðingarverðlauna. Fimm bækur eru tilnefndar í hverjum flokki og eins og gefur að skilja sýnist sitt hverjum um réttmæti þess að tilnefna þessa bókina en ekki aðra. Valið er alfarið í höndum þriggja manna dómnefnda í hverjum flokki og auðvitað borin von að allir bókaunnendur séu sammála þeim. Fyrr mætti nú vera einsleitnin. Þær raddir hafa komið upp í umræðu um verðlaunin að óhæfa sé að tilnefningar og verðlaunaveiting fari fram svo skömmu eftir að meirihluti af útgáfu ársins er aðgengilegur þar sem erfitt sé að ná að lesa allar bækur sem út koma á svo stuttum tíma og enn þá erfiðara að öðlast einhverja yfirsýn. Um það má sjálfsagt deila eins og allt annað, eflaust væri betra fyrir dómnefndirnar að hafa lengri tíma til að rýna í bækurnar, bera þær saman, ræða þær sín á milli og svo framvegis, en Íslendingar gera helst allt í skorpum og ekkert undarlegt að val bestu bóka ársins fari fram eftir maraþonlestur á örfáum vikum. Mætti samt gjarnan skoða hvort ekki væri sanngjarnara gagnvart bæði dómnefndum og höfundum að tíminn væri rýmri. Sama dag og tilnefningarnar voru kynntar loguðu vefmiðlar og samfélagsmiðlar vegna gagnrýni rithöfunda á tvo dóma sem bókmenntagagnrýnandi hafði flutt í Víðsjá á Rás 1. Stóryrðin voru ekki spöruð og maðurinn ásakaður um alls kyns annarlegar hvatir. Eiginlega fremur hrollvekjandi lesning og hætt við að gagnrýnandi sem notaði slíkan munnsöfnuð um rithöfund fengi ekki að kemba hærurnar í starfi. Það er að sjálfsögðu jákvætt að bækur og umfjöllun um þær séu fólki hugleiknar, en eins og í annarri umræðu verður að gera kröfu um lágmarks mannasiði. Ræðum bækur og gagnrýni endilega í drep en hættum að persónugera skrif fólks og blanda saman ritsmíðum og persónum, það er ekki frjó umræða. Samt felast góðar fréttir í þessu upphlaupi. Að bækur skuli enn vera fólki slíkt hjartans mál að dagfarsprúðasta fólki missi stjórn á sér og ausi aðra auri er, þegar upp er staðið, miklu meira jákvætt en neikvætt. Sá leiðinda kvittur hefur nefnilega fengið byr undir báða vængi undanfarin ár að bækur séu að verða einnota iðnaðarframleiðsla sem skipti litlu máli í stóra samhenginu. Ekkert gæti verið fjær sanni. Við erum kannski hætt að trúa því að skáldskapur geti breytt heiminum á svipstundu en góðar bókmenntir breyta þeim sem þær lesa og þar sem heimurinn samanstendur af einstaklingum skiptir hver lesandi sem sér heiminn í nýju ljósi eftir lestur góðrar bókar máli í því að mjaka okkur nær einhverju sem kallast gæti betri og víðsýnni heimur. Það er ekki fyrr en fólki verður sama um bækur og umræðuna um þær sem við þurfum að fara að hafa verulegar áhyggjur.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun