Besta byrjun nýliða í 33 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2014 06:30 Góð ráð. Reynsluboltinn Helgi Freyr Margeirsson talar við hinn 18 ára gamla Viðar Ágússon en á bak við þá sést þjálfarinn Israel Martin. Fréttablaðið/ernir „Það er bara snilld að þetta skuli fara svona vel af stað,“ sagði Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastólsliðsins sem hefur unnið sjö af átta fyrstu leikjum sínum í Dominos-deildinni eða alla leiki nema þann sem þurfti að framlengja á heimavelli Íslandsmeistaranna í KR. Helgi Rafn spilaði með liðinu sem féll úr úrvalsdeildinni vorið 2013 en hann hélt tryggð við sitt lið þegar hann gat örugglega reynt fyrir sér hjá öðru liði. „Ég tók bara slaginn og þetta var það sem menn horfðu á. Það var mikið af guttum að koma upp og mikið af efnivið sem hefur sýnt sig. Við höfðum kannski gott af því að fara niður því þeir fengu reynslu og fengu að spila mikið,“ segir Helgi Rafn. Tindastólsliðið er byggt upp á tveimur kynslóðum heimamanna, ungra leikmanna sem eru að stíga sín fyrstu skref og reynslubolta sem hafa spilað í langan tíma. „Það er langt bil á milli elsta yngsta og yngsta elsta,“ segir Helgi Rafn í léttum tón. Ungir bakverðir liðsins fengu mikla ábyrgð frá fyrsta leik en nær öll reynsla liðsins er „geymd“ inni í teig. Nú síðast tók Svavar Birgisson fram skóna á ný en hann á möguleika á því að verða stigahæsti leikmaður Tindastóls í úrvalsdeild og bæta met Vals Ingimundarsonar. Helgi segir það mjög jákvætt að ungu leikmennirnir fái spilatíma. „Maður hefur oft séð þegar það er verið að hleypa ungu leikmönnunum inn á þegar tíminn er að verða búinn. Þjálfarinn hefur mikla trú á þeim og hleypir þeim inn á þótt leikurinn sé í járnum. Það er mjög skemmtilegt en með því fá þeir sjálfstraust og þora í þetta,“ segir Helgi Rafn. Hinn 18 ára gamli Pétur Rúnar Birgisson er til dæmis mínútuhæsti leikmaður liðsins en hinn tvítugi Ingvi Rafn Ingvarsson og hinn 18 ára gamli Viðar Ágústsson eru báðir að spila yfir þrettán mínútur að meðaltali.Spáir í skrokknum á mönnum Israel Martin tók við liðinu fyrir tímabilið og það er ekki hægt að kvarta yfir árangrinum. „Menn eru mjög sáttir með nýja þjálfarann,“ segir Helgi Rafn en Bárður Eyþórsson hætti með Stólana eftir að hafa komið þeim upp í vor. Martin sér um akademíuna á Króknum og þar eru allir ungu leikmenn liðsins hjá honum. „Strákarnir mæta hjá honum á morgnana og eru að græða mikið á því. Þeir eru að skjóta og lyfta hjá honum og það hjálpar þeim mikið. Hann þekkir þá orðið gríðarlega vel,“ segir Helgi Rafn. „Hann er mjög fær og spáir einnig mikið í mannskapinn hvort sem þú ert 38 ára gamall eða 19 ára. Hann spáir mikið í skrokknum á mönnum og hvort menn séu ekki í lagi. Þjálfarinn fylgist því mikið með manni,“ segir Helgi Rafn en allur bærinn brosir nú með liðinu. „Nú er bara talað um körfubolta á Króknum. Ég er stoppaður alls staðar þar sem ég kem og það er allt rætt,“ segir Helgi. „Það er góð blanda hjá okkur af leikmönnum, þjálfurum, stjórn og öllum í kringum þetta. Það þarf allt að hjálpast að þegar þetta er svona. Það er mikið af ferðalögum og við leikmennirnir erum að fá frí úr vinnu til þess að komast í útileikina. Þetta þarf allt að spila saman,“ segir Helgi og hann kvartar ekki undan öllum rútuferðunum.Aríur í rútunni „Það er fíflast og teknar aríur í rútunni, bæði á leiðinni heim og á leiðinni í leiki. Það er bara stemning. Það þýðir ekkert annað en að létta sér lund,“ segir Helgi. Tindastól hefur nú tekist að jafna frábæra byrjun Framara frá haustinu 1981 þegar liðið vann sjö af fyrstu átta leikjum sínum. Engir nýliðar höfðu náð slíkri byrjun í 33 ár . Kolbeinn Kristinsson þjálfaði Fram þennan vetur en hann gerði þá nýliðana úr Safamýri meðal annars að bikarmeisturum. Með liðinu spilaði bandaríski bakvörðurinn Val Bracey, sem er faðir Austin Magnúsar Bracey sem spilar nú með Snæfelli. Bracey skoraði 28,8 stig að meðaltali í leik. Miðherji liðsins var landsliðsmiðherjinn Símon Ólafsson, sem skoraði þennan vetur 19,8 stig að meðaltali í leik, og leikstjórnandinn var Viðar Þorkelsson, sem valdi fljótlega fótboltann fram yfir körfuna.Ná þeir nýliðameti ÍR-inga? Tindastólsliðið hefur nú unnið fimm leiki í röð í Dominos-deildinni en vantar enn fjóra sigra til að jafna met ÍR-liðsins frá 1994-95. ÍR-ingar unnu þá níu leiki í röð sem er lengsta sigurganga nýliða í úrvalsdeildinni. Næstu leikir Stólanna eru á móti Snæfelli (heima í kvöld), Haukum (úti), Skallagrím (heima) og Stjörnunni (heima, fyrsti leikur eftir jól). Þeir jafna metið með því að vinna þessa fjóra leiki og myndu þá geta bætt það á útivelli á móti Þór Þorlákshöfn. Helgi er ekki með neinar yfirlýsingar um markmið liðsins í vetur og talar bara um næsta leik. „Heimavallarréttur í úrslitakeppninni hljómar vel fyrir okkur á Króknum en hljómar kannski ekki eins vel fyrir liðin fyrir sunnan. Þetta lítur vel út hjá okkur og þetta er líka frábært fyrir stuðningsmennina því það er liðinn langur tími síðan við vorum við toppinn,“ segir Helgi Rafn. „Við erum að fara í hörku prógramm. Nú er bara að enda þennan mánuð vel og fara sáttir í jólafríið,“ sagði Helgi að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport „Fann brosið mitt á ný“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Sjá meira
„Það er bara snilld að þetta skuli fara svona vel af stað,“ sagði Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastólsliðsins sem hefur unnið sjö af átta fyrstu leikjum sínum í Dominos-deildinni eða alla leiki nema þann sem þurfti að framlengja á heimavelli Íslandsmeistaranna í KR. Helgi Rafn spilaði með liðinu sem féll úr úrvalsdeildinni vorið 2013 en hann hélt tryggð við sitt lið þegar hann gat örugglega reynt fyrir sér hjá öðru liði. „Ég tók bara slaginn og þetta var það sem menn horfðu á. Það var mikið af guttum að koma upp og mikið af efnivið sem hefur sýnt sig. Við höfðum kannski gott af því að fara niður því þeir fengu reynslu og fengu að spila mikið,“ segir Helgi Rafn. Tindastólsliðið er byggt upp á tveimur kynslóðum heimamanna, ungra leikmanna sem eru að stíga sín fyrstu skref og reynslubolta sem hafa spilað í langan tíma. „Það er langt bil á milli elsta yngsta og yngsta elsta,“ segir Helgi Rafn í léttum tón. Ungir bakverðir liðsins fengu mikla ábyrgð frá fyrsta leik en nær öll reynsla liðsins er „geymd“ inni í teig. Nú síðast tók Svavar Birgisson fram skóna á ný en hann á möguleika á því að verða stigahæsti leikmaður Tindastóls í úrvalsdeild og bæta met Vals Ingimundarsonar. Helgi segir það mjög jákvætt að ungu leikmennirnir fái spilatíma. „Maður hefur oft séð þegar það er verið að hleypa ungu leikmönnunum inn á þegar tíminn er að verða búinn. Þjálfarinn hefur mikla trú á þeim og hleypir þeim inn á þótt leikurinn sé í járnum. Það er mjög skemmtilegt en með því fá þeir sjálfstraust og þora í þetta,“ segir Helgi Rafn. Hinn 18 ára gamli Pétur Rúnar Birgisson er til dæmis mínútuhæsti leikmaður liðsins en hinn tvítugi Ingvi Rafn Ingvarsson og hinn 18 ára gamli Viðar Ágústsson eru báðir að spila yfir þrettán mínútur að meðaltali.Spáir í skrokknum á mönnum Israel Martin tók við liðinu fyrir tímabilið og það er ekki hægt að kvarta yfir árangrinum. „Menn eru mjög sáttir með nýja þjálfarann,“ segir Helgi Rafn en Bárður Eyþórsson hætti með Stólana eftir að hafa komið þeim upp í vor. Martin sér um akademíuna á Króknum og þar eru allir ungu leikmenn liðsins hjá honum. „Strákarnir mæta hjá honum á morgnana og eru að græða mikið á því. Þeir eru að skjóta og lyfta hjá honum og það hjálpar þeim mikið. Hann þekkir þá orðið gríðarlega vel,“ segir Helgi Rafn. „Hann er mjög fær og spáir einnig mikið í mannskapinn hvort sem þú ert 38 ára gamall eða 19 ára. Hann spáir mikið í skrokknum á mönnum og hvort menn séu ekki í lagi. Þjálfarinn fylgist því mikið með manni,“ segir Helgi Rafn en allur bærinn brosir nú með liðinu. „Nú er bara talað um körfubolta á Króknum. Ég er stoppaður alls staðar þar sem ég kem og það er allt rætt,“ segir Helgi. „Það er góð blanda hjá okkur af leikmönnum, þjálfurum, stjórn og öllum í kringum þetta. Það þarf allt að hjálpast að þegar þetta er svona. Það er mikið af ferðalögum og við leikmennirnir erum að fá frí úr vinnu til þess að komast í útileikina. Þetta þarf allt að spila saman,“ segir Helgi og hann kvartar ekki undan öllum rútuferðunum.Aríur í rútunni „Það er fíflast og teknar aríur í rútunni, bæði á leiðinni heim og á leiðinni í leiki. Það er bara stemning. Það þýðir ekkert annað en að létta sér lund,“ segir Helgi. Tindastól hefur nú tekist að jafna frábæra byrjun Framara frá haustinu 1981 þegar liðið vann sjö af fyrstu átta leikjum sínum. Engir nýliðar höfðu náð slíkri byrjun í 33 ár . Kolbeinn Kristinsson þjálfaði Fram þennan vetur en hann gerði þá nýliðana úr Safamýri meðal annars að bikarmeisturum. Með liðinu spilaði bandaríski bakvörðurinn Val Bracey, sem er faðir Austin Magnúsar Bracey sem spilar nú með Snæfelli. Bracey skoraði 28,8 stig að meðaltali í leik. Miðherji liðsins var landsliðsmiðherjinn Símon Ólafsson, sem skoraði þennan vetur 19,8 stig að meðaltali í leik, og leikstjórnandinn var Viðar Þorkelsson, sem valdi fljótlega fótboltann fram yfir körfuna.Ná þeir nýliðameti ÍR-inga? Tindastólsliðið hefur nú unnið fimm leiki í röð í Dominos-deildinni en vantar enn fjóra sigra til að jafna met ÍR-liðsins frá 1994-95. ÍR-ingar unnu þá níu leiki í röð sem er lengsta sigurganga nýliða í úrvalsdeildinni. Næstu leikir Stólanna eru á móti Snæfelli (heima í kvöld), Haukum (úti), Skallagrím (heima) og Stjörnunni (heima, fyrsti leikur eftir jól). Þeir jafna metið með því að vinna þessa fjóra leiki og myndu þá geta bætt það á útivelli á móti Þór Þorlákshöfn. Helgi er ekki með neinar yfirlýsingar um markmið liðsins í vetur og talar bara um næsta leik. „Heimavallarréttur í úrslitakeppninni hljómar vel fyrir okkur á Króknum en hljómar kannski ekki eins vel fyrir liðin fyrir sunnan. Þetta lítur vel út hjá okkur og þetta er líka frábært fyrir stuðningsmennina því það er liðinn langur tími síðan við vorum við toppinn,“ segir Helgi Rafn. „Við erum að fara í hörku prógramm. Nú er bara að enda þennan mánuð vel og fara sáttir í jólafríið,“ sagði Helgi að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport „Fann brosið mitt á ný“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Sjá meira