Úrslitaleikur fyrir Liverpool á Anfield í kvöld Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. desember 2014 07:00 Gerrard og félagar verða að fá þrjá punkta í kvöld. vísir/getty Það er allt eða ekkert hjá Liverpool í kvöld er lokaumferðin í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst. Liverpool tekur þá á móti svissneska liðinu Basel og verður að vinna til þess að tryggja sér farseðilinn í sextán liða úrslit keppninnar. Basel er með tveimur stigum meira og dugir því jafntefli til að komast áfram. Það verða því átök á Anfield í kvöld. Liverpool er búið að spila fjóra leiki í röð í keppninni án þess að vinna og leikmenn liðsins verða því að rífa sig upp ef þeir ætla að komast áfram í fyrsta skipti síðan 2008. Basel vann fyrri leik liðanna, 1-0. „Við megum ekki fara á taugum heldur verðum við að vera þolinmóðir. Basel er virkilega gott lið og þeir hafa margsannað það síðustu árin með því að leggja sterk lið að velli,“ sagði Brendan Rodgers, stjóri Liverpool. „Við vitum vel hvað við þurfum að gera og hver lykillinn er að því að vinna. Við verðum að vinna og okkar lið er best þegar allt er undir. Það var gott að halda hreinu um helgina og gefur okkur sjálfstraust. Við vörðumst sem lið og verðum að halda því áfram.“ Stjórinn segist hafa búist við því að allt gæti orðið undir í þessum leik sem hefur nú komið á daginn. „Takmarkið var alltaf að komast áfram í keppninni og það hefur ekkert breyst. Það verður gaman að glíma við þetta verkefni. Ég efast ekkert um að við munum fá frábæran stuðning en þessi leikur mun reyna á þolinmæðina.“ Juventus er einnig í erfiðri stöðu í kvöld en liðið þarf stig til að tryggja sig áfram í A-riðli. Tveggja marka sigur á Atletico myndi síðan tryggja liðinu sigur í riðlinum. Áhugaverð rimma í Tórínó. Monaco og Zenit berjast síðan um annan farseðilinn í C-riðli þar sem Leverkusen er þegar komið áfram. Spennan í D-riðli er aftur á móti engin þar sem Dortmund og Arsenal eru komin áfram. Þar er þó verið að berjast um toppsæti riðilsins sem gæti reynst happadrjúgt. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn Í beinni: Fram - Haukar | Barist um bikarinn Handbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Annað bikarævintýri hjá Júlíusi? „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Í beinni: Fram - Haukar | Barist um bikarinn Auðun tekur við Þrótti Vogum Rufu einokun Inga á Íslandsmeistaratitlinum Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Messi var óánægður hjá PSG Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Bayern kom til baka gegn Stuttgart Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United Sjá meira
Það er allt eða ekkert hjá Liverpool í kvöld er lokaumferðin í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst. Liverpool tekur þá á móti svissneska liðinu Basel og verður að vinna til þess að tryggja sér farseðilinn í sextán liða úrslit keppninnar. Basel er með tveimur stigum meira og dugir því jafntefli til að komast áfram. Það verða því átök á Anfield í kvöld. Liverpool er búið að spila fjóra leiki í röð í keppninni án þess að vinna og leikmenn liðsins verða því að rífa sig upp ef þeir ætla að komast áfram í fyrsta skipti síðan 2008. Basel vann fyrri leik liðanna, 1-0. „Við megum ekki fara á taugum heldur verðum við að vera þolinmóðir. Basel er virkilega gott lið og þeir hafa margsannað það síðustu árin með því að leggja sterk lið að velli,“ sagði Brendan Rodgers, stjóri Liverpool. „Við vitum vel hvað við þurfum að gera og hver lykillinn er að því að vinna. Við verðum að vinna og okkar lið er best þegar allt er undir. Það var gott að halda hreinu um helgina og gefur okkur sjálfstraust. Við vörðumst sem lið og verðum að halda því áfram.“ Stjórinn segist hafa búist við því að allt gæti orðið undir í þessum leik sem hefur nú komið á daginn. „Takmarkið var alltaf að komast áfram í keppninni og það hefur ekkert breyst. Það verður gaman að glíma við þetta verkefni. Ég efast ekkert um að við munum fá frábæran stuðning en þessi leikur mun reyna á þolinmæðina.“ Juventus er einnig í erfiðri stöðu í kvöld en liðið þarf stig til að tryggja sig áfram í A-riðli. Tveggja marka sigur á Atletico myndi síðan tryggja liðinu sigur í riðlinum. Áhugaverð rimma í Tórínó. Monaco og Zenit berjast síðan um annan farseðilinn í C-riðli þar sem Leverkusen er þegar komið áfram. Spennan í D-riðli er aftur á móti engin þar sem Dortmund og Arsenal eru komin áfram. Þar er þó verið að berjast um toppsæti riðilsins sem gæti reynst happadrjúgt.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn Í beinni: Fram - Haukar | Barist um bikarinn Handbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Annað bikarævintýri hjá Júlíusi? „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Í beinni: Fram - Haukar | Barist um bikarinn Auðun tekur við Þrótti Vogum Rufu einokun Inga á Íslandsmeistaratitlinum Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Messi var óánægður hjá PSG Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Bayern kom til baka gegn Stuttgart Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United Sjá meira
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli